Fótbolti

Lars: Meiri samkeppni í liðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar
„Þetta var góður leikur fyrir okkur. Við vorum að spila við eitt besta lið heims og í heildina stóðu strákarnir sig vel þannig að ég er nokkuð sáttur,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Fréttablaðið eftir tap „varaliðsins“ gegn Belgum í Brussel í gærkvöldi.

Lars og Heimir gerðu níu breytingar á byrjunarliðinu, sem hefur spilað síðustu þrjá leiki Íslands í undankeppni EM 2016.

„Þeir sem komu inn stóðu sig vel, en við vorum auðvitað að spila við mjög gott lið. Við sköpuðum færi en þeir eru með einn allra besta markvörð heims sem varði oft meistaralega.

„Við erum að verða betri og samkeppnin í liðinu að verða meiri. Það styttist í að við verðum með tvo mjög góða í hverja stöðu,“ sagði Lars. En hvað gerir þetta fyrir sjálfstraust liðsins sem er búið að vinna fjóra leiki í röð?

„Það er betra að vinna leiki en þetta hefur engin áhrif á okkur og sjálfstraust liðsins. Við lærum bara af þessu. Þetta drepur okkur svo sannarlega ekki,“ sagði Lars Lagerbäck.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×