Greinin sem má ekki skrifa Birgir Örn Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2014 13:29 Sú kirkja sem er í hvað hraðasta vextinum hér á landi í dag er sennilega pólitíska rétttrúnaðarkirkjan. Ég held svei mér þá að það sé jafnvel kominn tími til að tilnefna hana bara sem þjóðkirkju. Þetta er svo afspyrnu flókið samfélag eitthvað. Samfélag þar sem allir eiga rétt á að vera eins og þeir eru og hafa rétt á sínum skoðunum. Sko, svo framarlega sem þeir séu réttu aðilarnir með réttu skoðanirnar. Tökum trúarskoðanir sem dæmi. Í dag virðist allt vera leyfilegt, nema að vera kristinn. Kristnir eru víst upp til hópa þröngsýnir öfga hægri afturhaldssinnar. Ekki múslimar, ásatrúarfólk eða þeir sem trúa ekki yfir höfuð. Nei, þeir eru allir frábærir, friðelskandi og víðsýnir framfarasinnar. Og þá væntanlega vinstrimenn? Kommon, erum við ekki bara flest öll ljómandi fín? Mér finnst það. Við viljum bara svo oft finna þær ræddir sem við kjósum að hlusta á til þess að syngja í kórnum sem við viljum ekki heyra í. „Æji, mér er alveg sama hvað þessi var að segja, hann er svo næs eitthvað. Hlustum frekar á þennan hrokafulla besservisser sem er þarna. Sko, þetta eru allt asnar. Ég vissi það.“ Annað málefni sem er heitara en húddið á svörtum bíl í Svíþjóð að sumri eru málefni innflytjenda og hælisleitenda. Nei, ég er ekki að fara að tala um lekamálið. Það er gjörsamlega dauða synd að ræða um þessi mál nema á ákveðinn hátt. Innflytjendur og hælisleitendur koma úr misjafnri menningu og hafa misjafnan bakgrunn en eru auðvitað að megninu til dásamlegt fólk, alveg eins og allir aðrir. Það kemur því ekkert við þó svo að einhverjir vilji velta upp öllum hliðum þessara mála. Stundum snýst það um fordóma og það er slæmt. Það er samt alger óþarfi og ósanngjarnt að skjóta hvern þann niður sem vogar sér að velta því upp hvort vandamál geti fylgt auknum fjölda innflytjenda eða því hvort við eigum eða getum tekið við öllum hælisleitendum sem hingað koma. Ég hef heldur enga ástæðu til þess að ætla að starfsfólk útlendingastofnunar eða aðrir sem vinna við þessu mál séu eitthvað illa innrætt. Ekki frekar en hælisleitendurnir sjálfir. Í pólitísku réttrúnaðarkirkjunni er það líka litið hornauga að tala með stolti um land og þjóð. Eru menn þá gjarnan fljótt kenndir við þjóðernishyggju og fordóma. Það er oftast frekar ósanngjarnt tal og ég held að það sé bara oft notað til þess að ná sér niður á pólitískum andstæðingum. Ég held til dæmis að það hafi ekkert afbrygðilegt legið að baki því að Sigmundir Davíð hafi sett upp íslenska fánann á skrifstofunni sinni. Ef forsætisráðherrann má ekki vera stoltur af landi og þjóð þá ekki hver? Ég er stoltur af fjölskyldunni minni. Ég veit samt vel að hún er ekkert yfir aðrar fjölskyldur hafin. Við erum lítil þjóð á afskektu skeri og höfum gengið saman í gegnum marga mýrina. Ég vona svo sannarlega að við komumst í gegnum þá sem við erum að staulast yfir núna en ég held að það sé betra og í raun nauðsynlegt að við peppum hvort annað meira upp í staðinn fyrir að vera alltaf að hrinda hvort öðru í svaðið. Að lokum er hér smá saga úr vinnunni. Ég fór eitt sinn í útkall þar sem nágrannar höfðu hringt út af látum í einni blokkaríbúð. Þegar við komum á staðinn tók á móti okkur maður af erlendum uppruna. Hann var nokkuð æstur en samt mjög kurteis við okkur. Hann bauð okkur inn og við könnuðum ástandið. Inni í svefnherbergi fann ég konuna hans, sem er íslensk, sitjandi grátandi á gólfinu. Þegar ég kom inn stóð hún strax upp og sagði að það væri allt í lagi hjá þeim. Ég trúði því nú ekki alveg og ræddi lengur við hana. Í ljós kom að hún hafði ætlað út að skemmta sér en maðurinn hennar hafði ekki leyft henni það. Við ræddum svo saman í nokkra stund og það kom í ljós að þetta var ekkert nýtt. Eftir að hafa rætt við hana fór ég og ræddi við eiginmanninn. Hann sagði mér sömu sögu. Þegar ég sagði honum að hann gæti ekki haldið henni inni þá horfði hann á mig og sagði hissa, „jú auðvitað, ég er maðurinn hennar.“ Það sló mig hversu hissa hann var á því að hann mætti þetta ekki. Honum fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Við ræddum saman í nokkra stund og ég reyndi að útskýra hvernig þetta virkaði samkvæmt íslenskum lögum í íslensku samfélagi. Hann sagðist skilja það en ég veit ekki hversu djúpt það náði. Vinkona konunnar kom svo á staðinn og eftir að við höfðum gengið úr skugga um að okkur væri óhætt að fara yfirgáfum við vettvanginn. Eftir svona mál þá er kannski ekkert óeðlilegt að maður velti því fyrir sér hvort menning þeirra sem hingað koma sé alltaf þeirra einkamál. Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. Umfram allt verðum við að passa okkur á því að ræða við hvort annað og um hvort annað í kærleika og að virðingu. Sama hverrar þjóðar við erum, hverrar trúar við erum eða hvar við stöndum í pólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sú kirkja sem er í hvað hraðasta vextinum hér á landi í dag er sennilega pólitíska rétttrúnaðarkirkjan. Ég held svei mér þá að það sé jafnvel kominn tími til að tilnefna hana bara sem þjóðkirkju. Þetta er svo afspyrnu flókið samfélag eitthvað. Samfélag þar sem allir eiga rétt á að vera eins og þeir eru og hafa rétt á sínum skoðunum. Sko, svo framarlega sem þeir séu réttu aðilarnir með réttu skoðanirnar. Tökum trúarskoðanir sem dæmi. Í dag virðist allt vera leyfilegt, nema að vera kristinn. Kristnir eru víst upp til hópa þröngsýnir öfga hægri afturhaldssinnar. Ekki múslimar, ásatrúarfólk eða þeir sem trúa ekki yfir höfuð. Nei, þeir eru allir frábærir, friðelskandi og víðsýnir framfarasinnar. Og þá væntanlega vinstrimenn? Kommon, erum við ekki bara flest öll ljómandi fín? Mér finnst það. Við viljum bara svo oft finna þær ræddir sem við kjósum að hlusta á til þess að syngja í kórnum sem við viljum ekki heyra í. „Æji, mér er alveg sama hvað þessi var að segja, hann er svo næs eitthvað. Hlustum frekar á þennan hrokafulla besservisser sem er þarna. Sko, þetta eru allt asnar. Ég vissi það.“ Annað málefni sem er heitara en húddið á svörtum bíl í Svíþjóð að sumri eru málefni innflytjenda og hælisleitenda. Nei, ég er ekki að fara að tala um lekamálið. Það er gjörsamlega dauða synd að ræða um þessi mál nema á ákveðinn hátt. Innflytjendur og hælisleitendur koma úr misjafnri menningu og hafa misjafnan bakgrunn en eru auðvitað að megninu til dásamlegt fólk, alveg eins og allir aðrir. Það kemur því ekkert við þó svo að einhverjir vilji velta upp öllum hliðum þessara mála. Stundum snýst það um fordóma og það er slæmt. Það er samt alger óþarfi og ósanngjarnt að skjóta hvern þann niður sem vogar sér að velta því upp hvort vandamál geti fylgt auknum fjölda innflytjenda eða því hvort við eigum eða getum tekið við öllum hælisleitendum sem hingað koma. Ég hef heldur enga ástæðu til þess að ætla að starfsfólk útlendingastofnunar eða aðrir sem vinna við þessu mál séu eitthvað illa innrætt. Ekki frekar en hælisleitendurnir sjálfir. Í pólitísku réttrúnaðarkirkjunni er það líka litið hornauga að tala með stolti um land og þjóð. Eru menn þá gjarnan fljótt kenndir við þjóðernishyggju og fordóma. Það er oftast frekar ósanngjarnt tal og ég held að það sé bara oft notað til þess að ná sér niður á pólitískum andstæðingum. Ég held til dæmis að það hafi ekkert afbrygðilegt legið að baki því að Sigmundir Davíð hafi sett upp íslenska fánann á skrifstofunni sinni. Ef forsætisráðherrann má ekki vera stoltur af landi og þjóð þá ekki hver? Ég er stoltur af fjölskyldunni minni. Ég veit samt vel að hún er ekkert yfir aðrar fjölskyldur hafin. Við erum lítil þjóð á afskektu skeri og höfum gengið saman í gegnum marga mýrina. Ég vona svo sannarlega að við komumst í gegnum þá sem við erum að staulast yfir núna en ég held að það sé betra og í raun nauðsynlegt að við peppum hvort annað meira upp í staðinn fyrir að vera alltaf að hrinda hvort öðru í svaðið. Að lokum er hér smá saga úr vinnunni. Ég fór eitt sinn í útkall þar sem nágrannar höfðu hringt út af látum í einni blokkaríbúð. Þegar við komum á staðinn tók á móti okkur maður af erlendum uppruna. Hann var nokkuð æstur en samt mjög kurteis við okkur. Hann bauð okkur inn og við könnuðum ástandið. Inni í svefnherbergi fann ég konuna hans, sem er íslensk, sitjandi grátandi á gólfinu. Þegar ég kom inn stóð hún strax upp og sagði að það væri allt í lagi hjá þeim. Ég trúði því nú ekki alveg og ræddi lengur við hana. Í ljós kom að hún hafði ætlað út að skemmta sér en maðurinn hennar hafði ekki leyft henni það. Við ræddum svo saman í nokkra stund og það kom í ljós að þetta var ekkert nýtt. Eftir að hafa rætt við hana fór ég og ræddi við eiginmanninn. Hann sagði mér sömu sögu. Þegar ég sagði honum að hann gæti ekki haldið henni inni þá horfði hann á mig og sagði hissa, „jú auðvitað, ég er maðurinn hennar.“ Það sló mig hversu hissa hann var á því að hann mætti þetta ekki. Honum fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Við ræddum saman í nokkra stund og ég reyndi að útskýra hvernig þetta virkaði samkvæmt íslenskum lögum í íslensku samfélagi. Hann sagðist skilja það en ég veit ekki hversu djúpt það náði. Vinkona konunnar kom svo á staðinn og eftir að við höfðum gengið úr skugga um að okkur væri óhætt að fara yfirgáfum við vettvanginn. Eftir svona mál þá er kannski ekkert óeðlilegt að maður velti því fyrir sér hvort menning þeirra sem hingað koma sé alltaf þeirra einkamál. Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. Umfram allt verðum við að passa okkur á því að ræða við hvort annað og um hvort annað í kærleika og að virðingu. Sama hverrar þjóðar við erum, hverrar trúar við erum eða hvar við stöndum í pólitík.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar