Alfreð fékk ekki margar mínútur í tapi Sociedad Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 00:01 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason þurfti að sætta sig að byrja á bekknum og það að koma ekki inná fyrr en á 84. mínútu þegar lið hans Real Sociedad tapaði 0-1 í kvöld á heimavelli á móti Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staða Real Sociedad í botnbaráttunni batnaði ekki við þetta en liðið hefur nú ekki unnið í síðustu átta deildarleikjum sínum og aðeins náð í samtals sex stig í fyrstu tíu umferðunum. Stuðningsmenn liðsins púuðu líka á sína menn í San Sebastián í kvöld. Alfreð var búinn að byrja tvo síðustu leiki Real Sociedad en hann á enn eftir að skora fyrir liðið og það breytist að sjálfsögðu ekki á meðan hann þarf að dúsa svona mikið á bekknum. Jagoba Arrasate, þjálfari Real Sociedad, lét Carlos Vela byrja sem fremsta mann en framherjarnir Alfreð og Imanol Agirretxe byrjuðu báðir á bekknum. Fyrri hálfleikurinn var hrútleiðinlegur og bauð ekki upp á neitt spennandi en það var meira um að vera í seinni hálfleiknum. Juanmi skoraði mark Málága á 72. mínútu eftir skyndisókn og frábæran undirbúning Marokkómannsins Nordin Amrabat. Arrasate setti Imanol Agirretxe inn á völlinn á 67. mínútu og færði Carlos Vela út á kantinn en þjálfarinn var lengi að bæta við manni í sóknina. Alfreð hitaði heillengi upp á hliðarlínunni og fékk loksins að koma inná völlinn á 84. mínútu. Íslenski framherjinn fékk fimm mínútna uppbótartíma en tókst ekki að skora frekar en félögum hans. Alfreð lét strax finna fyrir sér og Real Sociedad skoraði fljótlega en markið var dæmt af vegna þess að Alfreð var dæmdur brotlegur. Málaga fékk besta færið eftir að Alfreð kom inná völlinn en Sergi Darder skaut þá í stöngina í uppbótartíma. Þjálfarastóll Jagoba Arrasate er nú orðinn sjóðheitur og það eru háværar sögusagnir í gangi um að hann verði rekinn og David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, taki við baskaliðinu í staðinn. Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Alfreð Finnbogason þurfti að sætta sig að byrja á bekknum og það að koma ekki inná fyrr en á 84. mínútu þegar lið hans Real Sociedad tapaði 0-1 í kvöld á heimavelli á móti Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staða Real Sociedad í botnbaráttunni batnaði ekki við þetta en liðið hefur nú ekki unnið í síðustu átta deildarleikjum sínum og aðeins náð í samtals sex stig í fyrstu tíu umferðunum. Stuðningsmenn liðsins púuðu líka á sína menn í San Sebastián í kvöld. Alfreð var búinn að byrja tvo síðustu leiki Real Sociedad en hann á enn eftir að skora fyrir liðið og það breytist að sjálfsögðu ekki á meðan hann þarf að dúsa svona mikið á bekknum. Jagoba Arrasate, þjálfari Real Sociedad, lét Carlos Vela byrja sem fremsta mann en framherjarnir Alfreð og Imanol Agirretxe byrjuðu báðir á bekknum. Fyrri hálfleikurinn var hrútleiðinlegur og bauð ekki upp á neitt spennandi en það var meira um að vera í seinni hálfleiknum. Juanmi skoraði mark Málága á 72. mínútu eftir skyndisókn og frábæran undirbúning Marokkómannsins Nordin Amrabat. Arrasate setti Imanol Agirretxe inn á völlinn á 67. mínútu og færði Carlos Vela út á kantinn en þjálfarinn var lengi að bæta við manni í sóknina. Alfreð hitaði heillengi upp á hliðarlínunni og fékk loksins að koma inná völlinn á 84. mínútu. Íslenski framherjinn fékk fimm mínútna uppbótartíma en tókst ekki að skora frekar en félögum hans. Alfreð lét strax finna fyrir sér og Real Sociedad skoraði fljótlega en markið var dæmt af vegna þess að Alfreð var dæmdur brotlegur. Málaga fékk besta færið eftir að Alfreð kom inná völlinn en Sergi Darder skaut þá í stöngina í uppbótartíma. Þjálfarastóll Jagoba Arrasate er nú orðinn sjóðheitur og það eru háværar sögusagnir í gangi um að hann verði rekinn og David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, taki við baskaliðinu í staðinn.
Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira