Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2014 21:45 Þótt nýjum jarðgöngum sé jafnan fagnað innilega hafa þau einnig leitt til þess að byggðir missa margs kyns starfsemi þegar þjónustusvæði stækka. Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. Búið er að grafa yfir fjóra kílómetra eða rúmlega helminginn af göngunum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar en áformað er að þau verði opnuð árið 2017. Norðfirðingar gera sér grein fyrir að göngin valda byltingu sem þeir eru þegar farnir að búa sig undir.Áformað er að Norðfjarðargöng verði opnuð umferð árið 2017.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við heyrðum Fáskrúðsfirðinga nýlega í þættinum „Um land allt" lýsa jarðgöngunum sem þeir fengu sem stórkostlegum. Og það er jafnan viðkvæðið í þeim byggðum sem fá slíka samgöngubót. En það er líka annað sem gerist þegar leiðir styttast, eins og þeir fundu fyrir á Fáskrúðsfirði. Fyrirtæki og stofnanir sáu færi á að hagræða í verslun og margskyns þjónustu. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að á Fáskrúðsfirði hafi menn misst ákveðna þjónustu, eins og póstþjónustu, banka og apótek. Þar hafa menn reynt að mæta þessum samdrætti með því að draga fram eigin sérstöðu. Uppbygging franska spítalans og hótelsins séu liður í þessu, að mati Páls Björgvins. Vegna ganganna hafi aðrir greiðari aðgang til Fáskrúðsfjarðar.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, með Norðfjarðarhöfn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum frammi fyrir því að það sé bara meira krefjandi verkefni að búa til þjónustu hér sem aðrir koma þá til með að sækja,“ segir bæjarstjórinn. Norðfirðingar hafa nú rúm tvö ár til að búa sig undir að missa hugsanlega einhverja starfsemi eða kannski bæta einhverri annarri við. Í Neskaupstað verði að hugsa um hvaða þjónustu sé hægt að bjóða þar til framtíðar, segir Páll Björgvin. „Þannig að þetta virkar í báðar áttir þegar göngin verða opnuð.“ Fjarðabyggð Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Þótt nýjum jarðgöngum sé jafnan fagnað innilega hafa þau einnig leitt til þess að byggðir missa margs kyns starfsemi þegar þjónustusvæði stækka. Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. Búið er að grafa yfir fjóra kílómetra eða rúmlega helminginn af göngunum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar en áformað er að þau verði opnuð árið 2017. Norðfirðingar gera sér grein fyrir að göngin valda byltingu sem þeir eru þegar farnir að búa sig undir.Áformað er að Norðfjarðargöng verði opnuð umferð árið 2017.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við heyrðum Fáskrúðsfirðinga nýlega í þættinum „Um land allt" lýsa jarðgöngunum sem þeir fengu sem stórkostlegum. Og það er jafnan viðkvæðið í þeim byggðum sem fá slíka samgöngubót. En það er líka annað sem gerist þegar leiðir styttast, eins og þeir fundu fyrir á Fáskrúðsfirði. Fyrirtæki og stofnanir sáu færi á að hagræða í verslun og margskyns þjónustu. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að á Fáskrúðsfirði hafi menn misst ákveðna þjónustu, eins og póstþjónustu, banka og apótek. Þar hafa menn reynt að mæta þessum samdrætti með því að draga fram eigin sérstöðu. Uppbygging franska spítalans og hótelsins séu liður í þessu, að mati Páls Björgvins. Vegna ganganna hafi aðrir greiðari aðgang til Fáskrúðsfjarðar.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, með Norðfjarðarhöfn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum frammi fyrir því að það sé bara meira krefjandi verkefni að búa til þjónustu hér sem aðrir koma þá til með að sækja,“ segir bæjarstjórinn. Norðfirðingar hafa nú rúm tvö ár til að búa sig undir að missa hugsanlega einhverja starfsemi eða kannski bæta einhverri annarri við. Í Neskaupstað verði að hugsa um hvaða þjónustu sé hægt að bjóða þar til framtíðar, segir Páll Björgvin. „Þannig að þetta virkar í báðar áttir þegar göngin verða opnuð.“
Fjarðabyggð Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00