Réttlæti fæst ekki með hóprefsingu og mannréttindabrotum Einar Steinn Valgarðsson og Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. júlí 2014 10:38 Félagið Ísland-Palestína hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: Það hefur vakið athygli í heimsfréttum undanfarið að þriggja ísraelskra unglinga, Eyal Yifrach, 19 ára og Naftali Fraenkel og Gilad Shaer, báðum 16 ára, sem búsettir voru í landtökubyggðum Ísraela á herteknu landsvæði Palestínumanna, var saknað frá og með 12. júní og fundust þeir nýlega myrtir. Umheimurinn hefur réttilega fordæmt þessi morð og tekur félagið undir það, enda eru morð á borgurum aldrei réttlætanleg, hvar og hvenær sem þau eru framin. Sú staðreynd að ungmennin voru búsett í ólöglegum landtökubyggðum breytir jafnframt engu um borgaralega stöðu þeirra gagnvart alþjóðalögum. Minna hefur hins vegar farið fyrir fréttum af Palestínumönnunum sem drepnir voru af Ísraelsher, og voru þeir sjaldnast nafngreindir. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher orðið allavega 6 Palestínumönnum að bana. Þannig var Muhammed Dudeen, 5 ára, myrtur af ísraelska hernum föstudaginn 20. Júlí þegar herinn réðst inn í þorpið hans, sem er í grennd við Hebron. Mustafa Hosni Aslan, 22 ára piltur frá Qualandia-flóttamannabúðunum, var skotinn í höfuðið af Ísraelsher og lést af sárum sínum samdægurs. Ahmed Fahmawi, 26 ára, var skotinn til bana í flóttamannabúðum nærri Nablus og Mahmoud Ismael Atallah lést af skotsárum sínum af völdum Ísraelshers í Ramallah. Þá var Ahmed Sabarren, 19 ára skotinn til bana þegar Ísraelsher réðst inn í Al-Jalazoun flóttamannabúðirnar, norðan við Ramallah og Yousef Abu Zagha, 16 ára, var skotinn af hernum þegar herinn réðst inn í flóttamannabúðirnar í Jenín. Við þetta má svo bæta að palestínskur karlmaður á miðjum aldri, Hajj Jamil Ali Jaber Souf, lést af hjartaslagi eftir að Ísraelsher ruddist inn á heimili hans og réðst á hann. Frændi hans segir að herinn hafi jafnframt hindrað að hann fengi læknishjálp í kjölfarið. Sömuleiðis berast hroðalegar fréttir af hefndaraðgerðum, þannig fannst Muhammad Hussein Abu Khdeir myrtur í Jerúsalemskógi, í hefndarskyni að því er talið er. Samkvæmt krufningu mun hann hafa verið brenndur lifandi. Landtökumenn óku á hinn 28 ára gamla Ashraf Idrees í Hebron og hina níu ára gömlu Sanabel Mohammed Tus nærri Betlehem, en Sanabel er nú á spítala og berst fyrir lífi sínu. Afdrif Ashrafs eru ekki ljós þegar þetta er skrifað. Palestínumenn hafa búið við grimmilegt hernám Ísraela, landtökur, kúgun og ofsóknir í tæplega 50 ár, raunar 66 ef talið er frá stofnun Ísraels, sem Palestínumenn kalla Nakba, eða 'hörmungarnar', en áætlað er að þá hafi um 700.000 Palestínumenn hrakist á flótta og verið sviptir landi sínu, heimili og eigum.Ofbeldisaldan núna er hins vegar að ná hæðum sem hafa ekki sést frá því í seinni intifödunni, uppreisn Palestínumanna gegn hernámi Ísraels, en hún hófst árið 2000. Herinn gerir fjöldainnrásir í borgir og þorp Palestínumanna, hundruðir manns hafa verið handteknar og yfir hundrað hús eyðilögð. Loftárásir á Gaza eru þær mestu í tvö ár. Ofsóknir og ofbeldi landtökufólks gagnvart Palestínumönnum er jafnvel enn verra en það hefur verið til þessa og ísraelsk yfirvöld boða hertari aðgerðir og fjölgun ólöglegra landtökubyggða. Ráðamenn í Ísrael kenna annari stærstu stjórnmálafylkingu Palestínumanna, Hamas, um morðin og segjast hafa sannanir fyrir því. Þau meintu sönnunargögn hafa þó ekki verið lögð fram og Hamas sver af sér aðkomu. Þegar ungmennana var saknað fordæmdi Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, verknaðinn en jafnframt aðgerðir Ísraela gegn palestínskri alþýðu. Hins vegar fór ríkisstjórn Ísraels í litlar grafgötur með að ætlun þeirra væri í og með að sundra þjóðstjórn Palestínumanna. Í því skyni beita ísraelsk yfirvöld palestínsku þjóðina hóprefsingu, þvert á alþjóðalög. Félagið Ísland-Palestína tekur undir kröfur friðar- og mannréttindasamtaka víðs vegar um heim. Þannig krefst félagið þess að mannréttindi íbúa svæðisins séu virt og fordæmir öll morð, ofbeldi, ofsóknir, kúgun og hóprefsingu gagnvart almennum borgurum. Félagið telur það jafnframt réttmæta kröfu að allir slíkir gerendur verði látnir svara til saka í samræmi við alþjóðalög. Félagið krefst þess sérstaklega að hóprefsingu, ofsóknum og kúgun gagnvart Palestínumönnum linni, bundinn verði endir á grimmilegt hernám Palestínu, sjálfsákvörðunarréttur Palestínumanna sé virtur og krafa þeirra til sjálfstæðs ríkis. Aðeins með virðingu fyrir réttmætum kröfum og mannréttindum er von á varanlegum friði milli Ísraela og Palestínumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Sveinn Rúnar Hauksson Tengdar fréttir Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22 Níu fallnir í loftárásum Ísraelsmanna Níu palestínskir hermenn hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna, sem var svar við eldflaugaárásum á Ísrael. 7. júlí 2014 08:01 Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20 Níu féllu á Gasaströndinni Níu herskáir liðsmenn Hamassamtakanna létu lífið í loftárásum Ísraelshers í gær. 7. júlí 2014 09:42 Stríðið í Sýrlandi laðar að ferðamenn Staðir við landamæri Ísraels og Sýrlands þar sem hægt er að fylgjast með borgarastríðinu í Sýrlandi eru orðnir vinsælir áfangastaðir meðal ferðamanna í Ísrael. 1. júlí 2014 16:45 Andrúmsloftið spennuþrungið í Jerúsalem Miklar óeirðir hafa geisað í Jerúsalem síðustu daga, en palestínskur unglingspiltur sem var myrtur í borginni fyrr í vikunni var borinn til grafar í dag. Allt kapp er nú lagt á að koma á vopnahléi á milli Hamas-samtakanna og Ísraelshers. 4. júlí 2014 22:00 Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00 Mikil spenna vegna morðs á palestínskum unglingi Spennan hefur aukist í samskiptum Ísraels og Palestínu vegna dauða fjögurra táninga. Palestínumenn hafa mótmælt á götum úti, og hefur grjótkasti mótmælenda verið svarað með gúmmíkúlum og táragasi lögreglu. 4. júlí 2014 06:00 Flytja hermenn að Gaza Spenna hefur verið mikil í Ísrael og Palestínu eftir morð þriggja ísraelskra pilta og 17 ára drengs frá Palestínu. 3. júlí 2014 19:57 Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: Það hefur vakið athygli í heimsfréttum undanfarið að þriggja ísraelskra unglinga, Eyal Yifrach, 19 ára og Naftali Fraenkel og Gilad Shaer, báðum 16 ára, sem búsettir voru í landtökubyggðum Ísraela á herteknu landsvæði Palestínumanna, var saknað frá og með 12. júní og fundust þeir nýlega myrtir. Umheimurinn hefur réttilega fordæmt þessi morð og tekur félagið undir það, enda eru morð á borgurum aldrei réttlætanleg, hvar og hvenær sem þau eru framin. Sú staðreynd að ungmennin voru búsett í ólöglegum landtökubyggðum breytir jafnframt engu um borgaralega stöðu þeirra gagnvart alþjóðalögum. Minna hefur hins vegar farið fyrir fréttum af Palestínumönnunum sem drepnir voru af Ísraelsher, og voru þeir sjaldnast nafngreindir. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher orðið allavega 6 Palestínumönnum að bana. Þannig var Muhammed Dudeen, 5 ára, myrtur af ísraelska hernum föstudaginn 20. Júlí þegar herinn réðst inn í þorpið hans, sem er í grennd við Hebron. Mustafa Hosni Aslan, 22 ára piltur frá Qualandia-flóttamannabúðunum, var skotinn í höfuðið af Ísraelsher og lést af sárum sínum samdægurs. Ahmed Fahmawi, 26 ára, var skotinn til bana í flóttamannabúðum nærri Nablus og Mahmoud Ismael Atallah lést af skotsárum sínum af völdum Ísraelshers í Ramallah. Þá var Ahmed Sabarren, 19 ára skotinn til bana þegar Ísraelsher réðst inn í Al-Jalazoun flóttamannabúðirnar, norðan við Ramallah og Yousef Abu Zagha, 16 ára, var skotinn af hernum þegar herinn réðst inn í flóttamannabúðirnar í Jenín. Við þetta má svo bæta að palestínskur karlmaður á miðjum aldri, Hajj Jamil Ali Jaber Souf, lést af hjartaslagi eftir að Ísraelsher ruddist inn á heimili hans og réðst á hann. Frændi hans segir að herinn hafi jafnframt hindrað að hann fengi læknishjálp í kjölfarið. Sömuleiðis berast hroðalegar fréttir af hefndaraðgerðum, þannig fannst Muhammad Hussein Abu Khdeir myrtur í Jerúsalemskógi, í hefndarskyni að því er talið er. Samkvæmt krufningu mun hann hafa verið brenndur lifandi. Landtökumenn óku á hinn 28 ára gamla Ashraf Idrees í Hebron og hina níu ára gömlu Sanabel Mohammed Tus nærri Betlehem, en Sanabel er nú á spítala og berst fyrir lífi sínu. Afdrif Ashrafs eru ekki ljós þegar þetta er skrifað. Palestínumenn hafa búið við grimmilegt hernám Ísraela, landtökur, kúgun og ofsóknir í tæplega 50 ár, raunar 66 ef talið er frá stofnun Ísraels, sem Palestínumenn kalla Nakba, eða 'hörmungarnar', en áætlað er að þá hafi um 700.000 Palestínumenn hrakist á flótta og verið sviptir landi sínu, heimili og eigum.Ofbeldisaldan núna er hins vegar að ná hæðum sem hafa ekki sést frá því í seinni intifödunni, uppreisn Palestínumanna gegn hernámi Ísraels, en hún hófst árið 2000. Herinn gerir fjöldainnrásir í borgir og þorp Palestínumanna, hundruðir manns hafa verið handteknar og yfir hundrað hús eyðilögð. Loftárásir á Gaza eru þær mestu í tvö ár. Ofsóknir og ofbeldi landtökufólks gagnvart Palestínumönnum er jafnvel enn verra en það hefur verið til þessa og ísraelsk yfirvöld boða hertari aðgerðir og fjölgun ólöglegra landtökubyggða. Ráðamenn í Ísrael kenna annari stærstu stjórnmálafylkingu Palestínumanna, Hamas, um morðin og segjast hafa sannanir fyrir því. Þau meintu sönnunargögn hafa þó ekki verið lögð fram og Hamas sver af sér aðkomu. Þegar ungmennana var saknað fordæmdi Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, verknaðinn en jafnframt aðgerðir Ísraela gegn palestínskri alþýðu. Hins vegar fór ríkisstjórn Ísraels í litlar grafgötur með að ætlun þeirra væri í og með að sundra þjóðstjórn Palestínumanna. Í því skyni beita ísraelsk yfirvöld palestínsku þjóðina hóprefsingu, þvert á alþjóðalög. Félagið Ísland-Palestína tekur undir kröfur friðar- og mannréttindasamtaka víðs vegar um heim. Þannig krefst félagið þess að mannréttindi íbúa svæðisins séu virt og fordæmir öll morð, ofbeldi, ofsóknir, kúgun og hóprefsingu gagnvart almennum borgurum. Félagið telur það jafnframt réttmæta kröfu að allir slíkir gerendur verði látnir svara til saka í samræmi við alþjóðalög. Félagið krefst þess sérstaklega að hóprefsingu, ofsóknum og kúgun gagnvart Palestínumönnum linni, bundinn verði endir á grimmilegt hernám Palestínu, sjálfsákvörðunarréttur Palestínumanna sé virtur og krafa þeirra til sjálfstæðs ríkis. Aðeins með virðingu fyrir réttmætum kröfum og mannréttindum er von á varanlegum friði milli Ísraela og Palestínumanna.
Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22
Níu fallnir í loftárásum Ísraelsmanna Níu palestínskir hermenn hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna, sem var svar við eldflaugaárásum á Ísrael. 7. júlí 2014 08:01
Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20
Níu féllu á Gasaströndinni Níu herskáir liðsmenn Hamassamtakanna létu lífið í loftárásum Ísraelshers í gær. 7. júlí 2014 09:42
Stríðið í Sýrlandi laðar að ferðamenn Staðir við landamæri Ísraels og Sýrlands þar sem hægt er að fylgjast með borgarastríðinu í Sýrlandi eru orðnir vinsælir áfangastaðir meðal ferðamanna í Ísrael. 1. júlí 2014 16:45
Andrúmsloftið spennuþrungið í Jerúsalem Miklar óeirðir hafa geisað í Jerúsalem síðustu daga, en palestínskur unglingspiltur sem var myrtur í borginni fyrr í vikunni var borinn til grafar í dag. Allt kapp er nú lagt á að koma á vopnahléi á milli Hamas-samtakanna og Ísraelshers. 4. júlí 2014 22:00
Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00
Mikil spenna vegna morðs á palestínskum unglingi Spennan hefur aukist í samskiptum Ísraels og Palestínu vegna dauða fjögurra táninga. Palestínumenn hafa mótmælt á götum úti, og hefur grjótkasti mótmælenda verið svarað með gúmmíkúlum og táragasi lögreglu. 4. júlí 2014 06:00
Flytja hermenn að Gaza Spenna hefur verið mikil í Ísrael og Palestínu eftir morð þriggja ísraelskra pilta og 17 ára drengs frá Palestínu. 3. júlí 2014 19:57
Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun