Hafdís vann til fernra gullverðlauna | Tvöfalt aldursflokkamet Sindra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2014 19:30 Hafdís vann til fernra gullverðlauna í dag. Vísir/Auðunn Keppni er lokið á fyrri degi 88. Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram á Kaplakrikavelli um helgina. Það er óhætt að segja að Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hafi verið kona dagsins. Eins og greint var frá fyrr í dag vann hún til gullverðlauna í langstökki og 100m hlaupi og Hafdís bætti svo tveimur gullverðlaunum við með því að sigra í 400m hlaupi, auk þess sem hún var hluti af sigurliði UFA í 4x100m boðhlaupi. Hafdís hljóp 400 metrana á 54,16 sekúndum og setti þar með mótsmet, en hin 14 ára Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, kom næst í mark á 56,87 sekúndum. Steinunn Erla Davíðsdóttir, UFA, hafnaði í 3. sæti á tímanum 57,98 sekúndum. Sveit UFA í 4x100m boðhlaupi kom í mark á 48,42 sekúndum, en A sveit ÍR (48,76) og Sveit FH (49,89) komu næstar. Sveit ÍR varð hlutskörpust í 4x100m boðhlaupi karla, en hún setti mótsmet með því að koma í mark 42,47 sekúndum. Sveitir UMSS og UFA komu næstar á tímunum 43,38 og 44,56 sekúndum.Aníta Hinriksdóttir vann öruggan sigur í 1500m hlaupi kvenna.Vísir/DaníelÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir sigraði í 1500m hlaupi á tímanum 4:27,93 mínútum. María Birkisdóttir, USÚ, kom næst í mark á 4:53,89 mínutum og Guðlaug Edda Hannesdóttir, Fjölnir, hafnaði í þriðja sæti á tímanum 4:54,87. ÍR-ingar röðuðu sér í þrjú efstu sætin í 1500m hlaupi karla. Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark á 3:55,94 mínútum, en þeir Sæmundur Ólafsson (4:06,20) og Daníel Freyr Garðarsson (4:06,73) komu næstir.Ásdís Hjálmsdóttir kastaði 55,51 metra í dag.Vísir/AFPÁsdís Hjálmsdóttir, Ármanni, vann öruggan sigur í spjótkasti kvenna, en hún kastaði spjótinu lengst 55,51 metra. Ásdís á Íslandsmetið í greinni sem hún setti á Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum, en þá kastaði hún spjótinu 62,77 metra. FH-ingurinn Thea Imani Sturludóttir hafnaði í öðru sæti (41,74) og Ásgerður Jana Ágústsdóttir, UFA, í því þriðja (37,63). Blikinn Sindri Hrafn Guðmundsson hafði sigur í karlaflokki, en hann kastaði spjótinu 77,28 metra. Með kastinu setti Sindri tvöfalt aldursflokkamet, bæði í flokki 18-19 ára og 20-22 ára.Guðmundur Sverrisson, ÍR, hafnaði í öðru sæti með kasti upp á 76,47 metra og Guðmundur Hólmar Jónsson, Ármanni, í því þriðja, en hann kastaði spjótinu 68,58 metra. ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson bar sigur úr býtum í 400m hlaupi karla, en hann kom í mark á 49,33 sekúndum, rúmri sekúndu á undan Kristni Þór Kristinssyni (50,48) úr HSK/Umf. Selfossi. Daníel Þórarinsson kom þriðji í mark á 50,51 sekúndum.Kristinn Torfason vann sigur í langstökki karla.Í langstökki karla sigraði Kristinn Torfason, FH, en hann stökk 7,23 metra. ÍR-ingarnir Einar Daði Lárusson (6,91m) og Juan Ramón Borges Bosque (6,67m) röðuðu sér í næstu sæti.Hermann Þór Haraldsson, FH, og Einar Daði Lárusson, ÍR, deildu gullverðlaununum í hástökki karla, en þeir stukku báðir 1,96 metra. Styrmir Dan Steingrímsson, HSK/Umf. Selfossi, fékk bronsverðlaun fyrir stökk upp á 1,93 metra.Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir, UFA, sigraði í stangarstökki kvenna, en hún lyfti sér yfir 3,42 metra. ÍR-ingurinn Auður María Óskarsdóttir gerði slíkt hið sama en Rakel féll gullið þar sem hún fór yfir í fyrstu tilraun. Bronsverðlaunin féllu Bogey Ragnheiði Leósdóttir, ÍR, í skaut, en hún lyfti sér yfir 3,32 metra. Keppni heldur áfram á morgun. Upplýsingar um sigurvegara eru fengnar frá FRÍ og upplýsingar um mótsmet frá mbl.is/sport. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Öruggur sigur Hilmars Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum. 12. júlí 2014 14:41 Tvöfaldur sigur Hafdísar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli. 12. júlí 2014 15:18 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Keppni er lokið á fyrri degi 88. Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram á Kaplakrikavelli um helgina. Það er óhætt að segja að Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hafi verið kona dagsins. Eins og greint var frá fyrr í dag vann hún til gullverðlauna í langstökki og 100m hlaupi og Hafdís bætti svo tveimur gullverðlaunum við með því að sigra í 400m hlaupi, auk þess sem hún var hluti af sigurliði UFA í 4x100m boðhlaupi. Hafdís hljóp 400 metrana á 54,16 sekúndum og setti þar með mótsmet, en hin 14 ára Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, kom næst í mark á 56,87 sekúndum. Steinunn Erla Davíðsdóttir, UFA, hafnaði í 3. sæti á tímanum 57,98 sekúndum. Sveit UFA í 4x100m boðhlaupi kom í mark á 48,42 sekúndum, en A sveit ÍR (48,76) og Sveit FH (49,89) komu næstar. Sveit ÍR varð hlutskörpust í 4x100m boðhlaupi karla, en hún setti mótsmet með því að koma í mark 42,47 sekúndum. Sveitir UMSS og UFA komu næstar á tímunum 43,38 og 44,56 sekúndum.Aníta Hinriksdóttir vann öruggan sigur í 1500m hlaupi kvenna.Vísir/DaníelÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir sigraði í 1500m hlaupi á tímanum 4:27,93 mínútum. María Birkisdóttir, USÚ, kom næst í mark á 4:53,89 mínutum og Guðlaug Edda Hannesdóttir, Fjölnir, hafnaði í þriðja sæti á tímanum 4:54,87. ÍR-ingar röðuðu sér í þrjú efstu sætin í 1500m hlaupi karla. Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark á 3:55,94 mínútum, en þeir Sæmundur Ólafsson (4:06,20) og Daníel Freyr Garðarsson (4:06,73) komu næstir.Ásdís Hjálmsdóttir kastaði 55,51 metra í dag.Vísir/AFPÁsdís Hjálmsdóttir, Ármanni, vann öruggan sigur í spjótkasti kvenna, en hún kastaði spjótinu lengst 55,51 metra. Ásdís á Íslandsmetið í greinni sem hún setti á Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum, en þá kastaði hún spjótinu 62,77 metra. FH-ingurinn Thea Imani Sturludóttir hafnaði í öðru sæti (41,74) og Ásgerður Jana Ágústsdóttir, UFA, í því þriðja (37,63). Blikinn Sindri Hrafn Guðmundsson hafði sigur í karlaflokki, en hann kastaði spjótinu 77,28 metra. Með kastinu setti Sindri tvöfalt aldursflokkamet, bæði í flokki 18-19 ára og 20-22 ára.Guðmundur Sverrisson, ÍR, hafnaði í öðru sæti með kasti upp á 76,47 metra og Guðmundur Hólmar Jónsson, Ármanni, í því þriðja, en hann kastaði spjótinu 68,58 metra. ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson bar sigur úr býtum í 400m hlaupi karla, en hann kom í mark á 49,33 sekúndum, rúmri sekúndu á undan Kristni Þór Kristinssyni (50,48) úr HSK/Umf. Selfossi. Daníel Þórarinsson kom þriðji í mark á 50,51 sekúndum.Kristinn Torfason vann sigur í langstökki karla.Í langstökki karla sigraði Kristinn Torfason, FH, en hann stökk 7,23 metra. ÍR-ingarnir Einar Daði Lárusson (6,91m) og Juan Ramón Borges Bosque (6,67m) röðuðu sér í næstu sæti.Hermann Þór Haraldsson, FH, og Einar Daði Lárusson, ÍR, deildu gullverðlaununum í hástökki karla, en þeir stukku báðir 1,96 metra. Styrmir Dan Steingrímsson, HSK/Umf. Selfossi, fékk bronsverðlaun fyrir stökk upp á 1,93 metra.Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir, UFA, sigraði í stangarstökki kvenna, en hún lyfti sér yfir 3,42 metra. ÍR-ingurinn Auður María Óskarsdóttir gerði slíkt hið sama en Rakel féll gullið þar sem hún fór yfir í fyrstu tilraun. Bronsverðlaunin féllu Bogey Ragnheiði Leósdóttir, ÍR, í skaut, en hún lyfti sér yfir 3,32 metra. Keppni heldur áfram á morgun. Upplýsingar um sigurvegara eru fengnar frá FRÍ og upplýsingar um mótsmet frá mbl.is/sport.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Öruggur sigur Hilmars Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum. 12. júlí 2014 14:41 Tvöfaldur sigur Hafdísar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli. 12. júlí 2014 15:18 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Öruggur sigur Hilmars Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum. 12. júlí 2014 14:41
Tvöfaldur sigur Hafdísar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli. 12. júlí 2014 15:18