Fótbolti

Buffon líkir Allegri við Ancelotti

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Buffon lætur í sér heyra
Buffon lætur í sér heyra vísir/getty
Gianluigi Buffon markvörður og fyrirliði ítalska stórliðsins Juventus segir að Massimiliano Allegri nýráðinn þjálfari liðsins minni sig að mörgu leyti á Carlo Ancelotti fyrrum þjálfara liðsins og núverandi þjálfara Real Madrid.

Hinn 46 ára gamli Allegri tók við af Antonio Conte sem hætti óvænt með liðið í sumar. Buffon er hrifinn af því hvernig nýi þjálfarinn er við leikmenn.

„Alir hafa sinn eigin stíl,“ sagði Buffon við La Stampa. „Það er engin uppskrift að árangri til. Annars væri einhver með einkaleyfi á henni.

„Það er liðþjálfinn eins og Louis van Gaal og svo er einhver eins og Carlo Ancelotti sem leita eftir nánum tengslum og báðir vita þeir hvernig á að ná árangri.

„Hvort líkar mér betur? Ég kann vel að meta báðar aðferðir vegna þess að mér var kennt að virða þá sem stjórna.

„Það er leikmanna að átta sig á því hvernig sé best að koma fram við þjálfarann til á ná sínum besta árangri. Ancelotti segir að þjálfarinn þurfi að vera einn af hópnum, ekki fyrir ofan  hann. Allegri er eins og það er eiginleiki sem ég kann að meta,“ sagði Buffon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×