Gunnar Páll: Hef ekki séð Anítu hlaupa svona áður Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2014 21:44 Aníta á sprettinum í dag. vísir/getty „Ég hef ekki upplifað að sjá Anítu hlaupa svona síðustu 200 metrana,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari AnítuHinriksdóttur, í samtali við Vísi, en Aníta komst í úrslit í 800 metra hlaupi á HM U19 í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta var skilin eftir í fyrri undanúrslitariðlinum á síðustu 100 metrunum, en hún kom í mark á tímanum 2:04,99 sem er tæpum fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hún komst samt sem áður í úrslit með sjötta besta tímann. „Aníta hefur alltaf klárað sín hlaup mjög vel þannig við verðum bara að líta á þetta sem slæman dag og byrja einbeita okkur að úrslitahlaupinu á morgun. Miðað við æfingar á hún að ráða vel við hraðann í hlaupi eins og í þessu, en það vantaði bara hjá henni að vera ákveðnari. Hún var ekki að rúlla nógu vel fyrir endasprettinn,“ segir Gunnar Páll, en honum fannst hlaupadrottningin unga einnig vera að hugsa alltof mikið um hvað hinar stúlkurnar voru að gera. „Hún var of mikið að bíða eftir því að sjá hvað hinar gerðu og ekki að hlaupa sitt hlaup nógu vel. Aníta var komin út úr sínum stíl og notaði stór og hæg skref. Það vantaði þessa keyrslu sem hún er vanalega með. Hún verður að einbeita sér að sínu hlaupi.“ Fyrir leikmanninn virkaði eins og Aníta væri algjörlega búin á síðustu 100 metrunum, en svo var ekki. Hlaupið var í raun mjög hægt í rigningunni í Eugene, en Aníta skilur víst ekki hvað fór úrskeiðis. „Hún hefur sjaldan verið eins lítið þreytt og eftir hlaupið í dag. Hún veit ekki sjálf hvað gerðist, en hún var alls ekki búinn þegar hún kom í mark og sprakk ekki þó það virkaði eflaust þannig. Það á samt ekkert að gerast á þessum hraða. Aníta leikur sér að þessum hraða á æfingum,“ segir Gunnar Páll sem er með henni í Eugene, en nú fara þau að hugsa um úrslitahlaupið á morgun. „Það var eitthvað þess valdandi í dag að hún missti fókus, en auðvitað veit ég að hún er í fínu formi. Þessir tímar í fyrstu tveimur hlaupunum eru samt með því slakasta sem hún hefur hlaupið. Líkamlega er hún samt í toppstandi þannig nú verðum við bara að ná henni saman andlega fyrir úrslitahlaupið og fá hana til að trúa að hún geti unnið til verðlauna á morgun. Í úrslitum getur allt gerst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta komst í úrslit á HM Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupið. 23. júlí 2014 20:12 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
„Ég hef ekki upplifað að sjá Anítu hlaupa svona síðustu 200 metrana,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari AnítuHinriksdóttur, í samtali við Vísi, en Aníta komst í úrslit í 800 metra hlaupi á HM U19 í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta var skilin eftir í fyrri undanúrslitariðlinum á síðustu 100 metrunum, en hún kom í mark á tímanum 2:04,99 sem er tæpum fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hún komst samt sem áður í úrslit með sjötta besta tímann. „Aníta hefur alltaf klárað sín hlaup mjög vel þannig við verðum bara að líta á þetta sem slæman dag og byrja einbeita okkur að úrslitahlaupinu á morgun. Miðað við æfingar á hún að ráða vel við hraðann í hlaupi eins og í þessu, en það vantaði bara hjá henni að vera ákveðnari. Hún var ekki að rúlla nógu vel fyrir endasprettinn,“ segir Gunnar Páll, en honum fannst hlaupadrottningin unga einnig vera að hugsa alltof mikið um hvað hinar stúlkurnar voru að gera. „Hún var of mikið að bíða eftir því að sjá hvað hinar gerðu og ekki að hlaupa sitt hlaup nógu vel. Aníta var komin út úr sínum stíl og notaði stór og hæg skref. Það vantaði þessa keyrslu sem hún er vanalega með. Hún verður að einbeita sér að sínu hlaupi.“ Fyrir leikmanninn virkaði eins og Aníta væri algjörlega búin á síðustu 100 metrunum, en svo var ekki. Hlaupið var í raun mjög hægt í rigningunni í Eugene, en Aníta skilur víst ekki hvað fór úrskeiðis. „Hún hefur sjaldan verið eins lítið þreytt og eftir hlaupið í dag. Hún veit ekki sjálf hvað gerðist, en hún var alls ekki búinn þegar hún kom í mark og sprakk ekki þó það virkaði eflaust þannig. Það á samt ekkert að gerast á þessum hraða. Aníta leikur sér að þessum hraða á æfingum,“ segir Gunnar Páll sem er með henni í Eugene, en nú fara þau að hugsa um úrslitahlaupið á morgun. „Það var eitthvað þess valdandi í dag að hún missti fókus, en auðvitað veit ég að hún er í fínu formi. Þessir tímar í fyrstu tveimur hlaupunum eru samt með því slakasta sem hún hefur hlaupið. Líkamlega er hún samt í toppstandi þannig nú verðum við bara að ná henni saman andlega fyrir úrslitahlaupið og fá hana til að trúa að hún geti unnið til verðlauna á morgun. Í úrslitum getur allt gerst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta komst í úrslit á HM Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupið. 23. júlí 2014 20:12 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira