Bakteríur fundust í tveimur réttum á Dalvík Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2014 14:18 Frá Fiskideginum Vísir/Auðunn Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra fann tvenns konar frávik í matvælum við rannsókn á matareitrun sem gestir Fiskidaga á Dalvík fengu fyrir helgi. Annars vegar fundust grómyndandi bakteríur, sem að geta framleitt hitaþolið eiturefni. Hins vegar stafýlókokkar sem einnig geta framleitt hitaþolið eitur. „Þetta eru þannig niðurstöður að við teljum nokkuð ljóst að þessi frávik hafi valdið þessum einkennum hjá því fólki sem borðaði matinn,“ segir Alfred Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Um þrjátíu manns leituðu á heilsugæslu vegna sýkingar. Alfred segir að almennt séð tengist grómyndandi bakteríur því þegar kæling matvæla er ekki nægilega ör, þ.e. að þau kælist ekki nægilega hratt. Hins vegar tengist stafýlókokkar bakteríu sem geti verið á húð og í hálsi og geti borist í matvæli með til dæmis snertingu, hnerra og hósta og fjölgi sér, sé hitastigið of hátt. „Við sjáum það úr þessum niðurstöðum að kælikeðjan hefur brugðist og þess utan hafi eitthvað farið úrskeiðis varðandi meðhöndlun matvælanna.“ Hann segir aðalmálið vera að kælingin sé snögg eftir hitameðferð. Ef verið sé að breyta heitum mat í kaldan gerist það hratt og ákveðið. Þá haldist matvælin köld þar til þeirra er neytt eða þá matvælunum sé haldið yfir 60 gráðum svo bakteríur geti ekki fjölgað sér. „Við þykjumst sjá að tvennt hafi farið úrskeiðis. Annars vegar að kælingin hafi ekki verið nægjanlega ör og samfelld. Hins vegar hafi einhverskonar mengun borist frá fólki sem vann með matvælin.“ Alfred segir um tvær algengustu ástæður fyrir matareitrunum og sýkingum að ræða. Um var að ræða einstakt tilvik þar sem búið var að leigja eldhús Grunnskólans á Dalvík. Þar var matreiddur tælenskur matur fyrir gesti á Dalvík þar sem fjölmennt var um liðna helgi þegar Fiskidagurinn mikli fór fram. Ekki er um að ræða rekstur veitingahúss. Framleiðsla og sala matarins var stöðvuð á staðnum eftir að ábendingar bárust um veikindi. „Aðalatriðið er að draga lærdóm af þessu. Að allir sem séu að hugsa á þessum nótum hafi öflug kæliúrræði í huga þegar efnt skal til stórveislu. Einnig allt sem lýtur að verklagi og þrifum varðandi matreiðslu,“ segir Alfred.Uppfært klukkan 15:40 Í fréttinni stóð áður að bakteríur hefðu fundist í tveimur réttum á Fiskideginum mikla sem fram fór laugardaginn 9. ágúst. Hið rétta er að bakteríur fundust í réttum sem eldaðir voru fyrir Fiskidagsgesti á miðvikudeginum, þ.e. í aðdraganda Fiskidagsins mikla. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tengdar fréttir Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06 Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18 Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00 Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra fann tvenns konar frávik í matvælum við rannsókn á matareitrun sem gestir Fiskidaga á Dalvík fengu fyrir helgi. Annars vegar fundust grómyndandi bakteríur, sem að geta framleitt hitaþolið eiturefni. Hins vegar stafýlókokkar sem einnig geta framleitt hitaþolið eitur. „Þetta eru þannig niðurstöður að við teljum nokkuð ljóst að þessi frávik hafi valdið þessum einkennum hjá því fólki sem borðaði matinn,“ segir Alfred Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Um þrjátíu manns leituðu á heilsugæslu vegna sýkingar. Alfred segir að almennt séð tengist grómyndandi bakteríur því þegar kæling matvæla er ekki nægilega ör, þ.e. að þau kælist ekki nægilega hratt. Hins vegar tengist stafýlókokkar bakteríu sem geti verið á húð og í hálsi og geti borist í matvæli með til dæmis snertingu, hnerra og hósta og fjölgi sér, sé hitastigið of hátt. „Við sjáum það úr þessum niðurstöðum að kælikeðjan hefur brugðist og þess utan hafi eitthvað farið úrskeiðis varðandi meðhöndlun matvælanna.“ Hann segir aðalmálið vera að kælingin sé snögg eftir hitameðferð. Ef verið sé að breyta heitum mat í kaldan gerist það hratt og ákveðið. Þá haldist matvælin köld þar til þeirra er neytt eða þá matvælunum sé haldið yfir 60 gráðum svo bakteríur geti ekki fjölgað sér. „Við þykjumst sjá að tvennt hafi farið úrskeiðis. Annars vegar að kælingin hafi ekki verið nægjanlega ör og samfelld. Hins vegar hafi einhverskonar mengun borist frá fólki sem vann með matvælin.“ Alfred segir um tvær algengustu ástæður fyrir matareitrunum og sýkingum að ræða. Um var að ræða einstakt tilvik þar sem búið var að leigja eldhús Grunnskólans á Dalvík. Þar var matreiddur tælenskur matur fyrir gesti á Dalvík þar sem fjölmennt var um liðna helgi þegar Fiskidagurinn mikli fór fram. Ekki er um að ræða rekstur veitingahúss. Framleiðsla og sala matarins var stöðvuð á staðnum eftir að ábendingar bárust um veikindi. „Aðalatriðið er að draga lærdóm af þessu. Að allir sem séu að hugsa á þessum nótum hafi öflug kæliúrræði í huga þegar efnt skal til stórveislu. Einnig allt sem lýtur að verklagi og þrifum varðandi matreiðslu,“ segir Alfred.Uppfært klukkan 15:40 Í fréttinni stóð áður að bakteríur hefðu fundist í tveimur réttum á Fiskideginum mikla sem fram fór laugardaginn 9. ágúst. Hið rétta er að bakteríur fundust í réttum sem eldaðir voru fyrir Fiskidagsgesti á miðvikudeginum, þ.e. í aðdraganda Fiskidagsins mikla.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tengdar fréttir Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06 Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18 Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00 Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06
Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18
Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00
Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30