Oft eru erfiðustu og réttu hlutirnir þeir sömu Arndís Halla Jóhannesdóttir skrifar 27. september 2014 15:10 Hverjir eru það sem nota heilbrigðiskerfið á Íslandi? Ég held mér sé óhætt að segja að það séu allir Íslendingar á einn eða annan hátt einhvern tíman á lífsleiðinni. Ég er ein af þeim sem hef þurft að nota það mikið, miklu meira en mig langar til, ég er í krabbameinsmeðferð einmitt núna. Ég greindist með brjóstakrabbamein árið 2012, þá 36 ára gömul, þá var ég ásamt fjölskyldunni minni búsett í San Diego í Californiu. Ég fór í fyrri meðferðina mína á UCSD eða nánar tiltekið á Rebecca and Johns Moores Cancer Center. Þetta var níu mánaða meðferð sem fólst í lyfjameðferð, aðgerð og geislum. Ég ætla ekki í þessum pistli að bera saman meðferðina mína þar og hér heima enda væri það svolítið eins og að bera saman epli og appelsínu, þar sem heilbrigðis- og tryggingakerfin eru svo gjörólík. Í stað þess ætla ég að tala aðeins um upplifun mína á heilbrigðiskerfinu gegnum seinni meðferðina mína hér heima sem ég er langt komin með. Þannig er í örstuttu máli að það var blettur bak við brjóstið sem fór að stækka, það kemur svo í ljós að í honum er mein og annar blettur við hliðina. Ég fer því í aðgerð þar sem skorið er á milli rifja og þessir blettir fjarlægðir og þá kemur í ljós að einnig eru krabbameinsfrumur í skurðarbrúnum. Þess vegna ekkert annað að gera en að fara aftur í lyfjameðferð sem ég er langt komin með núna. Þessu fylgja ótal læknisheimsóknir, blóðprufur, myndatökur og fleira. Á þessu tímabili hef ég tvisvar þurft að fara til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna þar sem þetta tæki er ekki til á Íslandi og mér skilst að núverandi húsakostur sé ekki fullnægjandi svo hægt sé að fjárfesta í slíkri græju. Nú er ég búin að segja ykkur frá mér, sjúklingnum í þessu tilviki og þá ætla ég að segja ykkur frá öllu því góða heilbrigðisstarfsfólki sem er að bjarga lífi mínu. Upplifun mín af því fólki er eftirfarandi, ég ætla að nefna nokkur dæmi. Ég mæti reglulega til krabbameinslæknis og ég ætla að leyfa mér að nafngreina hana Ásgerði Sverrisdóttur. Í hvert skipti sem ég kem til hennar tekur hún á móti mér hlýlega, gefur mér þann tíma sem ég þarf, útskýrir allt vel og passar upp á að ég og maðurinn minn sem er alltaf með mér séum örugg um hvað framundan er. Stundum hringir síminn hjá henni þegar við erum inni, hún biður okkur kurteisilega að hinkra meðan hún tekur símtalið og lætur vita að hún sé upptekin en heyri í viðkomandi um leið og hún losnar. Álagið er mikið og stundum velti ég fyrir mér hvort læknarnir og hjúkrunarfólkið hafi yfir höfuð tíma til að borða. Ég byrjaði í lyfjagjöf í júní og var þá látin vita í upphafi að venjulegast sé reynt að hafa það þannig að maður tilheyri einum hjúkrunarfræðingi sem sé oftast með mann en auðvitað þurfi kannski fleiri að koma að, en þar sem á þessum tíma hafi verið sumarfrístími þá megi ég gera ráð fyrir að fleiri komi að mér. Ég er búin að fara í sex lyfjagjafir núna og hef aldrei fengið sama hjúkrunarfræðinginn, það væri kannski hentugra að fá sama oftar, líka fyrir þær. Við erum bara svo heppin á Íslandi að eiga frábært heilbrigðisstarfsfólk og allir þessir hjúkrunarfræðingar hafa verið frábærir. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig þær fara að þessu, þær geta aldrei tyllt sér niður nema rétt til að stinga fólk og koma upp nálum, þær taka sér varla meira en tíu mínútur í mat, samt eru þær alltaf faglegar og koma fram við okkur sjúklingana af virðingu og mikilli natni. Þetta á líka við um annað starfsfólk sjúkrahússins hvort heldur sem er skurðlæknir, svæfingalæknir, starfsfólk í myndatökum og aðra. Í öll þessi skipti hef ég alltaf fengið frábæra þjónustu. Þetta er fólkið sem er að gera allt sem það getur til að hjálpa mér. Þetta er jú vinnan þeirra, en mikið vildi ég óska að vinnuumhverfið þeirra væri almennilegt, þetta er ekki boðlegt lengur hvorki starfsfólki né sjúklingum. Ég hef séð silfurskottur á einu salerni, reyndar ekki á krabbameinsdeildinni, en sama hvar í byggingunni það er þá myndi ég halda að væri ekki gott á sjúkrahúsi. Á lyfjadælingunni eru þrjú salerni aðeins eitt þeirra er þannig að auðvelt er að komast inn með ,,dansherrann,, með sér (þ.e. stöngin sem heldur lyfjapokunum uppi), inn á hin tvö þarf að bakka með rassinn á undan svo allt rati nú rétta leið. Salernin eru mikið nýtt þar sem maður fær oft mikinn vökva og þarf því að tappa af mjög reglulega af á meðan á dælingu stendur. Eins væri nú ljúft að þurfa ekki að fara erlendis í PET skanna þar sem fólk er misveikt á þessu ferðalagi, auk þess sem slíku ferðalagi fylgir mikill kostnaður sem aðeins er niðurgreiddur að hluta. Ég veit að aðrir en ég hafa meira vit á því hvernig góð sjúkrahúsbygging á að vera og hvaða tæki eru nauðsynleg en ég sem sjúklingur sé að þetta getur ekki gengið svona lengur. Íslendingar þurfa nýtt sjúkrahús strax. Það sem er líka mikið áhyggjuefni er læknaskorturinn. Það er staðreynd að krabbameinslæknum hefur fækkað verulega síðustu ár og ef rétt reynist að við eigum það á hættu að missa alla krabbameinslækna frá okkur vegna slakra launakjöra, ófullbúins tækjakosts og vegna skorts á möguleikum til að stunda rannsóknir þá er það grafalvarlegt og það þarf að bregðast við strax. Við verðum að rétta kjör og létta álagið á heilbrigðisstarfsfólkinu okkar til að koma í veg fyrir að þau flýi kerfið. Ég áttaði mig strax á því þegar ég greindist með krabbamein að ég hafði ekkert val, ég var jú með krabbamein. Eða hvað? Auðvitað hafði ég val um ýmislegt, ég gat valið um hvernig ég tækla þetta allt saman. Ég ákvað eins og svo margir aðrir að hafa jákvæðnina að vopni alla leið og lifa í núinu, við höfum jú öll bara það sem er hér og nú á henni hótel jörð. Það kostar mikið að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð, útgjöld heimilisins verða fyrir hnjaski og hjá mörgum svo miklu meira en það, sumir fara hreinlega á hliðina en það er eitt af þessu sem maður getur ekki valið. Í rauninni hafa stjórnvöld ekki val um það hvenær þau bregðast við vandanum í heilbrigðiskerfinu, það verður að gera það strax. Valið hjá stjórnvöldum hlýtur því að felast í að horfa á lausnirnar fremur en allt annað. Því vil ég og ég veit ég tala fyrir hönd margra biðla til ykkar sem ráðið að koma því í framkvæmd hið snarast að ráðast í byggingu á nýju sjúkrahúsi, það getur ekki beðið sama hvernig budda ríkisjóðs er því oft er það sem er erfitt líka það sem er rétt. Kæru ráðamenn, hafið endilega jákvæðnina að vopni í því að hefja það stóra verkefni að byggja nýtt sjúkrahús því þannig verður allt svo miklu léttara. Setjum nú í fimmta gír og framkvæmum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hverjir eru það sem nota heilbrigðiskerfið á Íslandi? Ég held mér sé óhætt að segja að það séu allir Íslendingar á einn eða annan hátt einhvern tíman á lífsleiðinni. Ég er ein af þeim sem hef þurft að nota það mikið, miklu meira en mig langar til, ég er í krabbameinsmeðferð einmitt núna. Ég greindist með brjóstakrabbamein árið 2012, þá 36 ára gömul, þá var ég ásamt fjölskyldunni minni búsett í San Diego í Californiu. Ég fór í fyrri meðferðina mína á UCSD eða nánar tiltekið á Rebecca and Johns Moores Cancer Center. Þetta var níu mánaða meðferð sem fólst í lyfjameðferð, aðgerð og geislum. Ég ætla ekki í þessum pistli að bera saman meðferðina mína þar og hér heima enda væri það svolítið eins og að bera saman epli og appelsínu, þar sem heilbrigðis- og tryggingakerfin eru svo gjörólík. Í stað þess ætla ég að tala aðeins um upplifun mína á heilbrigðiskerfinu gegnum seinni meðferðina mína hér heima sem ég er langt komin með. Þannig er í örstuttu máli að það var blettur bak við brjóstið sem fór að stækka, það kemur svo í ljós að í honum er mein og annar blettur við hliðina. Ég fer því í aðgerð þar sem skorið er á milli rifja og þessir blettir fjarlægðir og þá kemur í ljós að einnig eru krabbameinsfrumur í skurðarbrúnum. Þess vegna ekkert annað að gera en að fara aftur í lyfjameðferð sem ég er langt komin með núna. Þessu fylgja ótal læknisheimsóknir, blóðprufur, myndatökur og fleira. Á þessu tímabili hef ég tvisvar þurft að fara til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna þar sem þetta tæki er ekki til á Íslandi og mér skilst að núverandi húsakostur sé ekki fullnægjandi svo hægt sé að fjárfesta í slíkri græju. Nú er ég búin að segja ykkur frá mér, sjúklingnum í þessu tilviki og þá ætla ég að segja ykkur frá öllu því góða heilbrigðisstarfsfólki sem er að bjarga lífi mínu. Upplifun mín af því fólki er eftirfarandi, ég ætla að nefna nokkur dæmi. Ég mæti reglulega til krabbameinslæknis og ég ætla að leyfa mér að nafngreina hana Ásgerði Sverrisdóttur. Í hvert skipti sem ég kem til hennar tekur hún á móti mér hlýlega, gefur mér þann tíma sem ég þarf, útskýrir allt vel og passar upp á að ég og maðurinn minn sem er alltaf með mér séum örugg um hvað framundan er. Stundum hringir síminn hjá henni þegar við erum inni, hún biður okkur kurteisilega að hinkra meðan hún tekur símtalið og lætur vita að hún sé upptekin en heyri í viðkomandi um leið og hún losnar. Álagið er mikið og stundum velti ég fyrir mér hvort læknarnir og hjúkrunarfólkið hafi yfir höfuð tíma til að borða. Ég byrjaði í lyfjagjöf í júní og var þá látin vita í upphafi að venjulegast sé reynt að hafa það þannig að maður tilheyri einum hjúkrunarfræðingi sem sé oftast með mann en auðvitað þurfi kannski fleiri að koma að, en þar sem á þessum tíma hafi verið sumarfrístími þá megi ég gera ráð fyrir að fleiri komi að mér. Ég er búin að fara í sex lyfjagjafir núna og hef aldrei fengið sama hjúkrunarfræðinginn, það væri kannski hentugra að fá sama oftar, líka fyrir þær. Við erum bara svo heppin á Íslandi að eiga frábært heilbrigðisstarfsfólk og allir þessir hjúkrunarfræðingar hafa verið frábærir. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig þær fara að þessu, þær geta aldrei tyllt sér niður nema rétt til að stinga fólk og koma upp nálum, þær taka sér varla meira en tíu mínútur í mat, samt eru þær alltaf faglegar og koma fram við okkur sjúklingana af virðingu og mikilli natni. Þetta á líka við um annað starfsfólk sjúkrahússins hvort heldur sem er skurðlæknir, svæfingalæknir, starfsfólk í myndatökum og aðra. Í öll þessi skipti hef ég alltaf fengið frábæra þjónustu. Þetta er fólkið sem er að gera allt sem það getur til að hjálpa mér. Þetta er jú vinnan þeirra, en mikið vildi ég óska að vinnuumhverfið þeirra væri almennilegt, þetta er ekki boðlegt lengur hvorki starfsfólki né sjúklingum. Ég hef séð silfurskottur á einu salerni, reyndar ekki á krabbameinsdeildinni, en sama hvar í byggingunni það er þá myndi ég halda að væri ekki gott á sjúkrahúsi. Á lyfjadælingunni eru þrjú salerni aðeins eitt þeirra er þannig að auðvelt er að komast inn með ,,dansherrann,, með sér (þ.e. stöngin sem heldur lyfjapokunum uppi), inn á hin tvö þarf að bakka með rassinn á undan svo allt rati nú rétta leið. Salernin eru mikið nýtt þar sem maður fær oft mikinn vökva og þarf því að tappa af mjög reglulega af á meðan á dælingu stendur. Eins væri nú ljúft að þurfa ekki að fara erlendis í PET skanna þar sem fólk er misveikt á þessu ferðalagi, auk þess sem slíku ferðalagi fylgir mikill kostnaður sem aðeins er niðurgreiddur að hluta. Ég veit að aðrir en ég hafa meira vit á því hvernig góð sjúkrahúsbygging á að vera og hvaða tæki eru nauðsynleg en ég sem sjúklingur sé að þetta getur ekki gengið svona lengur. Íslendingar þurfa nýtt sjúkrahús strax. Það sem er líka mikið áhyggjuefni er læknaskorturinn. Það er staðreynd að krabbameinslæknum hefur fækkað verulega síðustu ár og ef rétt reynist að við eigum það á hættu að missa alla krabbameinslækna frá okkur vegna slakra launakjöra, ófullbúins tækjakosts og vegna skorts á möguleikum til að stunda rannsóknir þá er það grafalvarlegt og það þarf að bregðast við strax. Við verðum að rétta kjör og létta álagið á heilbrigðisstarfsfólkinu okkar til að koma í veg fyrir að þau flýi kerfið. Ég áttaði mig strax á því þegar ég greindist með krabbamein að ég hafði ekkert val, ég var jú með krabbamein. Eða hvað? Auðvitað hafði ég val um ýmislegt, ég gat valið um hvernig ég tækla þetta allt saman. Ég ákvað eins og svo margir aðrir að hafa jákvæðnina að vopni alla leið og lifa í núinu, við höfum jú öll bara það sem er hér og nú á henni hótel jörð. Það kostar mikið að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð, útgjöld heimilisins verða fyrir hnjaski og hjá mörgum svo miklu meira en það, sumir fara hreinlega á hliðina en það er eitt af þessu sem maður getur ekki valið. Í rauninni hafa stjórnvöld ekki val um það hvenær þau bregðast við vandanum í heilbrigðiskerfinu, það verður að gera það strax. Valið hjá stjórnvöldum hlýtur því að felast í að horfa á lausnirnar fremur en allt annað. Því vil ég og ég veit ég tala fyrir hönd margra biðla til ykkar sem ráðið að koma því í framkvæmd hið snarast að ráðast í byggingu á nýju sjúkrahúsi, það getur ekki beðið sama hvernig budda ríkisjóðs er því oft er það sem er erfitt líka það sem er rétt. Kæru ráðamenn, hafið endilega jákvæðnina að vopni í því að hefja það stóra verkefni að byggja nýtt sjúkrahús því þannig verður allt svo miklu léttara. Setjum nú í fimmta gír og framkvæmum!
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun