Enski boltinn

United vann Roma í fjörugum leik

Vísir/afp
Manchester United vann Roma á In­ternati­onal Champ­i­ons Cup í Bandaríkjunum í kvöld, en United afgreiddi leikinn í fyrri hálfleik. Lokatölur urðu 3-2, en staðan var 3-0 í hálfleik. 

Wayne Rooney kom United yfir eftir 36. mínútna leik og Juan Mata tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar.

Rooney skoraði svo þriðja mark United rétt fyrir hálfleik úr vítaspyrnu, en Roma menn voru ekki hættir. Miralem Pjanic minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var eftir með mögnuðu marki frá miðju og Francesco Totti minnkaði muninn í eitt mark mínútu fyrir leikslok úr vítaspyrnu. 

Nær komust ítalska liðið ekki og vann því United fyrsta leik riðilsins. Real Madrid og Inter eru að spila í sama riðli í þessum töluðum orðum og er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. 

Byrjunarlið United í fyrri hálfleik: Johnstone; Jones, Evans, Blackett; Valencia, Cleverley (c), Herrera, James, Welbeck; Mata, Rooney

Byrjunarlið United í síðari hálfleik: Amos; M Keane, Smalling, Blackett; Young, Cleverley (c), Kagawa, Shaw; Nani, Lingard, W Keane




Fleiri fréttir

Sjá meira


×