Markasúpa Ronaldo og félaga | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 12:30 Óhætt er að segja að spænska stórliðið Real Madrid hafi farið á kostum í undanförnum leikjum. Í gær unnu Evrópumeistararnir Rayo Vallecano 5-1 á heimavelli, en liðið hefur nú unnið 13 leiki í röð í öllum keppnum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig átta. Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér að ofan. Alls hefur Real Madrid skorað 42 mörk í 11 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í vetur, en rúm 60 ár eru síðan lið var komið með svo mörg mörk eftir 11 deildarleiki. Það gerðist síðast tímabilið 1950-51. Þá skoraði Real Madrid einnig 42 mörk í fyrstu 11 leikjunum, en heldur hægðist á markaskorinu eftir það. Real skoraði alls 80 mörk í 30 leikjum tímabilið 1950-51, en endaði samt í 9. sæti af 16 liðum. Athletic Bilbao á metið yfir flest mörk eftir 11 leiki í efstu deild á Spáni, en tímabilið 1930-31 skoruðu Baskarnir 49 mörk í fyrstu 11 umferðunum. Athletic skoraði alls 73 mörk það tímabil, í 18 leikjum, sem gera 4,1 mark að meðaltali í leik.Flest mörk eftir 11 umferðir í La Liga: Athletic Bilbao (1930-31) - 49 Sevilla (1940-41) - 46 Real Madrid (1950-51) - 42 Real Madrid (2014-15) - 42 Barcelona (1950-51) - 41Ronaldo og Benzema fagna marki í gær.Vísir/GettyCristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid í deildinni til þessa, en Portúgalinn ótrúlegi er búinn að skora 18 mörk í aðeins tíu leikjum, sem gera tæplega tvö mörk að meðaltali í leik. Ronaldo skoraði fimmta og síðasta mark Real gegn Rayo Vallecano í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 10 deildarleikjum í röð. Karim Benzema kemur næstur með sex mörk, en hann skoraði eitt gegn Rayo Vallecano í gær og komst þar með upp í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn Real Madrid frá upphafi. Frakkinn hefur nú skorað 122 mörk, en í gær fór hann fram úr Gonzalo Higuaín og Juanito á markalistanum. Benzema þarf þrjú mörk til að komast yfir næsta mann á listanum, Pahiño, sem skoraði 124 mörk fyrir Real á árunum 1948-1953.Þessir hafa skorað mörkin 42 fyrir Real Madrid í La Liga á tímabilinu: Cristiano Ronaldo - 18 Karim Benzema - 6 Gareth Bale - 5 James Rodríguez - 4 Javier Hernández - 3 Sergio Ramos - 2 Isco - 1 Pepe - 1 Luka Modric - 1 Toni Kroos - 1 Spænski boltinn Tengdar fréttir Þrettándi sigur Real í röð Ótrúleg sigurganga Real Madrid heldur áfram. 8. nóvember 2014 00:01 Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30 Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07 Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Óhætt er að segja að spænska stórliðið Real Madrid hafi farið á kostum í undanförnum leikjum. Í gær unnu Evrópumeistararnir Rayo Vallecano 5-1 á heimavelli, en liðið hefur nú unnið 13 leiki í röð í öllum keppnum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig átta. Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér að ofan. Alls hefur Real Madrid skorað 42 mörk í 11 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í vetur, en rúm 60 ár eru síðan lið var komið með svo mörg mörk eftir 11 deildarleiki. Það gerðist síðast tímabilið 1950-51. Þá skoraði Real Madrid einnig 42 mörk í fyrstu 11 leikjunum, en heldur hægðist á markaskorinu eftir það. Real skoraði alls 80 mörk í 30 leikjum tímabilið 1950-51, en endaði samt í 9. sæti af 16 liðum. Athletic Bilbao á metið yfir flest mörk eftir 11 leiki í efstu deild á Spáni, en tímabilið 1930-31 skoruðu Baskarnir 49 mörk í fyrstu 11 umferðunum. Athletic skoraði alls 73 mörk það tímabil, í 18 leikjum, sem gera 4,1 mark að meðaltali í leik.Flest mörk eftir 11 umferðir í La Liga: Athletic Bilbao (1930-31) - 49 Sevilla (1940-41) - 46 Real Madrid (1950-51) - 42 Real Madrid (2014-15) - 42 Barcelona (1950-51) - 41Ronaldo og Benzema fagna marki í gær.Vísir/GettyCristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid í deildinni til þessa, en Portúgalinn ótrúlegi er búinn að skora 18 mörk í aðeins tíu leikjum, sem gera tæplega tvö mörk að meðaltali í leik. Ronaldo skoraði fimmta og síðasta mark Real gegn Rayo Vallecano í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 10 deildarleikjum í röð. Karim Benzema kemur næstur með sex mörk, en hann skoraði eitt gegn Rayo Vallecano í gær og komst þar með upp í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn Real Madrid frá upphafi. Frakkinn hefur nú skorað 122 mörk, en í gær fór hann fram úr Gonzalo Higuaín og Juanito á markalistanum. Benzema þarf þrjú mörk til að komast yfir næsta mann á listanum, Pahiño, sem skoraði 124 mörk fyrir Real á árunum 1948-1953.Þessir hafa skorað mörkin 42 fyrir Real Madrid í La Liga á tímabilinu: Cristiano Ronaldo - 18 Karim Benzema - 6 Gareth Bale - 5 James Rodríguez - 4 Javier Hernández - 3 Sergio Ramos - 2 Isco - 1 Pepe - 1 Luka Modric - 1 Toni Kroos - 1
Spænski boltinn Tengdar fréttir Þrettándi sigur Real í röð Ótrúleg sigurganga Real Madrid heldur áfram. 8. nóvember 2014 00:01 Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30 Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07 Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30
Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07
Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23