Traustur fjárhagur tryggir lífsgæði Eva Magnúsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Kæri Mosfellingur. Ég vil bjóða fram krafta mína og vinna í þína þágu næstu 4 árin. Við höfum farið í gegnum verstu kreppu í manna minnum en stöndum samt sterk í bæjarfélaginu Mosfellsbæ með traustan fjárhag. Það tryggir okkur ákveðin lífsgæði og ég vil stuðla að því að svo verði áfram. Bærinn stækkar hratt og ég vil að fé bæjarins sé varið til góðra verka. Fjárfest hefur verið í íþróttahúsi og hjúkrunarheimili, auk þess sem framhaldsskóli hefur risið, og vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa. Ég vil standa vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Almennt tel ég að efla þurfi grundvallarfærni barna í lestri og skrift og leggja áherslu á innihald námsins og mannauð og stefnu skólanna. Notum tækifærið til að gera enn betur þegar við hefjum uppbyggingu fleiri skóla. Sérstaða Mosfellsbæjar er að mörgu leyti fólgin í því að náttúran er alls staðar í göngufæri. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og láta skipulag bæjarins taka mið af því. Lífsgæði Mosfellinga felast meðal annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við þurfum að gefa íbúum bæjarins á öllum aldri færi á heilsueflingu. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu. Velferð eldri borgara er mikilvæg þar sem frelsi til ákvarðanatöku er lagt til grundvallar. Það skiptir máli að geta haft raunverulegt val og fengið þjónustu við hæfi. Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með málefnum fatlaðra og hefur það í heildina tekist vel. Þeim málaflokki þarf áfram að sinna vel. Að þessari uppbyggingu, valfrelsi og málefnum vil ég stuðla og leggja mitt af mörkum fyrir bæjarfélagið. Ég óska eftir þínum stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem verður laugardaginn 8. febrúar. Höfundur er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu og er með MBA-próf í viðskiptafræði og stjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Kæri Mosfellingur. Ég vil bjóða fram krafta mína og vinna í þína þágu næstu 4 árin. Við höfum farið í gegnum verstu kreppu í manna minnum en stöndum samt sterk í bæjarfélaginu Mosfellsbæ með traustan fjárhag. Það tryggir okkur ákveðin lífsgæði og ég vil stuðla að því að svo verði áfram. Bærinn stækkar hratt og ég vil að fé bæjarins sé varið til góðra verka. Fjárfest hefur verið í íþróttahúsi og hjúkrunarheimili, auk þess sem framhaldsskóli hefur risið, og vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa. Ég vil standa vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Almennt tel ég að efla þurfi grundvallarfærni barna í lestri og skrift og leggja áherslu á innihald námsins og mannauð og stefnu skólanna. Notum tækifærið til að gera enn betur þegar við hefjum uppbyggingu fleiri skóla. Sérstaða Mosfellsbæjar er að mörgu leyti fólgin í því að náttúran er alls staðar í göngufæri. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og láta skipulag bæjarins taka mið af því. Lífsgæði Mosfellinga felast meðal annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við þurfum að gefa íbúum bæjarins á öllum aldri færi á heilsueflingu. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu. Velferð eldri borgara er mikilvæg þar sem frelsi til ákvarðanatöku er lagt til grundvallar. Það skiptir máli að geta haft raunverulegt val og fengið þjónustu við hæfi. Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með málefnum fatlaðra og hefur það í heildina tekist vel. Þeim málaflokki þarf áfram að sinna vel. Að þessari uppbyggingu, valfrelsi og málefnum vil ég stuðla og leggja mitt af mörkum fyrir bæjarfélagið. Ég óska eftir þínum stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem verður laugardaginn 8. febrúar. Höfundur er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu og er með MBA-próf í viðskiptafræði og stjórnun.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun