Kærastinn þarf að fara smíða nýjan verðlaunaskáp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2014 08:00 Kolbeinn Höður Gunnarsson og Hafdís Sigurðardóttir unnu alls átta einstaklingsgreinar á MÍ um helgina. Hafdís vann fimm gull og Kolbeinn Höður þrjú en þau unnu bæði öll spretthlaupin. Vísir/Daníel „Ég er rosalega ánægð með þetta, sagði Hafdís Sigurðardóttir, fimmfaldur Íslandsmeistari á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss, en hún vann ekki aðeins fimm einstaklingsgreinar í fyrsta sinn heldur bætti hún sig í öllum greinunum fimm. Hafdís þurfti að hafa mikið fyrir því að keppa í öllum þessum greinum sem fóru nokkrar fram á sama tíma. „Tímasetningin hentar kannski ekki alltaf fyrir svona margar greinar en þetta gekk upp. Ég er samt svolítið þreytt núna,“ viðurkennir Hafdís en hún tók þátt í alls sjö greinum um helgina. „Langstökkið var toppurinn,“ segir Hafdís en hún bætti ellefu ára Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur um tólf sentimetra þegar hún stökk 6,40 metra á laugardaginn. „Ég var í smá brasi með að láta þetta smella í byrjun. Ég gerði ógilt í næstsíðasta stökkinu og ég sá að það var yfir metinu. Ég var þá frekar pirruð að það hefði verið ógilt. Svo negldi ég á þetta í síðasta stökki,“ segir Hafdís og þetta var stór stund. Hafdís hefur nú tekið bæði Íslandsmetin í langstökki af Sunnu Gestsdóttur en útimetið féll síðasta sumar. Stökkið um helgina er þó það lengsta í söguninni, innanhúss og utanhúss. „Ég er búin að dreyma lengi um þessi met. Það er ótrúlega ánægjuleg tilfinning að eiga þetta núna bara sjálf og vita það að það hefur engin kona á Íslandi stokkið lengra en ég. Þetta er rosalega gott,“ segir Hafdís. Hafdís náði ekki aðeins í gullin í greinunum fimm. „Ég bætti mig í öllum greinum og tvíbætti mig bæði í 60 metra hlaupi og í 200 metra hlaupi. Ég bætti mig líka í 400 metrunum og í þrístökkinu. Það er bara ótrúlegt að þetta geti allt gerst um sömu helgi,“ segir Hafdís ánægð. Bikarkeppnin er næst á dagskrá hjá henni en hún verður 15. febrúar. „Við fundum ekki alvöru mót um næstu helgi. Ég held að ég fari bara í sveitina og skelli mér kannski á eitt þorrablót til að kúpla mig aðeins út úr þessu. Ég held að ég sé búin að vinna mér inn smá frí og ætla að njóta lífsins um næstu helgi,“ segir Hafdís í léttum tón.Hafdís getur ekki keppt í öllum fimm greinum í bikarkeppninni því það eru bara tvær greinar á mann plús boðhlaup. „Ég þarf að velja vel. Mig langar að taka 60 metra hlaupið því mig langar að reyna við Íslandsmetið þar,“ segir Hafdís. Hún hljóp á 7,58 sekúndum í úrslitahlaupinu um helgina og var aðeins fjórum hundraðshlutum frá Íslandsmeti Geirlaugar Geirlaugsdóttur frá 1996. „Eftir hlaupið núna um helgina þá er alveg raunhæft að ná því meti ef ég hitti á gott hlaup. Það er gott að hafa Hrafnhild með sér til að keppa við,“ sagði Hafdís en hún hafði betur en Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir í tveimur æsispennandi hlaupum. Hafdís hefur sankað að sér verðlaunum í frjálsum en hvað gerir hún við alla verðlaunapeningana og bikarana? „Verðlaunaskápurinn heima er fullur en ég á nú smið sem kærasta og hann er búinn að hanna nýjan skáp fyrir mig. Það á bara eftir að hrinda því í framkvæmd. Vonandi fer hann bara að smella sér í að gera það því að það eru bikarar og verðlaun út um alla íbúð,“ segir Hafdís í léttum tón. „Ég er búin að vera lengi í þessu og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það þarf þrautseigju og þor í þetta og svona tekur tíma eins og allt annað. Þetta er bara vinna sem ég fæ ekki borgað fyrir nema í gleði og ánægju.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
„Ég er rosalega ánægð með þetta, sagði Hafdís Sigurðardóttir, fimmfaldur Íslandsmeistari á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss, en hún vann ekki aðeins fimm einstaklingsgreinar í fyrsta sinn heldur bætti hún sig í öllum greinunum fimm. Hafdís þurfti að hafa mikið fyrir því að keppa í öllum þessum greinum sem fóru nokkrar fram á sama tíma. „Tímasetningin hentar kannski ekki alltaf fyrir svona margar greinar en þetta gekk upp. Ég er samt svolítið þreytt núna,“ viðurkennir Hafdís en hún tók þátt í alls sjö greinum um helgina. „Langstökkið var toppurinn,“ segir Hafdís en hún bætti ellefu ára Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur um tólf sentimetra þegar hún stökk 6,40 metra á laugardaginn. „Ég var í smá brasi með að láta þetta smella í byrjun. Ég gerði ógilt í næstsíðasta stökkinu og ég sá að það var yfir metinu. Ég var þá frekar pirruð að það hefði verið ógilt. Svo negldi ég á þetta í síðasta stökki,“ segir Hafdís og þetta var stór stund. Hafdís hefur nú tekið bæði Íslandsmetin í langstökki af Sunnu Gestsdóttur en útimetið féll síðasta sumar. Stökkið um helgina er þó það lengsta í söguninni, innanhúss og utanhúss. „Ég er búin að dreyma lengi um þessi met. Það er ótrúlega ánægjuleg tilfinning að eiga þetta núna bara sjálf og vita það að það hefur engin kona á Íslandi stokkið lengra en ég. Þetta er rosalega gott,“ segir Hafdís. Hafdís náði ekki aðeins í gullin í greinunum fimm. „Ég bætti mig í öllum greinum og tvíbætti mig bæði í 60 metra hlaupi og í 200 metra hlaupi. Ég bætti mig líka í 400 metrunum og í þrístökkinu. Það er bara ótrúlegt að þetta geti allt gerst um sömu helgi,“ segir Hafdís ánægð. Bikarkeppnin er næst á dagskrá hjá henni en hún verður 15. febrúar. „Við fundum ekki alvöru mót um næstu helgi. Ég held að ég fari bara í sveitina og skelli mér kannski á eitt þorrablót til að kúpla mig aðeins út úr þessu. Ég held að ég sé búin að vinna mér inn smá frí og ætla að njóta lífsins um næstu helgi,“ segir Hafdís í léttum tón.Hafdís getur ekki keppt í öllum fimm greinum í bikarkeppninni því það eru bara tvær greinar á mann plús boðhlaup. „Ég þarf að velja vel. Mig langar að taka 60 metra hlaupið því mig langar að reyna við Íslandsmetið þar,“ segir Hafdís. Hún hljóp á 7,58 sekúndum í úrslitahlaupinu um helgina og var aðeins fjórum hundraðshlutum frá Íslandsmeti Geirlaugar Geirlaugsdóttur frá 1996. „Eftir hlaupið núna um helgina þá er alveg raunhæft að ná því meti ef ég hitti á gott hlaup. Það er gott að hafa Hrafnhild með sér til að keppa við,“ sagði Hafdís en hún hafði betur en Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir í tveimur æsispennandi hlaupum. Hafdís hefur sankað að sér verðlaunum í frjálsum en hvað gerir hún við alla verðlaunapeningana og bikarana? „Verðlaunaskápurinn heima er fullur en ég á nú smið sem kærasta og hann er búinn að hanna nýjan skáp fyrir mig. Það á bara eftir að hrinda því í framkvæmd. Vonandi fer hann bara að smella sér í að gera það því að það eru bikarar og verðlaun út um alla íbúð,“ segir Hafdís í léttum tón. „Ég er búin að vera lengi í þessu og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það þarf þrautseigju og þor í þetta og svona tekur tíma eins og allt annað. Þetta er bara vinna sem ég fæ ekki borgað fyrir nema í gleði og ánægju.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn