Þjálfarinn sem Gay klagaði úrskurðaður í átta ára bann Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. desember 2014 14:30 Jon Drummond þarf að finna sér eitthvað annað að gera. vísir/getty Jon Drummond, fyrrverandi þjálfari spretthlauparans Tysons Gay, var í gær úrskurðaður í átta ára bann af bandaríska lyfjaeftirlitinu. Drummond, sem vann gull með boðhlaupssveit Bandaríkjanna í 4x100 metra hlaupi í Sydney, var fundinn sekur um að hafa átt, selt og sprautað ólöglegum lyfjum í íþróttamenn sem hann þjálfaði. Bannið tók gildi í gær, daginn sem hann var fundinn sekur, og má hann ekki koma nálægt frjálsíþróttum næstu átta árin, en hann er 46 ára gamall. Fyrr á þessu ári var Gay úrskurðaður í eins árs keppnisbann þegar anabólískir sterar fundust í þvagsýni hans. Bannið var stytt verulega því Gay veitti bandaríska lyfjaeftirlitinu upplýsingar sem leiddu til þess að mál var sótt gegn Drummond og hann á endanum fundinn sekur. Þetta er fjórum sinnum lengra bann en íþróttamenn eru vanalega úrskurðaðir í fyrir svipuð brot, en lyfjaeftirlit Bandaríkjanna tekur hart á því þegar þjálfarar misnota aðstöðu sína „Þjálfarar eiga að vernda íþróttamenn, ekki notfæra sér þá. Þeir eiga að sjá til þess að íþróttamennirnir njóti stuðnings, æfi vel og veita þeim góð ráð sem hjálpa þeim að vinna heiðarlega,“ segir Travis Tygart, framkvæmdastjóri lyfjaeftirlitsins. Drummond má ekki þjálfa eða leiðbeina frjálsíþróttamönnum á meðan banninu stendur, en bannið var samþykkt af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu og gildir því um allan heim, ekki bara í Bandaríkjunum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Jon Drummond, fyrrverandi þjálfari spretthlauparans Tysons Gay, var í gær úrskurðaður í átta ára bann af bandaríska lyfjaeftirlitinu. Drummond, sem vann gull með boðhlaupssveit Bandaríkjanna í 4x100 metra hlaupi í Sydney, var fundinn sekur um að hafa átt, selt og sprautað ólöglegum lyfjum í íþróttamenn sem hann þjálfaði. Bannið tók gildi í gær, daginn sem hann var fundinn sekur, og má hann ekki koma nálægt frjálsíþróttum næstu átta árin, en hann er 46 ára gamall. Fyrr á þessu ári var Gay úrskurðaður í eins árs keppnisbann þegar anabólískir sterar fundust í þvagsýni hans. Bannið var stytt verulega því Gay veitti bandaríska lyfjaeftirlitinu upplýsingar sem leiddu til þess að mál var sótt gegn Drummond og hann á endanum fundinn sekur. Þetta er fjórum sinnum lengra bann en íþróttamenn eru vanalega úrskurðaðir í fyrir svipuð brot, en lyfjaeftirlit Bandaríkjanna tekur hart á því þegar þjálfarar misnota aðstöðu sína „Þjálfarar eiga að vernda íþróttamenn, ekki notfæra sér þá. Þeir eiga að sjá til þess að íþróttamennirnir njóti stuðnings, æfi vel og veita þeim góð ráð sem hjálpa þeim að vinna heiðarlega,“ segir Travis Tygart, framkvæmdastjóri lyfjaeftirlitsins. Drummond má ekki þjálfa eða leiðbeina frjálsíþróttamönnum á meðan banninu stendur, en bannið var samþykkt af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu og gildir því um allan heim, ekki bara í Bandaríkjunum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira