Enski boltinn

Umboðsmenn Torres í viðræðum við AC Milan

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Torres hefur ekki fundið sig í bláu.
Torres hefur ekki fundið sig í bláu. Vísir/Getty
Umboðsmenn Fernando Torres funduðu í hádeginu í dag með forráðamönnum AC Milan en talið er að Chelsea sé loksins tilbúið að leyfa spænska framherjanum að fara.

AC Milan leitar þessa dagana að nýjum framherja eftir að hafa selt Mario Balotelli til Liverpool á 16 milljónir punda á dögunum.

Samkvæmt enskum miðlum vonast forráðamenn AC Milan til þess að fá Torres á láni frá Chelsea en þeir hafa tvisvar áður fengið framherja á láni frá Chelsea. Í fyrra skiptið Hernan Crespo og í það seinna Andriy Shevchenko.

„Þetta gekk vel, það er raunverulegur möguleiki á því að Torres leiki með AC Milan á næsta tímabili. Við munum skoða þetta tilboð á næstu dögum,“ sögðu umboðsmenn hans við ítalska miðla í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×