Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. september 2014 16:14 Ekki er hægt að fara í frekari niðurskurð með góðu móti og mun því ríkisstjórnin bregða á það ráð að selja eignir til að bæta stöðu ríkissjóðs. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kynningu á fjárlögum fyrir árið 2015 í morgun. Bjarni nefnir sérstaklega hlut ríkisins í Landsbankanum í því samhengi. Í gögnum frá fjármálaráðuneytinu, sem kynnt voru samhliða fjárlagafrumvarpinu í dag, kemur fram að nauðsynlegt sé að „hefja tiltekt á efnahagsreikningi ríkissjóðs með eignasölu og lækkun á skuldum.“ Þar segir einnig: „Að óbreyttu tæki áratugi að greiða niður þær skuldir sem ríkissjóður stendur frammi fyrir og á sama tíma kæmi vaxtabyrðin í veg fyrir framlög til mikilvægra málaflokka. Stefnt er að sölu á 30% eingarhlut í Landsbankanum á árunum 2015 og 2016 og verður andvirðið nýtt til að greiða niður lán sem tekin voru til að endurfjármagna fjármálastofnanir í kjölfar bankahrunsins.“ Gert er ráð fyrir lítlsháttar rekstarafgangi á ríkissjóði fyrir árin 2015 og 2016 en að hann muni svo aukast næstu árin þar á eftir. Í máli fjármálaráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpinu kom fram að „meginvandi ríkissjóðs er gríðarlegar skuldir og verulega íþyngjandi vaxtajöfnuður.“ Af orðum Bjarna á kynningu fjárlaganna mátti merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus.Háð því að rétt verð fáist fyrir hlutinn Í samtali við Vísi segir Bjarni að þessar áætlanir ríkisstjórnarinnar, að selja hlutinn í Landsbankanum, séu háðar því að rétt verð fáist fyrir hlutinn. Þegar hann er spurður út í hvernig fyrirkomulagið á sölu hluts ríkisins í Landsbankanum verði háttað svarar hann svo: „Það sem kemur inn í þá mynd er að lög hafa gert ráð fyrir því að bankasýslan myndi renna sitt skeið á þessu ári. Það mun þurfa lagabreytingu til að undirbúa það með hvaða hætti eigi að standa að sölu þessara eignarhluta. Sú undirbúningsvinna stendur yfir en við erum ekki að gera ráð fyrir sölu á Landsbankanum fyrr en í fyrsta lagi á seinni hluta næsta árs og síðan á árinu 2016. Samtals um í kringum 30% hlut. En það er auðvitað forsenda þess að af þessari sölu geti orðið að réttar aðstæður hafi skapast og rétt verð fáist fyrir hlutinn.“Landsvirkjun ekki til umræðuEr raunhæft – og pólitísk samstaða um sölu á einhverjum öðrum eignarhlutum ríkisins?„Í fjárlögum er heimild til þess að selja hlut í öðrum fjármálafyrirtækjum. Um aðrar meiriháttar eignir ríkisins hefur mest lítið verið rætt. Þetta er nærtækasta dæmið (innsk: Landsbankinn) um eignir sem við getum selt til að greiða beint niður skuldir og í sjálfu sér verðmætasta eignin sem að við höfum í þeim tilgangi.“Er inni í myndinni að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun?„Hann er ekki til umræðu núna.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Framlög í Kvikmyndasjóð hækka Heildarframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rúmar 800 milljónir 9. september 2014 16:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Framlög til Sinfóníunnar hækka um 67 milljónir Heildarfjárveiting til Sinfóníunnar árið 2015 verður 1.000,2 milljónir króna. 9. september 2014 16:00 Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00 Útvarpsgjald lækkar á næsta ári Framlög til RÚV standa í stað. 9. september 2014 16:00 Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. 9. september 2014 16:00 Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30 Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð Framlög til Þjóðkirkjunnar hækka um rúmar 33 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs og nema tæpum 1.508 milljónum króna á fjárlögum ársins 2015. 9. september 2014 16:00 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Skorið niður hjá sérstökum saksóknara um 270 milljónir Stefnt að því að starfseminni ljúki á næsta ári. 9. september 2014 16:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ekki er hægt að fara í frekari niðurskurð með góðu móti og mun því ríkisstjórnin bregða á það ráð að selja eignir til að bæta stöðu ríkissjóðs. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kynningu á fjárlögum fyrir árið 2015 í morgun. Bjarni nefnir sérstaklega hlut ríkisins í Landsbankanum í því samhengi. Í gögnum frá fjármálaráðuneytinu, sem kynnt voru samhliða fjárlagafrumvarpinu í dag, kemur fram að nauðsynlegt sé að „hefja tiltekt á efnahagsreikningi ríkissjóðs með eignasölu og lækkun á skuldum.