Davíð Þór: Það var bara Höddi Magg sem klúðraði þessu fyrir 19 árum Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. júlí 2014 22:04 Davíð Þór Viðarsson. Vísir/Valli „Við undirbjuggum okkur vel fyrir leikinn og við vissum af því að þeir væru líklegir til að þreytast. Þeir eru bara búnir að æfa í þrjár vikur og þeir gáfu aðeins eftir þegar líða tók á leikinn,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, eftir 3-0 á norður-írska liðinu Glenovan í 1. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Við vildum passa okkur fyrst og fremst á því að fá ekki á okkur mark en við vildum bæta við mörkum. Um leið og fyrsta markið kom byrjuðum við að láta boltann ganga og gera það sem við erum góðir í.“ Það tók FH-inga langan tíma að skora fyrsta mark leiksins og það pirraði leikmenn liðsins. „Maður var orðinn pirraður og óþreyjufullur að bíða eftir markinu en um leið og það kom slökuðu menn aðeins á og við byrjuðum að spila okkar leik. Það var of mikið af lélegum sendingum og það vantaði bara neista í liðið fram að markinu. Við leyfðum þeim að komast upp með að drepa leikinn og náum ekki upp okkar takti.“ Davíð var ekki hrifinn af spilamennsku Glenavon í leiknum. „Það er erfitt að leika svona leiki gegn liðum sem reyna endalaust að tefja. Þeir höfðu engan sérstakan áhuga á að vinna leikinn heldur að reyna að komast í burtu með markalaust jafntefli og það gerði okkur erfitt fyrir.“ Davíð Þór fór sem ungur drengur með liði FH í leikinn gegn Glenovan fyrir nítján árum og hann man ennþá eftir leikjunum tveimur. „Það voru svosem engar ófarir þarna fyrir nítján árum, það var bara Höddi Magg sem klúðraði því,“ sagði Davíð léttur að lokum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir FH-ingar skoruðu þrjú mörk í lokin - sjáið mörkin FH-ingar þurftu að bíða lengi eftir fyrsta marki sínu en þau komu síðan á færibandi á lokakaflanum í 3-0 sigri FH á Glenavon í fyrri leik liðanna í í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 3. júlí 2014 21:40 Framarar féllu á klaufalegu marki - myndband Framarar töpuðu í kvöld 0-1 fyrir eistneska liðinu Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark gestanna var af klaufalegri gerðinni. 3. júlí 2014 21:57 Umfjöllun og viðtal: Fram - Kalju Nõmme 0-1 | Erfitt verkefni hjá Fram Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. 3. júlí 2014 18:53 Stjörnumenn í stuði í fyrsta Evrópuleiknum - sjáið mörkin Stjarnan setti upp sýningu í frumsýningu karlaliðs félagsins í Evrópukeppni í Garðabænum í kvöld en Stjarnan vann 4-0 sigur á velska liðinu Bangor City í fyrsta Evrópuleik karlaliðs félagsins. 3. júlí 2014 21:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Glenavon 3-0 | Glæsilegur lokakafli skóp sigurinn FH vann sannkallaðan þolinmæðissigur á Glenovan í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri FH. Þrátt fyrir töluverða yfirburði í leiknum kom fyrsta mark FH ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok. 3. júlí 2014 18:53 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
„Við undirbjuggum okkur vel fyrir leikinn og við vissum af því að þeir væru líklegir til að þreytast. Þeir eru bara búnir að æfa í þrjár vikur og þeir gáfu aðeins eftir þegar líða tók á leikinn,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, eftir 3-0 á norður-írska liðinu Glenovan í 1. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Við vildum passa okkur fyrst og fremst á því að fá ekki á okkur mark en við vildum bæta við mörkum. Um leið og fyrsta markið kom byrjuðum við að láta boltann ganga og gera það sem við erum góðir í.“ Það tók FH-inga langan tíma að skora fyrsta mark leiksins og það pirraði leikmenn liðsins. „Maður var orðinn pirraður og óþreyjufullur að bíða eftir markinu en um leið og það kom slökuðu menn aðeins á og við byrjuðum að spila okkar leik. Það var of mikið af lélegum sendingum og það vantaði bara neista í liðið fram að markinu. Við leyfðum þeim að komast upp með að drepa leikinn og náum ekki upp okkar takti.“ Davíð var ekki hrifinn af spilamennsku Glenavon í leiknum. „Það er erfitt að leika svona leiki gegn liðum sem reyna endalaust að tefja. Þeir höfðu engan sérstakan áhuga á að vinna leikinn heldur að reyna að komast í burtu með markalaust jafntefli og það gerði okkur erfitt fyrir.“ Davíð Þór fór sem ungur drengur með liði FH í leikinn gegn Glenovan fyrir nítján árum og hann man ennþá eftir leikjunum tveimur. „Það voru svosem engar ófarir þarna fyrir nítján árum, það var bara Höddi Magg sem klúðraði því,“ sagði Davíð léttur að lokum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir FH-ingar skoruðu þrjú mörk í lokin - sjáið mörkin FH-ingar þurftu að bíða lengi eftir fyrsta marki sínu en þau komu síðan á færibandi á lokakaflanum í 3-0 sigri FH á Glenavon í fyrri leik liðanna í í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 3. júlí 2014 21:40 Framarar féllu á klaufalegu marki - myndband Framarar töpuðu í kvöld 0-1 fyrir eistneska liðinu Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark gestanna var af klaufalegri gerðinni. 3. júlí 2014 21:57 Umfjöllun og viðtal: Fram - Kalju Nõmme 0-1 | Erfitt verkefni hjá Fram Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. 3. júlí 2014 18:53 Stjörnumenn í stuði í fyrsta Evrópuleiknum - sjáið mörkin Stjarnan setti upp sýningu í frumsýningu karlaliðs félagsins í Evrópukeppni í Garðabænum í kvöld en Stjarnan vann 4-0 sigur á velska liðinu Bangor City í fyrsta Evrópuleik karlaliðs félagsins. 3. júlí 2014 21:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Glenavon 3-0 | Glæsilegur lokakafli skóp sigurinn FH vann sannkallaðan þolinmæðissigur á Glenovan í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri FH. Þrátt fyrir töluverða yfirburði í leiknum kom fyrsta mark FH ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok. 3. júlí 2014 18:53 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
FH-ingar skoruðu þrjú mörk í lokin - sjáið mörkin FH-ingar þurftu að bíða lengi eftir fyrsta marki sínu en þau komu síðan á færibandi á lokakaflanum í 3-0 sigri FH á Glenavon í fyrri leik liðanna í í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 3. júlí 2014 21:40
Framarar féllu á klaufalegu marki - myndband Framarar töpuðu í kvöld 0-1 fyrir eistneska liðinu Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark gestanna var af klaufalegri gerðinni. 3. júlí 2014 21:57
Umfjöllun og viðtal: Fram - Kalju Nõmme 0-1 | Erfitt verkefni hjá Fram Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. 3. júlí 2014 18:53
Stjörnumenn í stuði í fyrsta Evrópuleiknum - sjáið mörkin Stjarnan setti upp sýningu í frumsýningu karlaliðs félagsins í Evrópukeppni í Garðabænum í kvöld en Stjarnan vann 4-0 sigur á velska liðinu Bangor City í fyrsta Evrópuleik karlaliðs félagsins. 3. júlí 2014 21:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - Glenavon 3-0 | Glæsilegur lokakafli skóp sigurinn FH vann sannkallaðan þolinmæðissigur á Glenovan í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri FH. Þrátt fyrir töluverða yfirburði í leiknum kom fyrsta mark FH ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok. 3. júlí 2014 18:53
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59