Fótbolti

Honda í stuði gegn Emil og félögum

Emil í baráttunni í dag.
Emil í baráttunni í dag. Vísir/AFP
Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn í tapi Hellas Verona gegn AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Keizuke Honda var á eldi.

Rafael Marquez var fyrstur á blað fyrir AC Milan, en hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 21. mínútu. Staðan orðin 1-0 fyrir AC Milan.

Keizuke Honda kom Mílanóliðinu í 2-0 sex mínútum síðar og hann skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Milan á 56. mínútu.

Nicolas Lopez minnkaði muninn fyrir Hellas á 88. mínútu en nær komust þeir ekki. Rafael Marquez fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt. Ekki dagurinn hans Marquez.

Hellas er í sjöunda sæti með ellefu stig, en AC Milan er í því fjórða með fjórtán stig. Emil spilaði allan leikinn í liði Hellas og var nærri því að jafna metin í fyrri hálfleik þegar hann átti hörkuskot, en inn vildi boltinn ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×