“ Þar segir einnig: „Að óbreyttu tæki áratugi að greiða niður þær skuldir sem ríkissjóður stendur frammi fyrir og á sama tíma kæmi vaxtabyrðin í veg fyrir framlög til mikilvægra málaflokka. Stefnt er að sölu á 30% eingarhlut í Landsbankanum á árunum 2015 og 2016 og verður andvirðið nýtt til að greiða niður lán sem tekin voru til að endurfjármagna fjármálastofnanir í kjölfar bankahrunsins.“ Gert er ráð fyrir lítlsháttar rekstarafgangi á ríkissjóði fyrir árin 2015 og 2016 en að hann muni svo aukast næstu árin þar á eftir. Í máli fjármálaráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpinu kom fram að „meginvandi ríkissjóðs er gríðarlegar skuldir og verulega íþyngjandi vaxtajöfnuður.“ Af orðum Bjarna á kynningu fjárlaganna mátti merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus.Háð því að rétt verð fáist fyrir hlutinn Í samtali við Vísi segir Bjarni að þessar áætlanir ríkisstjórnarinnar, að selja hlutinn í Landsbankanum, séu háðar því að rétt verð fáist fyrir hlutinn. Þegar hann er spurður út í hvernig fyrirkomulagið á sölu hluts ríkisins í Landsbankanum verði háttað svarar hann svo: „Það sem kemur inn í þá mynd er að lög hafa gert ráð fyrir því að bankasýslan myndi renna sitt skeið á þessu ári. Það mun þurfa lagabreytingu til að undirbúa það með hvaða hætti eigi að standa að sölu þessara eignarhluta. Sú undirbúningsvinna stendur yfir en við erum ekki að gera ráð fyrir sölu á Landsbankanum fyrr en í fyrsta lagi á seinni hluta næsta árs og síðan á árinu 2016. Samtals um í kringum 30% hlut. En það er auðvitað forsenda þess að af þessari sölu geti orðið að réttar aðstæður hafi skapast og rétt verð fáist fyrir hlutinn.“Landsvirkjun ekki til umræðuEr raunhæft – og pólitísk samstaða um sölu á einhverjum öðrum eignarhlutum ríkisins?„Í fjárlögum er heimild til þess að selja hlut í öðrum fjármálafyrirtækjum. Um aðrar meiriháttar eignir ríkisins hefur mest lítið verið rætt. Þetta er nærtækasta dæmið (innsk: Landsbankinn) um eignir sem við getum selt til að greiða beint niður skuldir og í sjálfu sér verðmætasta eignin sem að við höfum í þeim tilgangi.“Er inni í myndinni að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun?„Hann er ekki til umræðu núna.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Framlög í Kvikmyndasjóð hækka Heildarframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rúmar 800 milljónir 9. september 2014 16:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Framlög til Sinfóníunnar hækka um 67 milljónir Heildarfjárveiting til Sinfóníunnar árið 2015 verður 1.000,2 milljónir króna. 9. september 2014 16:00 Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00 Útvarpsgjald lækkar á næsta ári Framlög til RÚV standa í stað. 9. september 2014 16:00 Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. 9. september 2014 16:00 Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30 Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð Framlög til Þjóðkirkjunnar hækka um rúmar 33 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs og nema tæpum 1.508 milljónum króna á fjárlögum ársins 2015. 9. september 2014 16:00 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Skorið niður hjá sérstökum saksóknara um 270 milljónir Stefnt að því að starfseminni ljúki á næsta ári. 9. september 2014 16:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00
Framlög í Kvikmyndasjóð hækka Heildarframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rúmar 800 milljónir 9. september 2014 16:00
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Framlög til Sinfóníunnar hækka um 67 milljónir Heildarfjárveiting til Sinfóníunnar árið 2015 verður 1.000,2 milljónir króna. 9. september 2014 16:00
Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00
Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. 9. september 2014 16:00
Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30
Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð Framlög til Þjóðkirkjunnar hækka um rúmar 33 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs og nema tæpum 1.508 milljónum króna á fjárlögum ársins 2015. 9. september 2014 16:00
Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41
Skorið niður hjá sérstökum saksóknara um 270 milljónir Stefnt að því að starfseminni ljúki á næsta ári. 9. september 2014 16:00