Sport

Öll þrjú köst Guðmundar ógild í Zurich

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðmundur í spjótkastinu í dag.
Guðmundur í spjótkastinu í dag. Vísir/Getty
Guðmundur Sverrisson endaði í neðsta sæti með Svíanum Kim Amb í B-riðli undankeppninnar í spjótkasti á EM í Zurich í dag.

Öll þrjú köst Guðmunds voru ógild og kemst hann því ekki í úrslitin. Guðmundur virtist ná fínu kasti í annarri tilraun en missti jafnvægið á síðustu stundu, setti hendurnar fram fyrir línuna og var kastið dæmt ógilt.

Kasta þurfti 81,00 metra eða lengra til þess að komast í úrslitin og fékk hver keppandi þrjú köst hver í undankeppninni. Besta kast Guðmundar er 80,66 metrar en því náði hann á Meistaramóti Íslands á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Bein útsending frá EM: Aníta varð í 11. sæti í 800 metra hlaupi

22. Evrópumótið í frjálsum íþróttum er í fullum gangi og það er hægt að fylgjast með mótinu í beinni á netinu í gegnum heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins. Aníta Hinriksdóttir hefur lokið keppni og endaði í 11. sæti í 800 metra hlaupi kvenna.

Hafdís jafnaði sinn besta árangur

Hafdís Sigurðardóttir hafnaði í 6. sæti í undanrásum í 200m hlaupi á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich, Sviss.

Aníta keppir í undanúrslitum klukkan 16.38

Aníta Hinriksdóttir keppir í dag í undanúrslitum á Evrópumeistaramótinu í frjálsum í Zürich í Sviss en hún tryggði sér sætið með flottu hlaupi í gær þar sem hún náði sínum besta tíma á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×