Varð þýskur meistari á gervifótum frá Össuri | Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2014 12:41 Rehm stekkur til sigurs í gær. Vísir/Getty Langstökkvarinn Marcus Rehm varð þýskur meistari í greininni um helgina þegar hann stökk 8,24 m. Rehm missti hægri fótinn fyrir neðan hné þegar hann var ellefu ára gamall og hefur verið fremsti langstökkvari heims í sínum fötlunarflokki undanfarin ár. Rehm er 25 ára og notar gervifætur frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri í keppni. Um helgina keppti hann með ófötluðum á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum og varð meistari er hann stökk 8,24 m. Um leið stórbætti hann eigið heimsmet í fötlunarflokki F44 en náði einnig lágmarki fyrir EM í Zürich síðar í sumar. Nú á eftir að koma í ljós hvort að Frjálsíþróttasamband Evrópu gefi honum keppnisleyfi.Vísir/Getty Fordæmi eru fyrir því en Oscar Pistorius frá Suður-Afríku varð árið 2011 fyrstur fatlaðra íþróttamanna til að vinna verðlaun á HM ófatlaðra er hann vann brons með sveit Suður-Afríku í 4x400 boðhlaupi karla. Pistorius var svo á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Pistorius notaðist sem kunnugt er einnig við gervifætur frá Össuri í sínum keppnum. Þó er deilt um hvort að gervigóturinn sem Rehm notar gefi honum forskot fram yfir aðra keppendur í langstökki. „Gervifóturinn er fimmtán sentímetrum lengri en hinn fótleggurinn hans. Ég er með jafnlanga fætur,“ sagði Sebastian Bayer, ríkjandi Evrópumeistari í greininni, en hann varð fimmti í gær.Vísir/Getty Sjálfur vill Rehm fá þessi mál á hreint. „Ég skil vel að þetta sé rætt. Ég vil sjálfur fá niðurstöðu, bæði mín vegna og fyrir aðra íþróttamenn.“ „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ég hafi ekki forskot fram yfir aðra. En það er gríðarlega mikilvægt að þessi mál verði skýrð. Sanngirni í íþróttum er mér mikilvægara en allt annað.“Vísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Langstökkvarinn Marcus Rehm varð þýskur meistari í greininni um helgina þegar hann stökk 8,24 m. Rehm missti hægri fótinn fyrir neðan hné þegar hann var ellefu ára gamall og hefur verið fremsti langstökkvari heims í sínum fötlunarflokki undanfarin ár. Rehm er 25 ára og notar gervifætur frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri í keppni. Um helgina keppti hann með ófötluðum á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum og varð meistari er hann stökk 8,24 m. Um leið stórbætti hann eigið heimsmet í fötlunarflokki F44 en náði einnig lágmarki fyrir EM í Zürich síðar í sumar. Nú á eftir að koma í ljós hvort að Frjálsíþróttasamband Evrópu gefi honum keppnisleyfi.Vísir/Getty Fordæmi eru fyrir því en Oscar Pistorius frá Suður-Afríku varð árið 2011 fyrstur fatlaðra íþróttamanna til að vinna verðlaun á HM ófatlaðra er hann vann brons með sveit Suður-Afríku í 4x400 boðhlaupi karla. Pistorius var svo á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Pistorius notaðist sem kunnugt er einnig við gervifætur frá Össuri í sínum keppnum. Þó er deilt um hvort að gervigóturinn sem Rehm notar gefi honum forskot fram yfir aðra keppendur í langstökki. „Gervifóturinn er fimmtán sentímetrum lengri en hinn fótleggurinn hans. Ég er með jafnlanga fætur,“ sagði Sebastian Bayer, ríkjandi Evrópumeistari í greininni, en hann varð fimmti í gær.Vísir/Getty Sjálfur vill Rehm fá þessi mál á hreint. „Ég skil vel að þetta sé rætt. Ég vil sjálfur fá niðurstöðu, bæði mín vegna og fyrir aðra íþróttamenn.“ „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ég hafi ekki forskot fram yfir aðra. En það er gríðarlega mikilvægt að þessi mál verði skýrð. Sanngirni í íþróttum er mér mikilvægara en allt annað.“Vísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira