Drulluhræddur Gauti Skúlason skrifar 22. október 2014 07:00 Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets. Til dæmis bíð ég eiginlega eftir því að Bjarni og Sigmundur komi hlæjandi fram með nýja fjármálafrumvarpið og segi „Djöfull náðum við ykkur þarna HA! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á ykkur!“. Auddi Blö kemur svo hlaupandi með cameru-mann í eftirdragi og segir „Teeeeekin“. Eftir allt það sem hefur á undan gengið finnst mér þetta alls ekki svo fjarstæður möguleiki. Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni. Ef mér hugnast einhvern tímann sá kostur að kaupa mér eigið húsnæði þarf ég að taka stærðarinnar lán. Það er líklegra að ég finni Jimmy Hoffa heldur en ég sé að fara borga það lán upp áður en ég dey (með tilheyrandi kostnaði auðvitað). Ef mér skildi einhvern tímann langa í bíl þá þarf ég að fara aftur í bankann: „Eitt kúlulán takk og já, settu þetta bara á reikninginn“ (sem ég borga aldrei). Það lítur út fyrir að ég þurfi að vera í foreldrahúsum næstu árin, það er svo sem allt í lagi og kannski getum við pabbi bara sameinast um að borga niður húsnæðislánið hans. Þannig að í staðinn fyrir að pabbi myndi klára að borga lánið þegar hann væri orðinn 130 ára þá myndi hann kannski geta gert það fyrir 100 ára afmælið. Ef ég veikist þá er mér troðið inn á stofnun þar sem þegar eru of margir og flest öll tæki og tól eru jafn útrunnin og samband ríkis og þjóðkirkju. Fólk sem er undir allt of miklu vinnuálagi ber ábyrgð á lífi mínu og ég er heppinn að meiðsli mín séu ekki það alvarleg að ég verði fatlaður eða öryrki því þá fyrst er manni virkilega sagt að éta skít. Face-um það, það er allt í fokki hérna og við þurfum á einhverju nýju að halda og mér er slétt sama hvort lausnin heitir ESB, Noregur eða eitthvað annað. Ég hef einfaldlega fengið nóg af því að sitja hérna og horfa þjóðina ýta steininum upp fjallið, líkt og Sisyphus í forngrískri goðafræði, til þess eins að sjá hann rúlla niður aftur. Við getum ekki og höfum aldrei getað skapað efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Hér hefur verið viðloðandi verðbólga í lengri tíma en Bogi Ágústsson hefur lesið fréttir og ólíkt Boga þá eldist verðbólgan hræðilega. Velferðarkerfið okkar, sem okkur ber vissulega að vera þakklát fyrir að sé til staður, er að hruni komið og það lítur ekki út fyrir uppbygging á því hefjist á næstunni. Kallið mig heimtufrekan ef þið viljið en ég vil: Ferska stjórnarfarslega vinda á Íslandi sem koma til með að blása okkur úr skítafarinu. Stjórnmálamenn sem taka ábyrgð (lagalega og siðferðislega). Meira en 745 krónur til að geta lifað af daginn. Að fólk sem er eldra en 25 ára geti farið í menntaskóla. Að afturhaldsseggir séu rassskelltir opinberlega á Austurvelli. Að það sé komið fram við fatlaða og öryrkja á sanngjarnan máta. Að læknar geti snúið heim eftir nám. Sjá uppbyggingu velferðarkerfisins hafna. .....og betra Ísland! (Annars er „no way“ að ég vilji búa á þessu skeri í framtíðinni). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets. Til dæmis bíð ég eiginlega eftir því að Bjarni og Sigmundur komi hlæjandi fram með nýja fjármálafrumvarpið og segi „Djöfull náðum við ykkur þarna HA! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á ykkur!“. Auddi Blö kemur svo hlaupandi með cameru-mann í eftirdragi og segir „Teeeeekin“. Eftir allt það sem hefur á undan gengið finnst mér þetta alls ekki svo fjarstæður möguleiki. Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni. Ef mér hugnast einhvern tímann sá kostur að kaupa mér eigið húsnæði þarf ég að taka stærðarinnar lán. Það er líklegra að ég finni Jimmy Hoffa heldur en ég sé að fara borga það lán upp áður en ég dey (með tilheyrandi kostnaði auðvitað). Ef mér skildi einhvern tímann langa í bíl þá þarf ég að fara aftur í bankann: „Eitt kúlulán takk og já, settu þetta bara á reikninginn“ (sem ég borga aldrei). Það lítur út fyrir að ég þurfi að vera í foreldrahúsum næstu árin, það er svo sem allt í lagi og kannski getum við pabbi bara sameinast um að borga niður húsnæðislánið hans. Þannig að í staðinn fyrir að pabbi myndi klára að borga lánið þegar hann væri orðinn 130 ára þá myndi hann kannski geta gert það fyrir 100 ára afmælið. Ef ég veikist þá er mér troðið inn á stofnun þar sem þegar eru of margir og flest öll tæki og tól eru jafn útrunnin og samband ríkis og þjóðkirkju. Fólk sem er undir allt of miklu vinnuálagi ber ábyrgð á lífi mínu og ég er heppinn að meiðsli mín séu ekki það alvarleg að ég verði fatlaður eða öryrki því þá fyrst er manni virkilega sagt að éta skít. Face-um það, það er allt í fokki hérna og við þurfum á einhverju nýju að halda og mér er slétt sama hvort lausnin heitir ESB, Noregur eða eitthvað annað. Ég hef einfaldlega fengið nóg af því að sitja hérna og horfa þjóðina ýta steininum upp fjallið, líkt og Sisyphus í forngrískri goðafræði, til þess eins að sjá hann rúlla niður aftur. Við getum ekki og höfum aldrei getað skapað efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Hér hefur verið viðloðandi verðbólga í lengri tíma en Bogi Ágústsson hefur lesið fréttir og ólíkt Boga þá eldist verðbólgan hræðilega. Velferðarkerfið okkar, sem okkur ber vissulega að vera þakklát fyrir að sé til staður, er að hruni komið og það lítur ekki út fyrir uppbygging á því hefjist á næstunni. Kallið mig heimtufrekan ef þið viljið en ég vil: Ferska stjórnarfarslega vinda á Íslandi sem koma til með að blása okkur úr skítafarinu. Stjórnmálamenn sem taka ábyrgð (lagalega og siðferðislega). Meira en 745 krónur til að geta lifað af daginn. Að fólk sem er eldra en 25 ára geti farið í menntaskóla. Að afturhaldsseggir séu rassskelltir opinberlega á Austurvelli. Að það sé komið fram við fatlaða og öryrkja á sanngjarnan máta. Að læknar geti snúið heim eftir nám. Sjá uppbyggingu velferðarkerfisins hafna. .....og betra Ísland! (Annars er „no way“ að ég vilji búa á þessu skeri í framtíðinni).
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun