Wozniacki gleymdi ávísun upp á 173 milljónir króna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2014 21:45 Vísir/Getty Hin danska Caroline Wozniacki hefur náð frábærum árangri á sínum tennisferli en segir að peningar séu ekki í aðalhlutverki hjá sér. Það kom greinilega í ljós þegar hún gleymdi að sækja ávísun upp á 1,45 milljónir Bandaríkjadala, um 173 milljónir króna, eftir að hún tapaði úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins á dögunum. Eftir úrslitaleikinn, sem Serena Williams vann, ræddi hún við fjölmiðla, tók saman föggur sínar og hélt heim á leið. Um hálftíma síðar sneri hún aftur. „Ég gleymdi ávísuninni minni,“ sagði hún. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um hana sem birtist í Wall Street Journal í vikunni. Þar kemur fram að það séu ekki peningar sem skipti hana mestu máli. Þrátt fyrir það er hún með auglýsingasamning við risafyrirtæki eins og Adidas og Rolex. Hún þénar árlega um tíu milljónir dollara (1,2 milljarð króna) á þeim. „Ég vil standa mig vel fyrir sjálfa mig og stuðningsaðila mína. En ég finn ekki fyrir neinni pressu því ég er ekki að spila fyrir peningana.“ „Ég á nóg til að kaupa mér mat og fína skó. Mikilvægast finnst mér að spila tennis og vinna mót. Peningarnir eru mér ekki hvatning.“ Í umfjöllun Wall Street Journal er fjallað um feril hennar í löngu máli, ástarsamband hennar við kylfinginn Rory McIlroy og þá staðreynd að hún talar átta tungumál. Tennis Tengdar fréttir Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00 McIlroy og Wozniacki slitu trúlofuninni Boðskortin fóru í póst núna um helgina. 21. maí 2014 09:40 Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Hin danska Caroline Wozniacki hefur náð frábærum árangri á sínum tennisferli en segir að peningar séu ekki í aðalhlutverki hjá sér. Það kom greinilega í ljós þegar hún gleymdi að sækja ávísun upp á 1,45 milljónir Bandaríkjadala, um 173 milljónir króna, eftir að hún tapaði úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins á dögunum. Eftir úrslitaleikinn, sem Serena Williams vann, ræddi hún við fjölmiðla, tók saman föggur sínar og hélt heim á leið. Um hálftíma síðar sneri hún aftur. „Ég gleymdi ávísuninni minni,“ sagði hún. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um hana sem birtist í Wall Street Journal í vikunni. Þar kemur fram að það séu ekki peningar sem skipti hana mestu máli. Þrátt fyrir það er hún með auglýsingasamning við risafyrirtæki eins og Adidas og Rolex. Hún þénar árlega um tíu milljónir dollara (1,2 milljarð króna) á þeim. „Ég vil standa mig vel fyrir sjálfa mig og stuðningsaðila mína. En ég finn ekki fyrir neinni pressu því ég er ekki að spila fyrir peningana.“ „Ég á nóg til að kaupa mér mat og fína skó. Mikilvægast finnst mér að spila tennis og vinna mót. Peningarnir eru mér ekki hvatning.“ Í umfjöllun Wall Street Journal er fjallað um feril hennar í löngu máli, ástarsamband hennar við kylfinginn Rory McIlroy og þá staðreynd að hún talar átta tungumál.
Tennis Tengdar fréttir Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00 McIlroy og Wozniacki slitu trúlofuninni Boðskortin fóru í póst núna um helgina. 21. maí 2014 09:40 Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00
Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20