Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2014 20:15 Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík, sem nú er einnig Hljómahöllin. Þar funduðu sjö norrænir ráðherrar atvinnu- orku- og byggðamála en samhliða fór fram norræn ráðstefna um byggðamál í gær og í dag. Meðal ráðherranna var olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Tord Lien, sem norskir fjölmiðlar kalla Turbo Tord, eða Túrbó-Þórð. Í fyrra var hann sagður ætla að opna á meira íslenskt olíuævintýri þegar hann ákvað að norska ríkið, í gegnum ríkisolíufélagið Petoro, skyldi taka fullan þátt í olíuleit með Íslendingum á Drekasvæðinu, þrátt fyrir að nýgerður stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinar mælti fyrir um að Jan Mayen-svæðið skyldi ekki opnað til olíuleitar. „Við tókum þátt í þessu því höfum trú á að hér séu möguleikar sem hægt sé að kortleggja,“ segir Tord Lien í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en bætir við: „Það er ekkert leyndarmál að sjávarbotninn á hluta af íslenska og norska landgrunninu umhverfis Jan Mayen er mun erfiðari til rannsóknar en til dæmis landgrunnsbotninn við Noreg.“ Þótt hægriflokkarnir tveir í minnihlutastjórn Ernu Solberg í Noregi styðji báðir olíuleit við Jan Mayen neyddust þeir við stjórnarmyndun í fyrra til að fallast á kröfu tveggja smáflokka, um bann við opnun nýrra olíusvæða, til að tryggja sér stuðning þeirra á Stórþinginu. -Er bara spurning um tíma hvenær Noregur fer inn á Jan Mayen svæðið? „Ég vil ekki vera með getgátur um það,“ svarar Tord Lien. „Flokkur minn hefur talið að það eigi að opna Jan Mayen svæðið. Nú er fyrir hendi samstarfssamningur sem gildir til ársins 2017 og ríkisstjórnin fer eftir honum. Þannig er staðan í dag.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra stýrði fundi norrænu ráðherranefndarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Noregur Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík, sem nú er einnig Hljómahöllin. Þar funduðu sjö norrænir ráðherrar atvinnu- orku- og byggðamála en samhliða fór fram norræn ráðstefna um byggðamál í gær og í dag. Meðal ráðherranna var olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Tord Lien, sem norskir fjölmiðlar kalla Turbo Tord, eða Túrbó-Þórð. Í fyrra var hann sagður ætla að opna á meira íslenskt olíuævintýri þegar hann ákvað að norska ríkið, í gegnum ríkisolíufélagið Petoro, skyldi taka fullan þátt í olíuleit með Íslendingum á Drekasvæðinu, þrátt fyrir að nýgerður stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinar mælti fyrir um að Jan Mayen-svæðið skyldi ekki opnað til olíuleitar. „Við tókum þátt í þessu því höfum trú á að hér séu möguleikar sem hægt sé að kortleggja,“ segir Tord Lien í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en bætir við: „Það er ekkert leyndarmál að sjávarbotninn á hluta af íslenska og norska landgrunninu umhverfis Jan Mayen er mun erfiðari til rannsóknar en til dæmis landgrunnsbotninn við Noreg.“ Þótt hægriflokkarnir tveir í minnihlutastjórn Ernu Solberg í Noregi styðji báðir olíuleit við Jan Mayen neyddust þeir við stjórnarmyndun í fyrra til að fallast á kröfu tveggja smáflokka, um bann við opnun nýrra olíusvæða, til að tryggja sér stuðning þeirra á Stórþinginu. -Er bara spurning um tíma hvenær Noregur fer inn á Jan Mayen svæðið? „Ég vil ekki vera með getgátur um það,“ svarar Tord Lien. „Flokkur minn hefur talið að það eigi að opna Jan Mayen svæðið. Nú er fyrir hendi samstarfssamningur sem gildir til ársins 2017 og ríkisstjórnin fer eftir honum. Þannig er staðan í dag.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra stýrði fundi norrænu ráðherranefndarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Noregur Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent