Hannes: Þetta eru náttúrulega frægir karlar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 12:00 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því. Hannes hefur staðið vaktina vel í sigrinum á Tyrkjum og Lettum en í kvöld þarf hann og félagar hans í íslenska landsliðinu að glíma við stjörnuprýtt hollenskt landslið. „Það mun mæða meira á vörninni heldur en á móti Tyrkjunum þótt að Tyrkir séu með flott lið. Holland er eitt besta lið í heiminum og það er hætt við því að það verði eitthvað að gera hjá okkur þarna aftast. Við erum klárir í það," sagði Hannes. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 6-0. „Þetta er flott. Við erum með flott lið núna og það er mikil fagmennska sem ríkir í kringum landsliðið og á öllum stöðum. Það eru flottir leikmenn í liðinu og það er virkilega jákvætt að Ísland geti náð svona úrslitum. Nú er bara að fylgja því eftir og halda áfram að gera vel," sagði Hannes. Hannes mun meðal annars fara yfir skot hollensku leikmannanna fyrir leikinn með hinum markvörðunum (Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Jónsson) og markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni. „Þetta eru náttúrulega frægir karlar og maður hefur séð eitthvað með þeim áður. Svo er fótbolti bara þannig að maður þarf að vera klár í hvað sem er þó að maður sé búinn að skoða einhver vídeó. Það hjálpar manni kannski ekkert svo mikið þegar út í leikinn er komið," segir Hannes. Það er nóg af stjörnum í hollenska landsliðinu. „Við erum búnir að spila á móti flottum körlum áður og það er bara gaman. Þetta eru karlar sem er gaman að vera með í reynslubankanum að hafa spilað við. Ég get síðan montað mig yfir því við félagana þegar við sitjum og horfum á enska boltann að maður hafi spilað við þessa karla og helst haldið hreinu á móti þeim. Við vonumst til að það bætist í það safn á morgun," segir Hannes. „Við þurfum að horfa þannig á þetta að vera með sex stig núna gerir það að verkum að við getum farið örlítið afslappaðri inn í þetta að því leytinu til að við erum ekki með bakið upp við vegg. Vonandi nær að það að hjálpa okkur að ná fram okkar besta leik til þess að fara svo og sækja úrslit á móti Hollandi. Það er meira en að segja það og við þurfum að fá allt með okkur til að ná árangri á móti þeim. Ég held að það hjálpi okkur að vera með sex stig í sarpinum," sagði Hannes. „Ég gæti trúað því að það sé meiri pressa á þeim fyrir þennan leik. Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hinsvegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá er að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega. Við vitum það að þeir munu ekki fá auðveldan leik. Vonandi eru þeir svolítið stressaðir fyrir þetta verkefni og við náum síðan að koma þeim úr jafnvægi með því að mæta þeim af krafti," sagði Hannes að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því. Hannes hefur staðið vaktina vel í sigrinum á Tyrkjum og Lettum en í kvöld þarf hann og félagar hans í íslenska landsliðinu að glíma við stjörnuprýtt hollenskt landslið. „Það mun mæða meira á vörninni heldur en á móti Tyrkjunum þótt að Tyrkir séu með flott lið. Holland er eitt besta lið í heiminum og það er hætt við því að það verði eitthvað að gera hjá okkur þarna aftast. Við erum klárir í það," sagði Hannes. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 6-0. „Þetta er flott. Við erum með flott lið núna og það er mikil fagmennska sem ríkir í kringum landsliðið og á öllum stöðum. Það eru flottir leikmenn í liðinu og það er virkilega jákvætt að Ísland geti náð svona úrslitum. Nú er bara að fylgja því eftir og halda áfram að gera vel," sagði Hannes. Hannes mun meðal annars fara yfir skot hollensku leikmannanna fyrir leikinn með hinum markvörðunum (Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Jónsson) og markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni. „Þetta eru náttúrulega frægir karlar og maður hefur séð eitthvað með þeim áður. Svo er fótbolti bara þannig að maður þarf að vera klár í hvað sem er þó að maður sé búinn að skoða einhver vídeó. Það hjálpar manni kannski ekkert svo mikið þegar út í leikinn er komið," segir Hannes. Það er nóg af stjörnum í hollenska landsliðinu. „Við erum búnir að spila á móti flottum körlum áður og það er bara gaman. Þetta eru karlar sem er gaman að vera með í reynslubankanum að hafa spilað við. Ég get síðan montað mig yfir því við félagana þegar við sitjum og horfum á enska boltann að maður hafi spilað við þessa karla og helst haldið hreinu á móti þeim. Við vonumst til að það bætist í það safn á morgun," segir Hannes. „Við þurfum að horfa þannig á þetta að vera með sex stig núna gerir það að verkum að við getum farið örlítið afslappaðri inn í þetta að því leytinu til að við erum ekki með bakið upp við vegg. Vonandi nær að það að hjálpa okkur að ná fram okkar besta leik til þess að fara svo og sækja úrslit á móti Hollandi. Það er meira en að segja það og við þurfum að fá allt með okkur til að ná árangri á móti þeim. Ég held að það hjálpi okkur að vera með sex stig í sarpinum," sagði Hannes. „Ég gæti trúað því að það sé meiri pressa á þeim fyrir þennan leik. Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hinsvegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá er að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega. Við vitum það að þeir munu ekki fá auðveldan leik. Vonandi eru þeir svolítið stressaðir fyrir þetta verkefni og við náum síðan að koma þeim úr jafnvægi með því að mæta þeim af krafti," sagði Hannes að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki