Danirnir kolféllu aftur á prófinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2014 06:00 Fyrirliðinn Jérôme Fernandez lyftir bikarnum á loft umkringdur frönsku hetjunum sem spila aldrei betur en í úrslitaleikjum. Vísir/AFP „Jafnvel í okkar villtustu draumum hefðum við ekki getað ímyndað okkur atburðarás sem þessa,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, eftir að strákarnir hans tóku Dani í kennslustund í úrslitaleiknum í Boxinu í Herning. Lokatölurnar urðu 41-32 fyrir Frakka sem komust í 7-2 snemma leiks og slepptu aldrei takinu á taugaveikluðum Dönum. „Danir höfðu undirbúið veislu en lið þeirra er ungt, komst aldrei upp á yfirborðið og í rauninni drukknaði það. Reynsla okkar gerði gæfumuninn,“ bætti Onesta við. Franski landsliðsþjálfarinn bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt en hann tók við liðinu árið 2001 eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar í annað skipti. Síðan þá hefur heimsmeistaratitillinn farið einu sinni til Frakklands, Evrópumeistaratitillinn var sá þriðji auk tveggja Ólympíumeistaratitla. Onesta er annar tveggja þjálfara í karlahandboltanum til að vinna öll þrjú stórmótin með landslið. Hinn er Vladimir Maximov sem gerði hið sama með Rússa á tíunda áratug síðustu aldar. Frakkar kepptu í fyrsta sinn til úrslita á stórmóti á HM í Svíþjóð árið 1993. Þá töpuðu þeir stórt fyrir Rússum en urðu svo heimsmeistarar hér á Íslandi árið 1995. Síðan hefur liðið keppt átta sinnum í úrslitum á stórmóti og alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Risatap Dana vekur upp spurningar um taugar liðsins þegar mikið liggur við. Fyrir ári síðan fóru Danir í úrslit gegn Spánverjum á HM og steinlágu 35-19. Mótið var hið síðasta undir stjórn Ulriks Wilbek sem gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2008 og aftur 2010. Það var titillinn sem verja átti nú.Guðmundur Þórður Guðmundsson tekur við þjálfun danska liðsins og er kannski pressu að einhverju leyti létt af honum að þurfa ekki að taka við Evrópumeisturum. Mannskapurinn er til staðar en líkt og í Barcelona í fyrra brugðust leikmennirnir á ögurstundu. Spánverjinn Joan Canellas skoraði átta mörk í bronsleiknum þar sem Króatar lágu í valnum 29-28. Mörkin dugðu Canellas til markakóngstitilsins með 50 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði leik færra en Spánverjinn, varð næstmarkahæstur með 44 mörk. EM 2014 karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
„Jafnvel í okkar villtustu draumum hefðum við ekki getað ímyndað okkur atburðarás sem þessa,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, eftir að strákarnir hans tóku Dani í kennslustund í úrslitaleiknum í Boxinu í Herning. Lokatölurnar urðu 41-32 fyrir Frakka sem komust í 7-2 snemma leiks og slepptu aldrei takinu á taugaveikluðum Dönum. „Danir höfðu undirbúið veislu en lið þeirra er ungt, komst aldrei upp á yfirborðið og í rauninni drukknaði það. Reynsla okkar gerði gæfumuninn,“ bætti Onesta við. Franski landsliðsþjálfarinn bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt en hann tók við liðinu árið 2001 eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar í annað skipti. Síðan þá hefur heimsmeistaratitillinn farið einu sinni til Frakklands, Evrópumeistaratitillinn var sá þriðji auk tveggja Ólympíumeistaratitla. Onesta er annar tveggja þjálfara í karlahandboltanum til að vinna öll þrjú stórmótin með landslið. Hinn er Vladimir Maximov sem gerði hið sama með Rússa á tíunda áratug síðustu aldar. Frakkar kepptu í fyrsta sinn til úrslita á stórmóti á HM í Svíþjóð árið 1993. Þá töpuðu þeir stórt fyrir Rússum en urðu svo heimsmeistarar hér á Íslandi árið 1995. Síðan hefur liðið keppt átta sinnum í úrslitum á stórmóti og alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Risatap Dana vekur upp spurningar um taugar liðsins þegar mikið liggur við. Fyrir ári síðan fóru Danir í úrslit gegn Spánverjum á HM og steinlágu 35-19. Mótið var hið síðasta undir stjórn Ulriks Wilbek sem gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2008 og aftur 2010. Það var titillinn sem verja átti nú.Guðmundur Þórður Guðmundsson tekur við þjálfun danska liðsins og er kannski pressu að einhverju leyti létt af honum að þurfa ekki að taka við Evrópumeisturum. Mannskapurinn er til staðar en líkt og í Barcelona í fyrra brugðust leikmennirnir á ögurstundu. Spánverjinn Joan Canellas skoraði átta mörk í bronsleiknum þar sem Króatar lágu í valnum 29-28. Mörkin dugðu Canellas til markakóngstitilsins með 50 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði leik færra en Spánverjinn, varð næstmarkahæstur með 44 mörk.
EM 2014 karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira