Conor McGregor: Ég ætla að enda ferilinn hans Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. júlí 2014 12:45 Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson. Þetta verður þriðji UFC bardagi McGregor en hann hefur skotist stjarnfræðilega hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Þrátt fyrir að vera aðeins búinn með tvo bardaga í UFC eru allir að tala um hann og allir vilja þagga niður í honum. McGregor er gríðarlega fær í að selja bardaga sína og vekur athygli í hvert sinn sem hann opnar á sér munninn. Kjaftbrúkur hans fer í taugarnar á mörgum en burtséð frá því kann hann að berjast. McGregor byrjaði snemma að æfa bardagalistir til að læra að verja sig. Hann byrjaði að æfa box þar sem hann tók um 50 áhugamannabardaga á einu ári og barðist nánast hverja einustu helgi. Eftir fjögur ár í boxi snéri hann sér að MMA þar sem hann hóf að æfa hjá SBG undir handleiðslu John Kavanagh. Hjá John Kavanagh kynntist hann ungum Íslendingi, Gunnari Nelson, og hafa þeir lengi æft saman hjá John Kavanagh, bæði í SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi. McGregor gekk vel í upphafi ferils síns en eftir hans fyrsta tap kom tímabil þar sem hann æfði lítið og stundaði skemmtanalífið grimmt. Móðir Írans snjalla hringdi því áhyggjufull í John Kavanagh og bað hann um að tala hann til. John mætti heim til hans og sagði honum hreint út að hann væri að sóa hæfileikum sínum og að hann gæti náð virkilega langt ef hann myndi bara einbeita sér að MMA. Það varð ákveðinn vendipunktur í lífi McGregors og sneri hann því aftur á æfingar af miklum krafti og hefur hreinlega ekki hætt síðan. Það má í raun segja að það sé upphafið að sigurgöngunni sem Conor McGregor er nú á. Þessi sigurganga skilaði honum léttvigtar- og fjaðurvigtarbelti Cage Warriors áður en hann samdi við UFC. Nú er hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í heimabæ sínum, Dublin, og ætlar að koma sér í titilbaráttuna í fjaðurvigtinni. Til þess þarf hann fyrst að sigra Diego Brandao á laugardaginn en í myndbandinu hér að ofan segist hann ætla að enda feril Brandao. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Sjá meira
Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson. Þetta verður þriðji UFC bardagi McGregor en hann hefur skotist stjarnfræðilega hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Þrátt fyrir að vera aðeins búinn með tvo bardaga í UFC eru allir að tala um hann og allir vilja þagga niður í honum. McGregor er gríðarlega fær í að selja bardaga sína og vekur athygli í hvert sinn sem hann opnar á sér munninn. Kjaftbrúkur hans fer í taugarnar á mörgum en burtséð frá því kann hann að berjast. McGregor byrjaði snemma að æfa bardagalistir til að læra að verja sig. Hann byrjaði að æfa box þar sem hann tók um 50 áhugamannabardaga á einu ári og barðist nánast hverja einustu helgi. Eftir fjögur ár í boxi snéri hann sér að MMA þar sem hann hóf að æfa hjá SBG undir handleiðslu John Kavanagh. Hjá John Kavanagh kynntist hann ungum Íslendingi, Gunnari Nelson, og hafa þeir lengi æft saman hjá John Kavanagh, bæði í SBG í Írlandi og í Mjölni á Íslandi. McGregor gekk vel í upphafi ferils síns en eftir hans fyrsta tap kom tímabil þar sem hann æfði lítið og stundaði skemmtanalífið grimmt. Móðir Írans snjalla hringdi því áhyggjufull í John Kavanagh og bað hann um að tala hann til. John mætti heim til hans og sagði honum hreint út að hann væri að sóa hæfileikum sínum og að hann gæti náð virkilega langt ef hann myndi bara einbeita sér að MMA. Það varð ákveðinn vendipunktur í lífi McGregors og sneri hann því aftur á æfingar af miklum krafti og hefur hreinlega ekki hætt síðan. Það má í raun segja að það sé upphafið að sigurgöngunni sem Conor McGregor er nú á. Þessi sigurganga skilaði honum léttvigtar- og fjaðurvigtarbelti Cage Warriors áður en hann samdi við UFC. Nú er hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í heimabæ sínum, Dublin, og ætlar að koma sér í titilbaráttuna í fjaðurvigtinni. Til þess þarf hann fyrst að sigra Diego Brandao á laugardaginn en í myndbandinu hér að ofan segist hann ætla að enda feril Brandao. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Sjá meira