Það sem við þykjumst vita Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. nóvember 2014 08:00 Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja gerði tilraun til að svara pistli mínum, „Hvað höfum við lært?“ á þessum vettvangi í síðustu viku. Yngvi svaraði ekki gagnrýni minni á bónusvæðingu bankakerfisins eftir hrun en notaði þess í stað dálksentímetrana sína til að reyna að fræða lesendur um kenningar Adams Smith, eins og þær séu einhver ný tíðindi. Það er staðreynd að stóru bankarnir þrír hafa virkjað starfskjarastefnur sínar að nýju og starfsmenn fjármálageirans njóta afkomutengdra bónusa. Það er einnig staðreynd að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs var 80% af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja til kominn vegna matsliða og óreglulegra liða eins og endurmats á hlutabréfum, lánasöfnum og sölu á hlutum í aflagðri starfsemi. Semsagt ekki traustum grunnrekstri. Yngvi Örn skautaði léttilega framhjá þessu í sinni grein. Hann tók heldur enga afstöðu til gagnrýni minnar á bónusakerfið í bönkunum en hún var rökstudd með vísan til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Adair Turner lávarður, sem situr í fjármálastöðugleikaráði Bretlands og er fyrrverandi stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), sagði árið 2010 að það sem fram færi á Wall Street og í fjármálafyrirtækjum almennt væri meira og minna „samfélagslega tilgangslaust.“ Turner var að öllum líkindum að setja þetta í samhengi við það brenglaða hugarfar sem réð ríkjum í bönkum á Vesturlöndum fyrir alþjóðlega fjármálaáfallið haustið 2008. Yngvi Örn þarf ekki að brýna fyrir fólki kenningar Adams Smith. Vissulega hagnast bankarnir á vaxtamun og þóknanatekjum og mikilvægi og hagræði greiðslumiðlunar verður seint ofmetið. Bankar eru hins vegar í grundvallaratriðum stoðeiningar undir raunverulega verðmætasköpun. Bankar framleiða ekki neitt. Bankar hjálpa okkur ekki að skapa gjaldeyri sem við þurfum til að vinna bug á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins eða aflétta höftum. Þvert á móti var það óeðlilegur og ævintýralegur vöxtur bankanna sem bjó vandamálið til sem við erum enn að glíma við. Þessi vöxtur fékk að þrífast í skjóli peningastefnu sem ýtti undir erlenda lántöku, vaxtamunaviðskipti og útþenslu fjármálakerfisins. Spákaupmaðurinn George Soros hefur sagt að það sé bæði ósjálfbær og óásættanleg staða að stærstur hluti hagnaðar fyrirtækja á markaði sé hjá bönkum. Fyrirtækjum sem framleiða ekki neitt. Hagvöxtur ætti fremur að vera drifinn áfram af raunverulegri verðmætasköpun. Það er ýmislegt sem bendir til þess að við höfum ekki dregið raunverulegan lærdóm af bankahruninu miðað við þau vinnubrögð sem þrífast í bönkunum sex árum frá hruni. Tilgangur minn var að spyrja spurninga og fá starfsfólk fjármálafyrirtækja til að líta í eigin barm. Yngvi Örn svaraði ekki spurningum mínum. Má túlka þögn hans um bónusakerfi bankanna og þau vinnubrögð sem þar eru stunduð eftir hrunið sem þögult samþykki? Það má í lok þessarar greina spyrja, hvers vegna eru bankarnir, tíu sinnum minni en þeir voru fyrir hrunið, að halda úti heilli skrifstofu undir merkjum Samtaka fjármálafyrirtækja? Vegna ákvæða samkeppnislaga mega bankarnir ekki eiga með sér samstarf nema að mjög takmörkuðu leyti en ættu þeir kannski frekar að nota peningana sem fara í SFF í einhverja raunverulega verðmætasköpun? Eða styðja við samfélagslega mikilvæg, atvinnuskapandi verkefni af einhverju tagi? Halda bankarnir úti heilli lobbý-skrifstofu fyrir sig vegna þess að stjórnendur þessara banka eru ennþá fastir í hjólförum þess hugarfars sem leiddi til bankahrunsins? Geta bankarnir ekki varið því fjármagni sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirtækja betur? Það er kannski umhugsunarefni fyrir stjórnendur bankanna. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja gerði tilraun til að svara pistli mínum, „Hvað höfum við lært?“ á þessum vettvangi í síðustu viku. Yngvi svaraði ekki gagnrýni minni á bónusvæðingu bankakerfisins eftir hrun en notaði þess í stað dálksentímetrana sína til að reyna að fræða lesendur um kenningar Adams Smith, eins og þær séu einhver ný tíðindi. Það er staðreynd að stóru bankarnir þrír hafa virkjað starfskjarastefnur sínar að nýju og starfsmenn fjármálageirans njóta afkomutengdra bónusa. Það er einnig staðreynd að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs var 80% af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja til kominn vegna matsliða og óreglulegra liða eins og endurmats á hlutabréfum, lánasöfnum og sölu á hlutum í aflagðri starfsemi. Semsagt ekki traustum grunnrekstri. Yngvi Örn skautaði léttilega framhjá þessu í sinni grein. Hann tók heldur enga afstöðu til gagnrýni minnar á bónusakerfið í bönkunum en hún var rökstudd með vísan til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Adair Turner lávarður, sem situr í fjármálastöðugleikaráði Bretlands og er fyrrverandi stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), sagði árið 2010 að það sem fram færi á Wall Street og í fjármálafyrirtækjum almennt væri meira og minna „samfélagslega tilgangslaust.“ Turner var að öllum líkindum að setja þetta í samhengi við það brenglaða hugarfar sem réð ríkjum í bönkum á Vesturlöndum fyrir alþjóðlega fjármálaáfallið haustið 2008. Yngvi Örn þarf ekki að brýna fyrir fólki kenningar Adams Smith. Vissulega hagnast bankarnir á vaxtamun og þóknanatekjum og mikilvægi og hagræði greiðslumiðlunar verður seint ofmetið. Bankar eru hins vegar í grundvallaratriðum stoðeiningar undir raunverulega verðmætasköpun. Bankar framleiða ekki neitt. Bankar hjálpa okkur ekki að skapa gjaldeyri sem við þurfum til að vinna bug á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins eða aflétta höftum. Þvert á móti var það óeðlilegur og ævintýralegur vöxtur bankanna sem bjó vandamálið til sem við erum enn að glíma við. Þessi vöxtur fékk að þrífast í skjóli peningastefnu sem ýtti undir erlenda lántöku, vaxtamunaviðskipti og útþenslu fjármálakerfisins. Spákaupmaðurinn George Soros hefur sagt að það sé bæði ósjálfbær og óásættanleg staða að stærstur hluti hagnaðar fyrirtækja á markaði sé hjá bönkum. Fyrirtækjum sem framleiða ekki neitt. Hagvöxtur ætti fremur að vera drifinn áfram af raunverulegri verðmætasköpun. Það er ýmislegt sem bendir til þess að við höfum ekki dregið raunverulegan lærdóm af bankahruninu miðað við þau vinnubrögð sem þrífast í bönkunum sex árum frá hruni. Tilgangur minn var að spyrja spurninga og fá starfsfólk fjármálafyrirtækja til að líta í eigin barm. Yngvi Örn svaraði ekki spurningum mínum. Má túlka þögn hans um bónusakerfi bankanna og þau vinnubrögð sem þar eru stunduð eftir hrunið sem þögult samþykki? Það má í lok þessarar greina spyrja, hvers vegna eru bankarnir, tíu sinnum minni en þeir voru fyrir hrunið, að halda úti heilli skrifstofu undir merkjum Samtaka fjármálafyrirtækja? Vegna ákvæða samkeppnislaga mega bankarnir ekki eiga með sér samstarf nema að mjög takmörkuðu leyti en ættu þeir kannski frekar að nota peningana sem fara í SFF í einhverja raunverulega verðmætasköpun? Eða styðja við samfélagslega mikilvæg, atvinnuskapandi verkefni af einhverju tagi? Halda bankarnir úti heilli lobbý-skrifstofu fyrir sig vegna þess að stjórnendur þessara banka eru ennþá fastir í hjólförum þess hugarfars sem leiddi til bankahrunsins? Geta bankarnir ekki varið því fjármagni sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirtækja betur? Það er kannski umhugsunarefni fyrir stjórnendur bankanna. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun