Ekki í mínu nafni Hlédís Sveinsdóttir skrifar 4. ágúst 2014 17:15 Ég man ekki hvar ég heyrði fyrst um Helförina. En ég man hvernig mér leið og hvaða spurningar vöknuðu. Af hverju gerði enginn neitt? Hvernig getur þjóðarmorð viðgengist í svona langan tíma án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við? Ég man einnig eftir samtali milli mín og afa míns heitins um Helförina. Það eru ótal spurningar sem vakna þegar stálpað barn reynir að skilja óskiljanlega hegðun. Um leið og ég þakkaði fyrir að hafa ekki fæðst á þessum tíma fann ég til skammar og spurði afa af hverju hann og hans kynslóð hefðu ekki gert neitt. Þau voru jú á besta aldri þegar þessu ósköp gengu yfir. Ég man líka eftir þunganum sem færðist yfir rödd hans þegar hann sagði mér að þau hefði ekki vitað fyrr en síðar hversu mikil viðbjóður átti sér stað. Ég hafði samúð með afa og hans kynslóð, hugsaði um hvað það hlyti að vera sárt að vita til þess að eitthvað jafn viðurstyggilegt og Helförin hefði átt sér stað á sama tíma og þau lifðu. Þökk sé Internetinu vitum við, ólíkt fyrri kynslóðum, nákvæmlega hvað er í gangi í Palestínu í dag. Við vitum tölu látinna beggja megin, aldur og áhugamál barna sem aflífuð eru á okkar tíma. Núna. Myndir berast okkur samdægurs af sundurtættum barnslíkömum. Samt situr alþjóðasamfélagið hljótt hjá. Kurteislegt bréf til yfirvalda í Ísrael er góð byrjun en þarf að fylgja eftir af hörku. Það er Helför í gangi í dag, núna. Ég líki þessu saman við jafn skelfilegan atburð og Helförina vegna þess að í mínum huga eru þetta ekki deilur og ekki stríð. Í deilum og stríði takast tveir eða fleiri á með tiltölulega jöfnum styrk. Í þjóðarmorði eru eittþúsund sjöhundruð og sextán Palestínumenn, að stórum hluta börn, drepin með köldu blóði á móti sextíu og þremur Ísraelum. Allt eru þetta jafn verðmæt líf, þó öðru megin séu það þjálfaðir hermenn sem falla (utan þriggja) en óbreyttir borgarar og börn að stórum hluta hinum megin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsher fer í þjóðarhreinsun á Palestínumönnum, og ekki það síðasta ef alþjóðasamfélagið vaknar ekki og þvingar Ísrael til að virða alþjóðalög. Við ráðum því ekki á hvaða tíma við lifum, og bara að hluta til getum við stjórnað í hverju við lendum. En við ráðum því alltaf hvernig við bregðumst við. Það langar engan að verða vitni að morði né bera vitni í morðmáli. Það segir sig sjálft að gerandinn gæti verið okkur hættulegur. En ef þú á annað borð ert vitni, stendur valið annarsvegar um að vera heigullinn, taka ekki afstöðu og bera ekki vitni eða gera það sem rétt er, þótt það sé óþægilegt. Hvernig ætlum við að svara barnabörnum okkar? Jú, við vissum nákvæmlega hvaða hryllingur væri í gangi og jú, við reyndum allt sem við gátum. Hvað? Við sendum kurteist bréf. Aðgerðaleysi er afstaða. Það er í raun ákvörðun um að gera ekki neitt. Það er óttinn við að bera vitni og verða fyrir óþægindum því gerandinn er valdamikill. Það er þá skjalfest hér með að það er ekki í mínu nafni. Ég vil að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Núna.Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.Hlédís Sveinsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég man ekki hvar ég heyrði fyrst um Helförina. En ég man hvernig mér leið og hvaða spurningar vöknuðu. Af hverju gerði enginn neitt? Hvernig getur þjóðarmorð viðgengist í svona langan tíma án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við? Ég man einnig eftir samtali milli mín og afa míns heitins um Helförina. Það eru ótal spurningar sem vakna þegar stálpað barn reynir að skilja óskiljanlega hegðun. Um leið og ég þakkaði fyrir að hafa ekki fæðst á þessum tíma fann ég til skammar og spurði afa af hverju hann og hans kynslóð hefðu ekki gert neitt. Þau voru jú á besta aldri þegar þessu ósköp gengu yfir. Ég man líka eftir þunganum sem færðist yfir rödd hans þegar hann sagði mér að þau hefði ekki vitað fyrr en síðar hversu mikil viðbjóður átti sér stað. Ég hafði samúð með afa og hans kynslóð, hugsaði um hvað það hlyti að vera sárt að vita til þess að eitthvað jafn viðurstyggilegt og Helförin hefði átt sér stað á sama tíma og þau lifðu. Þökk sé Internetinu vitum við, ólíkt fyrri kynslóðum, nákvæmlega hvað er í gangi í Palestínu í dag. Við vitum tölu látinna beggja megin, aldur og áhugamál barna sem aflífuð eru á okkar tíma. Núna. Myndir berast okkur samdægurs af sundurtættum barnslíkömum. Samt situr alþjóðasamfélagið hljótt hjá. Kurteislegt bréf til yfirvalda í Ísrael er góð byrjun en þarf að fylgja eftir af hörku. Það er Helför í gangi í dag, núna. Ég líki þessu saman við jafn skelfilegan atburð og Helförina vegna þess að í mínum huga eru þetta ekki deilur og ekki stríð. Í deilum og stríði takast tveir eða fleiri á með tiltölulega jöfnum styrk. Í þjóðarmorði eru eittþúsund sjöhundruð og sextán Palestínumenn, að stórum hluta börn, drepin með köldu blóði á móti sextíu og þremur Ísraelum. Allt eru þetta jafn verðmæt líf, þó öðru megin séu það þjálfaðir hermenn sem falla (utan þriggja) en óbreyttir borgarar og börn að stórum hluta hinum megin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsher fer í þjóðarhreinsun á Palestínumönnum, og ekki það síðasta ef alþjóðasamfélagið vaknar ekki og þvingar Ísrael til að virða alþjóðalög. Við ráðum því ekki á hvaða tíma við lifum, og bara að hluta til getum við stjórnað í hverju við lendum. En við ráðum því alltaf hvernig við bregðumst við. Það langar engan að verða vitni að morði né bera vitni í morðmáli. Það segir sig sjálft að gerandinn gæti verið okkur hættulegur. En ef þú á annað borð ert vitni, stendur valið annarsvegar um að vera heigullinn, taka ekki afstöðu og bera ekki vitni eða gera það sem rétt er, þótt það sé óþægilegt. Hvernig ætlum við að svara barnabörnum okkar? Jú, við vissum nákvæmlega hvaða hryllingur væri í gangi og jú, við reyndum allt sem við gátum. Hvað? Við sendum kurteist bréf. Aðgerðaleysi er afstaða. Það er í raun ákvörðun um að gera ekki neitt. Það er óttinn við að bera vitni og verða fyrir óþægindum því gerandinn er valdamikill. Það er þá skjalfest hér með að það er ekki í mínu nafni. Ég vil að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Núna.Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.Hlédís Sveinsdóttir.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun