Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 15:15 Hannes í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/AM Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, var hress þegar Vísir náði tali af honum fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudaginn kemur, en leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Frakklandi 2016. „Stemningin er virkilega fín. Við erum spenntir og hlökkum til að takast á við þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við fjölmiðla. „Við erum búnir að fara vel yfir Tyrkina og það eru nokkrir dagar í leiknin. Við munum fara ennþá betur fyrir þeirra leik og erum búnir að skoða slatta nú þegar," sagði Hannes og aðspurður hvort þeir væru "underdogs" svaraði Hannes: „Ja, ég myndi nú ekki segja að við séum "underdogs". Við vitum að við erum að fara spila á móti frábæru liði, en við erum meðvitaðir um okkar hæfilega."Heiður að spila fyrir þjóðina „Við erum að fá þá á okkar heimavöll og ef við ætlum að gera eitthverja hluti í þessum riðli þá getum við ekki litið á okkur sem litla liðið í þessum leikjum. Við þurfum að spila til sigurs og verðum að stefna á þrjú stig á þriðjudaginn." „Það er alltaf pressa. Maður finnur fyrir henni og það gekk vel í síðustu keppni. Við sjálfir og þeir sem koma að liðinu og fólkið í landinu gerir ákveðnar kröfur á okkur núna um árangur og við finnum fyrir því." Hanens segir að það sé alltaf mikill heiður að spila fyrir framan íslensku þjóðina og vonast eftir að sú stemning sem var í síðustu keppni haldi áfram. „Að spila fyrir þjóðina er gríðarlegur heiður og maður vill standa sig. Það er alltaf ákveðinn pressa, en það snýst svo um að núllstilla sig og hreinsa hugann og vera klár þegar flautan gellur." „Það var algjörlega stórkostleg stemning í kringum liðið í síðustu keppni þar sem völlurinn fylltist löngu fyrir leik. Það var ótrúleg að fá að upplifa það að vera í landsliðinu í svona meðbyr og að fá að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll."Hannes á æfingu landsliðsins.Vísir/DaníelHannes er uppalinn Leiknismaður og var á vellinum á fimmtudaginn þegar Leiknismenn tryggðu sér upp í Pepsi-deildina. Hann var stoltur af sínu uppeldisfélagi. „Það var geðveikt. Ég hef ekki getað komið á neinn leik í sumar, en þessi eini leikur sem ég gat mætt á þá gátu þeir einmitt tryggt sig upp." „Það var frábært að sjá þetta. Þetta er uppeldisfélagið og Leiknir var alltaf í annari eða þriðju deild þegar ég var gutti og að sjá þetta litla lið með þetta stóra hjarta fara upp í úrvalsdeild var gaman. Það er búið að vinna gott starf þarna og menn eru að uppskera." Staða Sandnes, lið Hannes í Noregi, er afar slæm. Liðið er með 14 stig í neðsta sæti deildarinnar og sjö stigum frá öruggu sæti. Hannes segir að framtíð sín sé óljós. „Það verður að koma í ljós. Menn eru núna að leggja allt undir að bjarga félaginu frá falli og það er númer eitt, tvö og þrjú. Síðan verða málin skoðuð þegar tímabilið er búið, en ég mun reyna spila fótbolta á sem hæsta stigi." „Ég mun gera það sem ég get til að spila á sem hæsta stigi, en fyrsta deildin í Noregi er ekkert sérstaklega álitlegur kostur. Núna einbeiti ég mér að því að bjarga liðinu frá falli og svo sjáum við hvað gerist í lok tímabils," sagði Hannes að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, var hress þegar Vísir náði tali af honum fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudaginn kemur, en leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Frakklandi 2016. „Stemningin er virkilega fín. Við erum spenntir og hlökkum til að takast á við þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við fjölmiðla. „Við erum búnir að fara vel yfir Tyrkina og það eru nokkrir dagar í leiknin. Við munum fara ennþá betur fyrir þeirra leik og erum búnir að skoða slatta nú þegar," sagði Hannes og aðspurður hvort þeir væru "underdogs" svaraði Hannes: „Ja, ég myndi nú ekki segja að við séum "underdogs". Við vitum að við erum að fara spila á móti frábæru liði, en við erum meðvitaðir um okkar hæfilega."Heiður að spila fyrir þjóðina „Við erum að fá þá á okkar heimavöll og ef við ætlum að gera eitthverja hluti í þessum riðli þá getum við ekki litið á okkur sem litla liðið í þessum leikjum. Við þurfum að spila til sigurs og verðum að stefna á þrjú stig á þriðjudaginn." „Það er alltaf pressa. Maður finnur fyrir henni og það gekk vel í síðustu keppni. Við sjálfir og þeir sem koma að liðinu og fólkið í landinu gerir ákveðnar kröfur á okkur núna um árangur og við finnum fyrir því." Hanens segir að það sé alltaf mikill heiður að spila fyrir framan íslensku þjóðina og vonast eftir að sú stemning sem var í síðustu keppni haldi áfram. „Að spila fyrir þjóðina er gríðarlegur heiður og maður vill standa sig. Það er alltaf ákveðinn pressa, en það snýst svo um að núllstilla sig og hreinsa hugann og vera klár þegar flautan gellur." „Það var algjörlega stórkostleg stemning í kringum liðið í síðustu keppni þar sem völlurinn fylltist löngu fyrir leik. Það var ótrúleg að fá að upplifa það að vera í landsliðinu í svona meðbyr og að fá að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll."Hannes á æfingu landsliðsins.Vísir/DaníelHannes er uppalinn Leiknismaður og var á vellinum á fimmtudaginn þegar Leiknismenn tryggðu sér upp í Pepsi-deildina. Hann var stoltur af sínu uppeldisfélagi. „Það var geðveikt. Ég hef ekki getað komið á neinn leik í sumar, en þessi eini leikur sem ég gat mætt á þá gátu þeir einmitt tryggt sig upp." „Það var frábært að sjá þetta. Þetta er uppeldisfélagið og Leiknir var alltaf í annari eða þriðju deild þegar ég var gutti og að sjá þetta litla lið með þetta stóra hjarta fara upp í úrvalsdeild var gaman. Það er búið að vinna gott starf þarna og menn eru að uppskera." Staða Sandnes, lið Hannes í Noregi, er afar slæm. Liðið er með 14 stig í neðsta sæti deildarinnar og sjö stigum frá öruggu sæti. Hannes segir að framtíð sín sé óljós. „Það verður að koma í ljós. Menn eru núna að leggja allt undir að bjarga félaginu frá falli og það er númer eitt, tvö og þrjú. Síðan verða málin skoðuð þegar tímabilið er búið, en ég mun reyna spila fótbolta á sem hæsta stigi." „Ég mun gera það sem ég get til að spila á sem hæsta stigi, en fyrsta deildin í Noregi er ekkert sérstaklega álitlegur kostur. Núna einbeiti ég mér að því að bjarga liðinu frá falli og svo sjáum við hvað gerist í lok tímabils," sagði Hannes að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira