Forystuhlutverk íslensks sjávarútvegs Ketill Berg Magnússon skrifar 30. október 2014 15:11 Samfélagsábyrgð í sjávarútvegi snýst um að fyrirtæki í geiranum hafi jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Það gera þau með því að minnka neikvæðu áhrifin sem reksturinn hefur, t.d. með því að ganga vel um lífríki hafsins og koma fram af virðingu við fólk. Samfélagsábyrgðin snýst einnig um að fyrirtækin hafi uppbyggjandi áhrif á samfélagsþróun, þrói nýjar vörur og þjónstu, og hreinlega starfi þannig að það skapi aukið virði fyrir reksturinn og samfélagið í heild. Fullyrða má að mörg íslensk útvegsfyrirtæki hafi á ýmsum sviðum í gegnum tíðina sýnt mikla samfélagsábyrgð í sínum störfum. Þau hafa verið burðarás í samfélögum og látið gott af sér leiða á fjölbreyttan hátt. Þau hafa aukið öryggi sjómanna, bætt aðbúnað starfsmanna í landi, stutt við byggðalög og mannlífið þar og aukið gæði afurða. Að hluta til felst verkefni þeirra því í því að draga betur fram og segja frá því jákvæða sem fyrirtæki í sjávarútvegi standa fyrir. Tækifærin felst einnig í að fyrirtæki í sjávarútvegi skoði starfsemi sína með gagnrýnum hætti og spyrji hvernig þau geti náð enn betri árangri í umgengni við náttúruna og samfélögin þar sem þau starfa. Að þau skoði alla virðiskeðjuna; frá áhrifum veiðafæra á hafsbotninn, meðferð og nýtingu aflans, mengun og spilliefnanotkun flotans, skiptingu virðisaukans milli veiða- , vinnslustarfsfólks, eigenda fyrirtækjanna og eiganda auðlindarinnar, rekjanleika afurða, kolefnislosun við flutning á markað og upplýsingagjöf við erlenda kaupendur sjávarafurða. Slík naflaskoðun getur haft í för með sér umtalsverðan hagsæld til handa fyrirtækjum í sjávarútvegi til lengri tíma, t.a.m. einfaldari verkferla, minni kostnað, aukið traust hagsmunaaðila og þar með hraðari, einfaldari og hagkvæmari viðskipti, aukið stolt og traust starfsmanna og fyrirtækin geta einnig öðlast betri skilning á neysluvenjum þeirra sem á endanum kaupa og neyta sjávarafurða. Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi eiga það sammerkt með fyrirtækjum á öðrum sviðum út um allan heim að rekstrarumhverfi þeirra er að breytast. Verð á aðföngum hækkar jafnt og þétt og krafa almennings um aukið gagnsæi og ábyrga starfshætti verður sífellt háværari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru leiðandi á sínu sviði á heimsvísu þegar kemur að afköstum, og rekstri. Til að halda leiðtogahlutverki sínu þurfa þau að gera árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum markvissari og sýnilegri. Það mun verða þeim og samfélaginu til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfélagsábyrgð í sjávarútvegi snýst um að fyrirtæki í geiranum hafi jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Það gera þau með því að minnka neikvæðu áhrifin sem reksturinn hefur, t.d. með því að ganga vel um lífríki hafsins og koma fram af virðingu við fólk. Samfélagsábyrgðin snýst einnig um að fyrirtækin hafi uppbyggjandi áhrif á samfélagsþróun, þrói nýjar vörur og þjónstu, og hreinlega starfi þannig að það skapi aukið virði fyrir reksturinn og samfélagið í heild. Fullyrða má að mörg íslensk útvegsfyrirtæki hafi á ýmsum sviðum í gegnum tíðina sýnt mikla samfélagsábyrgð í sínum störfum. Þau hafa verið burðarás í samfélögum og látið gott af sér leiða á fjölbreyttan hátt. Þau hafa aukið öryggi sjómanna, bætt aðbúnað starfsmanna í landi, stutt við byggðalög og mannlífið þar og aukið gæði afurða. Að hluta til felst verkefni þeirra því í því að draga betur fram og segja frá því jákvæða sem fyrirtæki í sjávarútvegi standa fyrir. Tækifærin felst einnig í að fyrirtæki í sjávarútvegi skoði starfsemi sína með gagnrýnum hætti og spyrji hvernig þau geti náð enn betri árangri í umgengni við náttúruna og samfélögin þar sem þau starfa. Að þau skoði alla virðiskeðjuna; frá áhrifum veiðafæra á hafsbotninn, meðferð og nýtingu aflans, mengun og spilliefnanotkun flotans, skiptingu virðisaukans milli veiða- , vinnslustarfsfólks, eigenda fyrirtækjanna og eiganda auðlindarinnar, rekjanleika afurða, kolefnislosun við flutning á markað og upplýsingagjöf við erlenda kaupendur sjávarafurða. Slík naflaskoðun getur haft í för með sér umtalsverðan hagsæld til handa fyrirtækjum í sjávarútvegi til lengri tíma, t.a.m. einfaldari verkferla, minni kostnað, aukið traust hagsmunaaðila og þar með hraðari, einfaldari og hagkvæmari viðskipti, aukið stolt og traust starfsmanna og fyrirtækin geta einnig öðlast betri skilning á neysluvenjum þeirra sem á endanum kaupa og neyta sjávarafurða. Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi eiga það sammerkt með fyrirtækjum á öðrum sviðum út um allan heim að rekstrarumhverfi þeirra er að breytast. Verð á aðföngum hækkar jafnt og þétt og krafa almennings um aukið gagnsæi og ábyrga starfshætti verður sífellt háværari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru leiðandi á sínu sviði á heimsvísu þegar kemur að afköstum, og rekstri. Til að halda leiðtogahlutverki sínu þurfa þau að gera árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum markvissari og sýnilegri. Það mun verða þeim og samfélaginu til heilla.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun