Fótbolti

Roma búið að finna eftirmann Benatia

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manolas í baráttunni við Victor Ibarbo, leikmann Kólumbíu, á HM í sumar.
Manolas í baráttunni við Victor Ibarbo, leikmann Kólumbíu, á HM í sumar. Vísir/Getty
Roma, sem lenti í öðru sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur fest kaup á gríska miðverðinum Kostas Manolas, frá Olympiakos.

Roma greiðir 13 milljónir evra fyrir Manolas sem var sterklega orðaður við Arsenal fyrr í sumar. Honum er ætlað að fylla skarð Mehdi Benatia sem var seldur til Þýskalandsmeistara Bayern München í gær.

Manolas, sem er 23 ára, gekk í raðir Olympiakos frá AEK Aþenu árið 2012. Hann varð grískur meistari í tvígang með Olympiakos. Manolas hefur leikið 13 leiki fyrir gríska landsliðið, en hann lék alla leiki liðsins á HM í sumar.

Roma mætir Fiorentina á föstudaginn í fyrsta leik sínum í Serie A á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Benatia genginn til liðs við Bayern Munchen

Bayern Munchen gekk í dag frá kaupunum á marokkóska varnarmanninum Mehdi Benatia frá Roma en honum er ætlað að fylla skarð Javi Martinez sem sleit krossbönd á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×