7 skref til að koma af stað byltingu Valgerður Árnadóttir skrifar 31. október 2014 10:02 Nú er október senn á enda og það hefur ekkert heyrst eða spurst til ráðherra í ríkisstjórn og enginn sem tók meistaraáskorun minni svo ég viti til („Meistaraáskorun til ríkisstjórnarinnar” birt á Vísi 1. okt. 2014). Við ykkur sem komust í gegnum mánuðinn á lág-og millitekjum vil ég segja „Til hamingju, þið eruð sannir meistarar og þið eigið sannarlega hrós skilið!“, megi næsti mánuður verða ykkur minni áskorun. Næsta áskorun til ríkistjórnarinnar er létt, hún er í raun komin langleiðina með hana. Þetta eru 7 skref til að koma af stað byltingu: 1. Koma sér í stjórn með því að lofa fólki að greiða því tilbaka hluta af þeim fjármunum sem það missti við hrun. Segja nógu oft að fjármuni sé að finna í „hrægammasjóðum föllnu bankanna“, því stöðug endurtekning verður til þess að fólk trúir. Draga málið svo eins lengi og hægt er, svara engu beint þegar í ljós kemur að sjóðir föllnu bankanna munu ekki greiða þetta og viðurkenna aldrei mistök og svikin loforð. Reyna að safna saman aurum hér og þar, m.a með því að hækka skatta á nauðsynjavöru, svo á endanum er fólkið í raun að greiða fyrir eigin endurgreiðslu (en það fattar það auðvitað ekkert). 2. Setja þá stefnu að ná hallalausum fjárlögum hvað sem það kostar. Þó það kosti okkur heilbirgðiskerfið og landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga verði svo mikill vegna lágra launa og erfiðra vinnuskilyrða að spítalar eru komnir í þrot og þeir læknar sem eftir eru komnir í verkfall. Hallalaus fjárlög hljóta að vera mikilvægari en mannslíf. (Læknarnir koma hvort eð er aftur þegar spítalar verða einkareknir). 3. Verja 120 milljörðum í áburðaverksmiðju á sama tíma og það er ekki til fé til að halda uppi heilbrigðiskerfi eða byggja spítala sem stenst heilbrigðismat (t.d. laus við sveppi og myglu). Áburðaverksmiðja skapar 100-200 störf. Það er næstum milljarður til að skapa hvert starf, en samkvæmt mínum útreikningum þá geta 120 milljarðar greitt ævitekjur 200 lækna eða 400 hjúkrunarfræðinga (miðað við að þeir starfi 12 mánuði ársins í 50 ár á sómasamlegum launum). 4. Hækka skatta á nauðsynjavöru og lækka skatta á lúxusvöru. Afnema auðlegðarskatt og veiðigjöld og hafa með því fjármuni af tekjulágu fólki á sama tíma og nýútkomin skýrsla Unicef segir að hér hafi barnafátækt aukist um þriðjung, árið 2008 (11,2%) til 2012 (31,6%) ef miðað er við lágtekjumörk. Ísland er þannig í neðsta sæti af ríkjunum 41 sem voru með í könnuninni, næst á eftir Grikklandi. Bjarni Ben segir líka að fólkið í landinu noti 17% af tekjum sínum í matarinnkaup burtséð frá því hvort þau eru með 200 þúsund eða milljón útborgaðar, það meikar sens! 5. Þegar tvö stærstu fyrirtæki landsins, Eimskip og Samskip, eru sökuð um að hafa háð ólöglegt verðsamráð, þá þarf að komast að því hver innan samkeppniseftirlitsins lak þeim trúnaðarpplýsingum. Það finnst Sigmundi Davíð forsætis-og dómsmálaráðherra vera aðalmálið í verðsamráðinu, en ekki það að fyrirtækin frömdu hugsanlega glæp. 6. Þegar kemur í ljós að lögreglan og landhelgisgæslan hafa 250-310 vélbyssur og skammbyssur undir höndum er best fyrir ríkisstjórn að láta eins og enginn kannist við það. Hvorki að hafa heimilað kaup á byssum eða greitt fyrir þær og segja svo að byssurnar séu gjöf frá norska hernum (sem norski herinn þvertekur fyrir). Aðalmálið hlýtur að vera hvort fjármunum var varið í þessar byssur en ekki sú staðreynd að Ísland hefur sérstöðu sem herlaust land og er mælt sem það öruggasta til búsetu í öllum heiminum þrátt fyrir svo gott sem vopnlausa lögreglu hingað til. 7. Fá Geir Jón fyrrverandi lögreglustjóra til að gera skýrslu um búsáhaldabyltinguna og saka þingmenn í stjórnarandstöðu um að hafa stýrt byltingunni. Það mun vera síðasta útspilið til að reyna að sannfæra fólk um að þetta hafi verið eitt allsherjar plott stjórnarandstöðuflokkanna sem voru svo gráðugir í völd. Margur telur mig sig. Til hamingju ríkisstjórn! Ykkur hefur tekist að ganga svo fram af fólkinu í landinu að það mun hefja nýja byltingu. Það er ekki nóg með að þið séuð enn ósáttir við að hafa verið reknir fyrir 5 árum, þið viljið líka trúa því og reyna að sannfæra fólk um að það var ekki þeirra sjálfstæði vilji sem rak það til að taka þátt í búsáhaldabyltingu. Að það hafi ekki verið bylting okkar fólksins sem var búið að fá okkur fullsödd af spilltum stjórnarháttum sem komu okkur á hausinn. Ég er ekki hissa að þið séuð að vígbúast og skrá niður nöfn mótmælenda vegna þess að með þessu áframhaldi mun verða bylting og hún mun verða stærri en búsáhaldabyltingin var nokkurn tíma. Skráið nafn mitt, ég mun taka þátt í byltingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú er október senn á enda og það hefur ekkert heyrst eða spurst til ráðherra í ríkisstjórn og enginn sem tók meistaraáskorun minni svo ég viti til („Meistaraáskorun til ríkisstjórnarinnar” birt á Vísi 1. okt. 2014). Við ykkur sem komust í gegnum mánuðinn á lág-og millitekjum vil ég segja „Til hamingju, þið eruð sannir meistarar og þið eigið sannarlega hrós skilið!“, megi næsti mánuður verða ykkur minni áskorun. Næsta áskorun til ríkistjórnarinnar er létt, hún er í raun komin langleiðina með hana. Þetta eru 7 skref til að koma af stað byltingu: 1. Koma sér í stjórn með því að lofa fólki að greiða því tilbaka hluta af þeim fjármunum sem það missti við hrun. Segja nógu oft að fjármuni sé að finna í „hrægammasjóðum föllnu bankanna“, því stöðug endurtekning verður til þess að fólk trúir. Draga málið svo eins lengi og hægt er, svara engu beint þegar í ljós kemur að sjóðir föllnu bankanna munu ekki greiða þetta og viðurkenna aldrei mistök og svikin loforð. Reyna að safna saman aurum hér og þar, m.a með því að hækka skatta á nauðsynjavöru, svo á endanum er fólkið í raun að greiða fyrir eigin endurgreiðslu (en það fattar það auðvitað ekkert). 2. Setja þá stefnu að ná hallalausum fjárlögum hvað sem það kostar. Þó það kosti okkur heilbirgðiskerfið og landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga verði svo mikill vegna lágra launa og erfiðra vinnuskilyrða að spítalar eru komnir í þrot og þeir læknar sem eftir eru komnir í verkfall. Hallalaus fjárlög hljóta að vera mikilvægari en mannslíf. (Læknarnir koma hvort eð er aftur þegar spítalar verða einkareknir). 3. Verja 120 milljörðum í áburðaverksmiðju á sama tíma og það er ekki til fé til að halda uppi heilbrigðiskerfi eða byggja spítala sem stenst heilbrigðismat (t.d. laus við sveppi og myglu). Áburðaverksmiðja skapar 100-200 störf. Það er næstum milljarður til að skapa hvert starf, en samkvæmt mínum útreikningum þá geta 120 milljarðar greitt ævitekjur 200 lækna eða 400 hjúkrunarfræðinga (miðað við að þeir starfi 12 mánuði ársins í 50 ár á sómasamlegum launum). 4. Hækka skatta á nauðsynjavöru og lækka skatta á lúxusvöru. Afnema auðlegðarskatt og veiðigjöld og hafa með því fjármuni af tekjulágu fólki á sama tíma og nýútkomin skýrsla Unicef segir að hér hafi barnafátækt aukist um þriðjung, árið 2008 (11,2%) til 2012 (31,6%) ef miðað er við lágtekjumörk. Ísland er þannig í neðsta sæti af ríkjunum 41 sem voru með í könnuninni, næst á eftir Grikklandi. Bjarni Ben segir líka að fólkið í landinu noti 17% af tekjum sínum í matarinnkaup burtséð frá því hvort þau eru með 200 þúsund eða milljón útborgaðar, það meikar sens! 5. Þegar tvö stærstu fyrirtæki landsins, Eimskip og Samskip, eru sökuð um að hafa háð ólöglegt verðsamráð, þá þarf að komast að því hver innan samkeppniseftirlitsins lak þeim trúnaðarpplýsingum. Það finnst Sigmundi Davíð forsætis-og dómsmálaráðherra vera aðalmálið í verðsamráðinu, en ekki það að fyrirtækin frömdu hugsanlega glæp. 6. Þegar kemur í ljós að lögreglan og landhelgisgæslan hafa 250-310 vélbyssur og skammbyssur undir höndum er best fyrir ríkisstjórn að láta eins og enginn kannist við það. Hvorki að hafa heimilað kaup á byssum eða greitt fyrir þær og segja svo að byssurnar séu gjöf frá norska hernum (sem norski herinn þvertekur fyrir). Aðalmálið hlýtur að vera hvort fjármunum var varið í þessar byssur en ekki sú staðreynd að Ísland hefur sérstöðu sem herlaust land og er mælt sem það öruggasta til búsetu í öllum heiminum þrátt fyrir svo gott sem vopnlausa lögreglu hingað til. 7. Fá Geir Jón fyrrverandi lögreglustjóra til að gera skýrslu um búsáhaldabyltinguna og saka þingmenn í stjórnarandstöðu um að hafa stýrt byltingunni. Það mun vera síðasta útspilið til að reyna að sannfæra fólk um að þetta hafi verið eitt allsherjar plott stjórnarandstöðuflokkanna sem voru svo gráðugir í völd. Margur telur mig sig. Til hamingju ríkisstjórn! Ykkur hefur tekist að ganga svo fram af fólkinu í landinu að það mun hefja nýja byltingu. Það er ekki nóg með að þið séuð enn ósáttir við að hafa verið reknir fyrir 5 árum, þið viljið líka trúa því og reyna að sannfæra fólk um að það var ekki þeirra sjálfstæði vilji sem rak það til að taka þátt í búsáhaldabyltingu. Að það hafi ekki verið bylting okkar fólksins sem var búið að fá okkur fullsödd af spilltum stjórnarháttum sem komu okkur á hausinn. Ég er ekki hissa að þið séuð að vígbúast og skrá niður nöfn mótmælenda vegna þess að með þessu áframhaldi mun verða bylting og hún mun verða stærri en búsáhaldabyltingin var nokkurn tíma. Skráið nafn mitt, ég mun taka þátt í byltingunni.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar