Krefjumst frelsis, réttlætis og friðar fyrir Palestínu Þórunn Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 19:37 Án vonarinnar væri Palestína ekki lengur til, sagði palestínskur vinur minn við mig á dögunum og ég held að hann hafi rétt fyrir sér. 29. nóvember er alþjóðlegur dagur samstöðu með palestínsku þjóðinni og fyrir ári síðan samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun þess efnis að árið 2014 skyldi tileinkað málsstaðnum. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni; Bandaríkin, Ísrael, Kanada, Ástralía, Marshall eyjar, Palau og Míkrónesía. 56 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Ályktunin glæddi eflaust von í hjarta margra. Þó svo að palestínska þjóðin hafi verið rænd ýmsu frá því að hernám Ísraela hófst árið 1948, þá hefur mörgum þrátt fyrir allt tekist að halda í vonina um að komandi kynslóðir geti notið þess að draga andann í frjálsri Palestínu.Blóði drifið árÁr samstöðunnar er senn á enda og ef við lítum yfir farin veg má sjá blóði drifna slóð Ísraelshers um land allt. Á þriðja þúsund manns hafa verið myrtir af ísraelska hernum á þessu hörmungaári í landinu, þar af langflestir í fjöldamorðunum á Gaza í sumar. Á tímum samfélags- og netmiðla gat heimurinn fylgst með fjöldamorðunum í beinni. Í fimmtíu og einn dag rigndi sprengjum nánast viðstöðulaust yfir Gaza á meðan heimurinn horfði á. Kvöld eftir kvöld varaði Bogi Ágústsson viðkvæmar sálir við myndum af raunveruleikanum. Því er ekki að neita að myndirnar sem Bogi og varaði okkur svo samviskulega við hvert sumarkvöldið á fætur öðru hreyfðu við fólki og vöktu hörð viðbrögð. Já, heimurinn grét með Gaza og marseraði um stræti og torg í mótmælaskyni. Samstaðan var sýnileg og sterk, nánast áþreifanleg. Alveg þar til sprengjunum hætti að rigna. Þá tók þögnin við. Martröðinni var nefnilega langt því frá lokið daginn sem fréttastofan hætti að vara okkur við myndbirtingum af sundursprengdum líkömum í kvöldfréttatíma sjónvarpsins. Ísraelsher eirði engu. Sjúkrahús, skólar og heimili eru rústir einar og vetur konungur hefur nú hafið innreið sína í herkvína á Gaza. Á ári samstöðunnar með Palestínu heldur Ísraelsher 1,8 milljón manns föngnum á vígvellinum, þar sem fórnarlömb hans eru án húsaskjóls, matar og öryggis.Versnandi ástand í allri PalestínuÞótt ástandið sé allra verst á Gaza, þá finnst í raun enginn griðastaður í Palestínu. Á Vesturbakkanum vaxa landtökubyggðirnar dag frá degi, fólk verður daglega fyrir ofbeldi af hálfu ísraelska hersins og landtökufólks, heimili eru lögð í rúst, börn jafnt sem fullorðnir eru fangelsuð án dóms og laga og allri mótspyrnu gegn hernáminu er mætt af vopnuðum hermönnum. Ástandið í Austur-Jerúsalem fer versnandi dag frá degi, nýlega tilkynnti Ísraelsstjórn að byggja ætti þúsund nýjar íbúðir fyrir landtökufólk í palestínska hluta borgarinnar, og íbúum Vesturbakkans er meinaður aðgangur að Jerúsalem. Hér í Hebron er ég í hópi alþjóðlegra sjálfboðaliða sem sitja daglega vaktir við landamærastöðvar sem hundruð palestínsk börn neyðast til að ganga í gegnum á leið sinni til og frá skóla. Börnin eiga það til að kasta steinum að vopnuðum hermönnunum og slíku er nær undantekningalaust svarað af hörku. Flestir skóladagar hefjast því og enda á táragasregni, hljóðsprengjum og oft og tíðum gúmmíhúðuðum stálkúlum. Vera alþjóðlegra sjálfboðaliða á staðnum mun þó seint koma í veg fyrir að ísraelskir hermenn skjóti á palestínsk skólabörn. Okkar hlutverk er að skrásetja þessa daglegu atburði og vona að einhvern daginn muni þeir ná eyrum og augum alþjóðasamfélagsins. Sú bið er orðin löng og ár samstöðunnar virðist ekki ætla að breyta neinu þar um. Ég ætla ekki að reyna að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að horfa upp á sex ára gömul skólabörn með alltof stóru Spiderman-skólatöskurnar sínar á bakinu hlaupandi á flótta undan táragasskýi. Ringulreiðina sem skapast þegar þessi litlu stýri reyna að forða sér undan illsku heimsins. Örvæntinguna sem fylgir því þegar herinn nær þeim og handtekur, því sex ára gamlir fætur duga oft skammt þegar á hælum þeirra er fullvaxinn, vopnaður hermaður með hefndarglampa í augum. Sýnum Palestínu samstöðu!Það er löngu kominn tími til að alþjóðasamfélagið taki málin í sínar hendur og bindi enda á þetta lengsta hernám okkar tíma. Ár samstöðunnar er ekki liðið og vonin er enn til staðar, en þrýstingurinn verður að koma alls staðar frá. Hættum að versla við Ísrael og setjum þrýsting á stjórnmálafólkið sem sum okkar kusu til þess að tala máli okkar allra. Sýnum ábyrgð, bregðumst við og neitum að lifa í heimi sem lætur hernámið í Palestínu viðgangast. Ef einstaklingar geta breytt heiminum, ímyndið ykkur þá hvað þrjúhundruð þúsund manns geta gert. Nei annars, látið vera að ímynda ykkur það, gerum það. Tileinkum ekki bara daginn í dag, heldur alla aðra daga frjálsri Palestínu. Palestínska þjóðin hefur sterka rödd og mætir hernámi Ísraels með mótspyrnu alla ársins daga. En það þjónar litlum tilgangi að hafa rödd ef áheyrendurnir eru ekki til staðar. Opnum eyrun, leggjum við hlustir og öskrum í kór með palestínskum systrum okkar og bræðrum. Mótmælum, þrýstum og teygjum okkur langt út fyrir þægindaramma vestrænna bjúrókrata og öskrum svo bara hærra ef með þarf. Krefjumst þess sem er réttur okkar allra. Krefjumst frelsis, réttlætis og friðar. Þórunn Ólafsdóttir, sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Án vonarinnar væri Palestína ekki lengur til, sagði palestínskur vinur minn við mig á dögunum og ég held að hann hafi rétt fyrir sér. 29. nóvember er alþjóðlegur dagur samstöðu með palestínsku þjóðinni og fyrir ári síðan samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun þess efnis að árið 2014 skyldi tileinkað málsstaðnum. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni; Bandaríkin, Ísrael, Kanada, Ástralía, Marshall eyjar, Palau og Míkrónesía. 56 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Ályktunin glæddi eflaust von í hjarta margra. Þó svo að palestínska þjóðin hafi verið rænd ýmsu frá því að hernám Ísraela hófst árið 1948, þá hefur mörgum þrátt fyrir allt tekist að halda í vonina um að komandi kynslóðir geti notið þess að draga andann í frjálsri Palestínu.Blóði drifið árÁr samstöðunnar er senn á enda og ef við lítum yfir farin veg má sjá blóði drifna slóð Ísraelshers um land allt. Á þriðja þúsund manns hafa verið myrtir af ísraelska hernum á þessu hörmungaári í landinu, þar af langflestir í fjöldamorðunum á Gaza í sumar. Á tímum samfélags- og netmiðla gat heimurinn fylgst með fjöldamorðunum í beinni. Í fimmtíu og einn dag rigndi sprengjum nánast viðstöðulaust yfir Gaza á meðan heimurinn horfði á. Kvöld eftir kvöld varaði Bogi Ágústsson viðkvæmar sálir við myndum af raunveruleikanum. Því er ekki að neita að myndirnar sem Bogi og varaði okkur svo samviskulega við hvert sumarkvöldið á fætur öðru hreyfðu við fólki og vöktu hörð viðbrögð. Já, heimurinn grét með Gaza og marseraði um stræti og torg í mótmælaskyni. Samstaðan var sýnileg og sterk, nánast áþreifanleg. Alveg þar til sprengjunum hætti að rigna. Þá tók þögnin við. Martröðinni var nefnilega langt því frá lokið daginn sem fréttastofan hætti að vara okkur við myndbirtingum af sundursprengdum líkömum í kvöldfréttatíma sjónvarpsins. Ísraelsher eirði engu. Sjúkrahús, skólar og heimili eru rústir einar og vetur konungur hefur nú hafið innreið sína í herkvína á Gaza. Á ári samstöðunnar með Palestínu heldur Ísraelsher 1,8 milljón manns föngnum á vígvellinum, þar sem fórnarlömb hans eru án húsaskjóls, matar og öryggis.Versnandi ástand í allri PalestínuÞótt ástandið sé allra verst á Gaza, þá finnst í raun enginn griðastaður í Palestínu. Á Vesturbakkanum vaxa landtökubyggðirnar dag frá degi, fólk verður daglega fyrir ofbeldi af hálfu ísraelska hersins og landtökufólks, heimili eru lögð í rúst, börn jafnt sem fullorðnir eru fangelsuð án dóms og laga og allri mótspyrnu gegn hernáminu er mætt af vopnuðum hermönnum. Ástandið í Austur-Jerúsalem fer versnandi dag frá degi, nýlega tilkynnti Ísraelsstjórn að byggja ætti þúsund nýjar íbúðir fyrir landtökufólk í palestínska hluta borgarinnar, og íbúum Vesturbakkans er meinaður aðgangur að Jerúsalem. Hér í Hebron er ég í hópi alþjóðlegra sjálfboðaliða sem sitja daglega vaktir við landamærastöðvar sem hundruð palestínsk börn neyðast til að ganga í gegnum á leið sinni til og frá skóla. Börnin eiga það til að kasta steinum að vopnuðum hermönnunum og slíku er nær undantekningalaust svarað af hörku. Flestir skóladagar hefjast því og enda á táragasregni, hljóðsprengjum og oft og tíðum gúmmíhúðuðum stálkúlum. Vera alþjóðlegra sjálfboðaliða á staðnum mun þó seint koma í veg fyrir að ísraelskir hermenn skjóti á palestínsk skólabörn. Okkar hlutverk er að skrásetja þessa daglegu atburði og vona að einhvern daginn muni þeir ná eyrum og augum alþjóðasamfélagsins. Sú bið er orðin löng og ár samstöðunnar virðist ekki ætla að breyta neinu þar um. Ég ætla ekki að reyna að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að horfa upp á sex ára gömul skólabörn með alltof stóru Spiderman-skólatöskurnar sínar á bakinu hlaupandi á flótta undan táragasskýi. Ringulreiðina sem skapast þegar þessi litlu stýri reyna að forða sér undan illsku heimsins. Örvæntinguna sem fylgir því þegar herinn nær þeim og handtekur, því sex ára gamlir fætur duga oft skammt þegar á hælum þeirra er fullvaxinn, vopnaður hermaður með hefndarglampa í augum. Sýnum Palestínu samstöðu!Það er löngu kominn tími til að alþjóðasamfélagið taki málin í sínar hendur og bindi enda á þetta lengsta hernám okkar tíma. Ár samstöðunnar er ekki liðið og vonin er enn til staðar, en þrýstingurinn verður að koma alls staðar frá. Hættum að versla við Ísrael og setjum þrýsting á stjórnmálafólkið sem sum okkar kusu til þess að tala máli okkar allra. Sýnum ábyrgð, bregðumst við og neitum að lifa í heimi sem lætur hernámið í Palestínu viðgangast. Ef einstaklingar geta breytt heiminum, ímyndið ykkur þá hvað þrjúhundruð þúsund manns geta gert. Nei annars, látið vera að ímynda ykkur það, gerum það. Tileinkum ekki bara daginn í dag, heldur alla aðra daga frjálsri Palestínu. Palestínska þjóðin hefur sterka rödd og mætir hernámi Ísraels með mótspyrnu alla ársins daga. En það þjónar litlum tilgangi að hafa rödd ef áheyrendurnir eru ekki til staðar. Opnum eyrun, leggjum við hlustir og öskrum í kór með palestínskum systrum okkar og bræðrum. Mótmælum, þrýstum og teygjum okkur langt út fyrir þægindaramma vestrænna bjúrókrata og öskrum svo bara hærra ef með þarf. Krefjumst þess sem er réttur okkar allra. Krefjumst frelsis, réttlætis og friðar. Þórunn Ólafsdóttir, sjálfboðaliði á Vesturbakkanum.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar