Kæri framhaldsskólanemi Framhaldsskólanemi skrifar 4. febrúar 2014 06:00 Ég ætla að reyna að hafa þessa grein óformlega og meira á persónulegu nótunum. Þannig er mál með vexti að þú ert ekkert í allt of góðum málum eins og stendur. Það lítur allt út fyrir að verkfall sé á næsta leiti og þar sem að þú ert nemandi á framhaldsskólastigi mun þetta verkfall hafa áhrif á þitt nám. Málið með verkfall er að ef það endist í tvo mánuði þýðir það ekki að öll sú vinna sem átti að klára fyrir þessa mánuði gufi skyndilega upp. Það verður enn þá gerð sú krafa til þín að klára það námsefni sem sett var fyrir í byrjun annar, sem þýðir að eftir verkfall hefst mikill álagstími. Allt það nám sem sett verður „á hold“ á meðan á verkfallinu stendur, verður að vinna upp! Þetta þýðir að mánuðirnir eftir verkfall munu reynast þér erfiðir kæri nemandi og biðin eftir langþráða sumarfríi gæti orðið lengri. Ef þú ert útskriftarnemi gætu afleiðingarnar orðið enn meiri fyrir þig. Sem nemandi er það skylda þín að standa með sjálfum þér, þinni menntun og þeim manneskjum sem hafa það að hugsjón að mennta þig. Við þurfum að berjast fyrir launaleiðréttingu kennara, ekki launahækkun. Launahækkun er hugtak sem á ekki við þessar aðstæður þar sem kennarastarfið er gríðarlega vanmetið miðað við þá miklu ábyrgð sem það felur í sér. Okkur á ekki að finnast í lagi að vægi menntunar okkar sé metið svo lágt. Við erum framtíðin og við eigum betra skilið, Kennararnir okkar eiga betra skilið. Næsta fimmtudag kl. 15.00 munu nemendur koma saman fyrir utan Alþingishúsið á Austurvelli og berjast fyrir bættum kjörum kennara. Við erum að biðja þig um hjálp, við erum að biðja þig um að standa með okkur og mótmæla. Við mótmælum ekki verkfallinu sjálfu heldur þeim aðstæðum sem gefa kennurunum okkar enga annarra kosta völ en að fara í verkfall. Sýnum þeim að okkur er ekki sama!Með kveðjum frá Laufey María - Formaður SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) Karen Björk Eyþórsdóttir – Formaður nemendafélagsins í MH Katrín Ósk Ágeirsdóttir – Formaður nemendafélagsins í Flensborg Haukur Már Tómasson – Formaður nemendafélagsins í Kvennaskólanum í Rvk. Agnes Alda Magnúsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FG Metúsalem Björnsson – Formaður nemendafélagsins í MK Rakel Lind Úlfhéðinsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FSu Bjarni Karlsson – Formaður nemendafélagsins í MA Tómas Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í FL Guðmundur Jensson – Formaður nemendafélagsins í FSN Sindri Freyr Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í FÍV Ásrún Ósk Einarsdóttir – Formaður nemendafélagsins Í FSH Daði Freyr Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í MB Hólmfríður Lilja Birgisdóttir – Formaður nemendafélagsins í VMA Guðmar Bjartur Elíasson – Formaður nemendafélagsins í FB Sigurður Kristinsson – Formaður nemendafélagsins í VÍ Eðvarð Þór Eyþórsson – Formaður nemendafélagsins í Iðnskólanum í Hafnarfirði Jakob Steinn Stefánsson – Formaður nemendafélagsins í MS Ísak Óli Traustason – Formaður nemendafélagsins í FNV Arnheiður Steinþórsdóttir – Formaður nemendafélagsins í MÍ Dóra Björg Björnsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FAS Lilja Dögg Gísladóttir/Birna Ketilsdóttir Schram – Formenn nemendafélaga í MR Sigurður Einar Jónsson – Formaður nemendafélagsins í Tækniskólanum Margrét Helga Ísaksen – Formaður nemendafélagsins í FVA Maria Christina Thorarensen – Formaður nemendafélagsins í FÁ Erlingur Örn Árnason – Formaður nemendafélagsins í Fmos Hjörleifur Þórisson – Formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla Elva Dögg Sigurðardóttir – Formaður nemendafélagsins í FS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að reyna að hafa þessa grein óformlega og meira á persónulegu nótunum. Þannig er mál með vexti að þú ert ekkert í allt of góðum málum eins og stendur. Það lítur allt út fyrir að verkfall sé á næsta leiti og þar sem að þú ert nemandi á framhaldsskólastigi mun þetta verkfall hafa áhrif á þitt nám. Málið með verkfall er að ef það endist í tvo mánuði þýðir það ekki að öll sú vinna sem átti að klára fyrir þessa mánuði gufi skyndilega upp. Það verður enn þá gerð sú krafa til þín að klára það námsefni sem sett var fyrir í byrjun annar, sem þýðir að eftir verkfall hefst mikill álagstími. Allt það nám sem sett verður „á hold“ á meðan á verkfallinu stendur, verður að vinna upp! Þetta þýðir að mánuðirnir eftir verkfall munu reynast þér erfiðir kæri nemandi og biðin eftir langþráða sumarfríi gæti orðið lengri. Ef þú ert útskriftarnemi gætu afleiðingarnar orðið enn meiri fyrir þig. Sem nemandi er það skylda þín að standa með sjálfum þér, þinni menntun og þeim manneskjum sem hafa það að hugsjón að mennta þig. Við þurfum að berjast fyrir launaleiðréttingu kennara, ekki launahækkun. Launahækkun er hugtak sem á ekki við þessar aðstæður þar sem kennarastarfið er gríðarlega vanmetið miðað við þá miklu ábyrgð sem það felur í sér. Okkur á ekki að finnast í lagi að vægi menntunar okkar sé metið svo lágt. Við erum framtíðin og við eigum betra skilið, Kennararnir okkar eiga betra skilið. Næsta fimmtudag kl. 15.00 munu nemendur koma saman fyrir utan Alþingishúsið á Austurvelli og berjast fyrir bættum kjörum kennara. Við erum að biðja þig um hjálp, við erum að biðja þig um að standa með okkur og mótmæla. Við mótmælum ekki verkfallinu sjálfu heldur þeim aðstæðum sem gefa kennurunum okkar enga annarra kosta völ en að fara í verkfall. Sýnum þeim að okkur er ekki sama!Með kveðjum frá Laufey María - Formaður SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) Karen Björk Eyþórsdóttir – Formaður nemendafélagsins í MH Katrín Ósk Ágeirsdóttir – Formaður nemendafélagsins í Flensborg Haukur Már Tómasson – Formaður nemendafélagsins í Kvennaskólanum í Rvk. Agnes Alda Magnúsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FG Metúsalem Björnsson – Formaður nemendafélagsins í MK Rakel Lind Úlfhéðinsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FSu Bjarni Karlsson – Formaður nemendafélagsins í MA Tómas Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í FL Guðmundur Jensson – Formaður nemendafélagsins í FSN Sindri Freyr Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í FÍV Ásrún Ósk Einarsdóttir – Formaður nemendafélagsins Í FSH Daði Freyr Guðjónsson – Formaður nemendafélagsins í MB Hólmfríður Lilja Birgisdóttir – Formaður nemendafélagsins í VMA Guðmar Bjartur Elíasson – Formaður nemendafélagsins í FB Sigurður Kristinsson – Formaður nemendafélagsins í VÍ Eðvarð Þór Eyþórsson – Formaður nemendafélagsins í Iðnskólanum í Hafnarfirði Jakob Steinn Stefánsson – Formaður nemendafélagsins í MS Ísak Óli Traustason – Formaður nemendafélagsins í FNV Arnheiður Steinþórsdóttir – Formaður nemendafélagsins í MÍ Dóra Björg Björnsdóttir – Formaður nemendafélagsins í FAS Lilja Dögg Gísladóttir/Birna Ketilsdóttir Schram – Formenn nemendafélaga í MR Sigurður Einar Jónsson – Formaður nemendafélagsins í Tækniskólanum Margrét Helga Ísaksen – Formaður nemendafélagsins í FVA Maria Christina Thorarensen – Formaður nemendafélagsins í FÁ Erlingur Örn Árnason – Formaður nemendafélagsins í Fmos Hjörleifur Þórisson – Formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla Elva Dögg Sigurðardóttir – Formaður nemendafélagsins í FS
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar