Atli Viðar: Sáttur við þessa lausn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2014 19:26 Vísir/Arnþór Atli Viðar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH eins og fram hefur komið og hefur þar með sitt fjórtánda tímabil hjá Hafnarfjarðarfélaginu. Hann gerði tveggja ára samning sem er með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Ég gaf mér tíma til að hugsa málið - vega og meta framhaldið,“ sagði Atli Viðar en gamli samningurinn rann út eftir tímabilið og sagði hann þá að hann væri alvarlega að íhuga að yfirgefa FH. „Nokkur félög hringdu,“ sagði hann um áhuga annarra liða en vildi ekkert segja nánar um hversu langt viðræður þau fóru. „FH-ingar létu strax vita af sínum áhuga en ég ákvað að taka mér smá frí eftir tímabilið. Ég hef því ekki legið undir feldi í tvo mánuði og hugsað stanslaust um fótbolta.“ „Síðustu daga höfum við spjallað saman og fundið lausn sem ég er sáttur við,“ sagði Atli Viðar sem fékk þó minna að spila í sumar en oft áður. „Auðvitað vill maður spila eins og ég hef áður sagt og þetta hafði sitt að segja í öllu þessu ferli. En þegar ég var búinn að setjast niður og hugsa málið til enda þá tel ég að þessi ákvörðun sé rétt. Ég stend og fell með henni.“ Það eru rúm fjórtán ár liðin síðan hann samdi fyrst við FH og hefur hann verið samningsbundinn félaginu allan þann tíma. Hann var reyndar lánaður til Fjölnis og lék með félaginu í eitt tímabil þegar hann var að koma til baka eftir erfið meiðsli. „Þessi tími hefur liðið fáránlega hratt og breytingin sem hefur orðið á þeim tíma, til dæmis á FH sem knattspyrnufélagi, er ótrúleg. Ég hef átt frábæran tíma í þessu félagi.“ Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki leitt hugann að því að hann yrði svo lengi hjá FH þegar hann gekk til liðs við félagið í október árið 2000. „Þá var ég bara tvítugur gutti utan að landi og var ekkert að spá í slíku löguðu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Atli Viðar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH eins og fram hefur komið og hefur þar með sitt fjórtánda tímabil hjá Hafnarfjarðarfélaginu. Hann gerði tveggja ára samning sem er með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Ég gaf mér tíma til að hugsa málið - vega og meta framhaldið,“ sagði Atli Viðar en gamli samningurinn rann út eftir tímabilið og sagði hann þá að hann væri alvarlega að íhuga að yfirgefa FH. „Nokkur félög hringdu,“ sagði hann um áhuga annarra liða en vildi ekkert segja nánar um hversu langt viðræður þau fóru. „FH-ingar létu strax vita af sínum áhuga en ég ákvað að taka mér smá frí eftir tímabilið. Ég hef því ekki legið undir feldi í tvo mánuði og hugsað stanslaust um fótbolta.“ „Síðustu daga höfum við spjallað saman og fundið lausn sem ég er sáttur við,“ sagði Atli Viðar sem fékk þó minna að spila í sumar en oft áður. „Auðvitað vill maður spila eins og ég hef áður sagt og þetta hafði sitt að segja í öllu þessu ferli. En þegar ég var búinn að setjast niður og hugsa málið til enda þá tel ég að þessi ákvörðun sé rétt. Ég stend og fell með henni.“ Það eru rúm fjórtán ár liðin síðan hann samdi fyrst við FH og hefur hann verið samningsbundinn félaginu allan þann tíma. Hann var reyndar lánaður til Fjölnis og lék með félaginu í eitt tímabil þegar hann var að koma til baka eftir erfið meiðsli. „Þessi tími hefur liðið fáránlega hratt og breytingin sem hefur orðið á þeim tíma, til dæmis á FH sem knattspyrnufélagi, er ótrúleg. Ég hef átt frábæran tíma í þessu félagi.“ Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki leitt hugann að því að hann yrði svo lengi hjá FH þegar hann gekk til liðs við félagið í október árið 2000. „Þá var ég bara tvítugur gutti utan að landi og var ekkert að spá í slíku löguðu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06