Real skoraði átta gegn nýliðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. september 2014 00:01 Ronaldo fagnar þriðja marki sínu í dag. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo skoraði sína fyrstu þrennu á tímabilinu er Real Madrid fór illa með nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eftir fremur rólega byrjun náði Ronaldo að brjóta ísinn með frábæru skallamarki eftir sendingu Arbeloa á 29. mínútu. Við það opnuðust flóðgáttirnar en stuttu síðar skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodriguez sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á Spáni með stórglæsilegu skoti utan teigs. Ronaldo bætti við sínu öðru marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir skrautlegt úthlaup markvarðarins German Lux sem var heppinn að sleppa við rauða spjaldið eftir að hafa fellt Karim Benzema í aðdraganda marksins.Haris Medunjanin minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en ákvörðun Perez Montero, dómara, að dæma hendi á Sergio Ramos þótti strangur.Gareth Bale skoraði tvívegis gegn Deportivo.Vísir/GettyHeimamenn héldu áfram að ógna marki gestanna næstu mínúturnar en Gareth Bale gerði endanlega út um leikinn með laglegu marki á 66. mínútu eftir sendingu Marcelo. Hann bætti keimlíku marki við stuttu síðar, nú eftir sendingu Isco, og staðan orðin 5-1. Madrídingar héldu áfram að bæta við eftir þetta. Rodriguez færði sér mistök heimamanna í vörn í nyt og lagði boltann á Ronaldo sem skoraði örugglega sitt þriðja mark og sjötta mark Real Madrid. Varamaðurinn Touche skoraði annað mark Deportivo með laglegum skalla á 84. mínútu og minnkaði muninn í 6-2.James Rodriguez skoraði glæsilegt mark.Vísir/GettyJavier Hernandez, lánsmaður frá Manchester United, fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn og nýtti tækifærið einkar vel. Hann skoraði með báðum skotum sínum í leiknum og voru mörkin einkar lagleg. Real Madrid hefur því skorað þrettán mörk í síðustu tveimur leikjum og virðist komið á einkar gott skrið eftir slaka byrjun í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er nú komið með sex stig eftir fjórar umferðir og mjakast þar með upp töfluna. Deportivo er enn með fjögur stig og heimamenn vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst. Spænski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði sína fyrstu þrennu á tímabilinu er Real Madrid fór illa með nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eftir fremur rólega byrjun náði Ronaldo að brjóta ísinn með frábæru skallamarki eftir sendingu Arbeloa á 29. mínútu. Við það opnuðust flóðgáttirnar en stuttu síðar skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodriguez sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á Spáni með stórglæsilegu skoti utan teigs. Ronaldo bætti við sínu öðru marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir skrautlegt úthlaup markvarðarins German Lux sem var heppinn að sleppa við rauða spjaldið eftir að hafa fellt Karim Benzema í aðdraganda marksins.Haris Medunjanin minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en ákvörðun Perez Montero, dómara, að dæma hendi á Sergio Ramos þótti strangur.Gareth Bale skoraði tvívegis gegn Deportivo.Vísir/GettyHeimamenn héldu áfram að ógna marki gestanna næstu mínúturnar en Gareth Bale gerði endanlega út um leikinn með laglegu marki á 66. mínútu eftir sendingu Marcelo. Hann bætti keimlíku marki við stuttu síðar, nú eftir sendingu Isco, og staðan orðin 5-1. Madrídingar héldu áfram að bæta við eftir þetta. Rodriguez færði sér mistök heimamanna í vörn í nyt og lagði boltann á Ronaldo sem skoraði örugglega sitt þriðja mark og sjötta mark Real Madrid. Varamaðurinn Touche skoraði annað mark Deportivo með laglegum skalla á 84. mínútu og minnkaði muninn í 6-2.James Rodriguez skoraði glæsilegt mark.Vísir/GettyJavier Hernandez, lánsmaður frá Manchester United, fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn og nýtti tækifærið einkar vel. Hann skoraði með báðum skotum sínum í leiknum og voru mörkin einkar lagleg. Real Madrid hefur því skorað þrettán mörk í síðustu tveimur leikjum og virðist komið á einkar gott skrið eftir slaka byrjun í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er nú komið með sex stig eftir fjórar umferðir og mjakast þar með upp töfluna. Deportivo er enn með fjögur stig og heimamenn vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst.
Spænski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn