Fótbolti

Inter vann Real Madrid í vítaspyrnukeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale fagnar marki sínu í nótt.
Bale fagnar marki sínu í nótt. Vísir/AP
Real Madrid og Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli í seinni leik A-riðilsins á In­ternati­onal Champ­i­ons Cup og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Inter bar sigur úr býtum. Í hinum leik vann Manchester United Roma, 3-2.



Gareth Bale kom Madríd-ingum yfir eftir tíu mínútna leik með frábæru skoti. Gestirnir jöfnuðu hins vegar metin úr vítaspyrnu og þar var að verki Mauro Icardi. Þannig urðu lokatölur. Ekki er hægt að gera jafntefli á mótinu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar sigruðu Inter 3-2 og tryggðu sér sigur í leiknum.



Manchester United er á toppnum með þrjú stig, Real Madrid og Inter eitt og Roma á botninum með núll stig eftir fyrstu umferðina. Inter mætir United í næstu umferð og Roma mætir Real Madrid, en þessir leikir fara fram á þriðjudag.



Í kvöld er svo leikið í B-riðli mótsins, en þá leikur Manchester City og AC Milan annarsvegar og hinsvegar Liverpool og Olympiacos. Allir leikir mótsins verða í þráðbeinni á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×