200 metra hlaupi, þrístökki og kúluvarpi mögulega hent útaf ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2014 11:30 Usain Bolt. Vísir/Getty Usain Bolt gæti mögulega orðið síðasti Ólympíumeistarinn í 200 metra hlaupi vinni hann Ólympíugullið í Ríó árið 2016. Greininni verður möguleika fórnað og hún er ekki sú eina. Eina af ástsælustu íþróttagreinum Íslendinga á leikunum er einnig í hættu. Ástralska blaðið The Age hefur heimildir fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin ætli sér að skera niður frjálsíþróttaprógrammið til að koma fyrir fleiri íþróttagreinum á Sumarólympíuleikunum. 200 metra hlaupið er ekki eina greinin í hættu því fjórar aðrar greinar eru mögulega á leiðinni út eða kúluvarp, 10 þúsund metra hlaup, 20 km ganga og þrístökk. Vinsældir og líkindi með öðrum greinum myndi spila stærstan þáttinn í þeirri ákvörðun að fórna þessum greinum. Mörgum þætti skrítið að hætta að keppa í 200 metra hlaupi, einni af greinum stærstu stjörnu frjálsíþróttanna, Usain Bolt. Greinin mun þó aldrei detta útaf leikunum fyrr en skórnir hans Bolt eru komnir upp á hillu. Íslendingar hafa örugglega mestu taugarnar til þrístökksins enda er Ísland ein af mörgum þjóðum sem hafa unnið verðlaun í greininni á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956. Þrístökkið er í minnstri hættu af þessum fimm greinum en það hjálpar greininni að þjóðir allstaðar af í heiminum hafa látið til sín taka í henni á leikunum. 200 metra hlaupið og kúluvarpið verða einnig enn til staðar í þrautunum. Kúluvarpið í bæði tugþraut karla og sjöþraut kvenna og 200 metra hlaupið í sjöþraut kvenna. Greinarnar verða því báðar áfram á leikunum undir þeim formerkjum. Það er mikil pressa frá mörgum íþróttagreinum að komast inn á Ólympíuleikana og leikarnir geta hreinlega ekki orðið stærri en þeir eru í dag. Lausnin er því að minnka umfanga stærstu greinanna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Usain Bolt gæti mögulega orðið síðasti Ólympíumeistarinn í 200 metra hlaupi vinni hann Ólympíugullið í Ríó árið 2016. Greininni verður möguleika fórnað og hún er ekki sú eina. Eina af ástsælustu íþróttagreinum Íslendinga á leikunum er einnig í hættu. Ástralska blaðið The Age hefur heimildir fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin ætli sér að skera niður frjálsíþróttaprógrammið til að koma fyrir fleiri íþróttagreinum á Sumarólympíuleikunum. 200 metra hlaupið er ekki eina greinin í hættu því fjórar aðrar greinar eru mögulega á leiðinni út eða kúluvarp, 10 þúsund metra hlaup, 20 km ganga og þrístökk. Vinsældir og líkindi með öðrum greinum myndi spila stærstan þáttinn í þeirri ákvörðun að fórna þessum greinum. Mörgum þætti skrítið að hætta að keppa í 200 metra hlaupi, einni af greinum stærstu stjörnu frjálsíþróttanna, Usain Bolt. Greinin mun þó aldrei detta útaf leikunum fyrr en skórnir hans Bolt eru komnir upp á hillu. Íslendingar hafa örugglega mestu taugarnar til þrístökksins enda er Ísland ein af mörgum þjóðum sem hafa unnið verðlaun í greininni á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956. Þrístökkið er í minnstri hættu af þessum fimm greinum en það hjálpar greininni að þjóðir allstaðar af í heiminum hafa látið til sín taka í henni á leikunum. 200 metra hlaupið og kúluvarpið verða einnig enn til staðar í þrautunum. Kúluvarpið í bæði tugþraut karla og sjöþraut kvenna og 200 metra hlaupið í sjöþraut kvenna. Greinarnar verða því báðar áfram á leikunum undir þeim formerkjum. Það er mikil pressa frá mörgum íþróttagreinum að komast inn á Ólympíuleikana og leikarnir geta hreinlega ekki orðið stærri en þeir eru í dag. Lausnin er því að minnka umfanga stærstu greinanna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira