Misvísandi yfirlýsingar innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson skrifar 20. febrúar 2014 07:00 Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni mánudaginn 10. febrúar var rætt við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um hælisleitendur, einkum um persónuupplýsingar um einstaklinga sem rötuðu í fjölmiðla. Ráðherra mæltist m.a. svo í þessu viðtali: „Sums staðar í nágrannalöndum okkar er þetta ekki skilgreint sem trúnaðargögn, það er að segja úrskurðir, vegna þess að almenningur er talinn eiga rétt á að sjá það og viðkomandi talinn eiga rétt á að sjá nákvæmlega röksemdir stjórnvaldsins. Það er eitthvað sem við verðum líka að ræða og var t.d. í frumvarpinu hans Ögmundar á síðasta þingi, að breyta því.“ Þetta eru mjög misvísandi ummæli og kalla á viðbrögð.Tillögur um sjálfstæða úrskurðarnefnd Árið 2011 skipaði ég starfshóp, undir formennsku Höllu Gunnarsdóttur, til þess að gera tillögur að breytingum á lögum um aðgengi útlendinga utan EES að Íslandi, þar á meðal er lýtur að málsmeðferð. Hópnum var meðal annars gert að kynna sér ýtarlega fyrirkomulag í grannríkjum okkar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Var staðnæmst við verklag Norðmanna og fór starfshópurinn þangað sérstaklega í því skyni að kynna sér lög, reglur og framkvæmd í þessum málaflokki. Einnig fór hluti starfshópsins til Danmerkur til að kynna sér starfsemi sjálfstæðrar úrskurðarnefndar en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði komið þeim ábendingum á framfæri að þar væri að finna bestu fyrirmyndina. Gerði starfshópurinn grein fyrir þessu í skýrslu og lagði til við mig, sem innanríkisráðherra, að sett yrði á laggirnar sjálfstæð úrskurðarnefnd. Var það síðan hluti af frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga sem ég lagði fyrir á Alþingi.Friðhelgi í fyrsta sæti Eitt af þeim atriðum sem einnig var fjallað um í þessari endurskoðunarvinnu var hvort birta ætti ákvarðanir stjórnvalda í málefnum einstaklinga. Í skýrslu starfshópsins segir m.a.: „Ákvörðun Útlendingastofnunar er nú birt hælisleitanda og talsmanni hans þegar hún liggur fyrir. Sú leið hefur ekki verið farin hér á landi að birta úrskurði Útlendingastofnunar eða ráðuneytis opinberlega. Hefur verið vísað til friðhelgi einkalífs hælisleitenda og að stjórnvöld geti ekki birt persónulegar upplýsingar um einstaklinga. Hælisleitendur séu fáir á Íslandi og því auðvelt að rekja ákvarðanir til einstaklinga. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að gæta friðhelgi einkalífs hælisleitenda en telur að í ljósi fjölgunar þeirra undanfarin ár verði að endurskoða reglulega hvort tilefni sé til að breyta framangreindri framkvæmd um að úrskurðir í hælismálum skuli vera óbirtir. Hagsmunir af því að birta úrskurði eru ótvíræðir enda geta úrskurðir haft fordæmisgildi. Þar sem úrskurðir eru ekki birtir opinberlega leggur nefndin áherslu á að Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytið birti reglulega verklagsreglur eða þau viðmið sem farið er eftir. Reglurnar skulu uppfærðar ef stefnumótandi ákvarðanir eru teknar í úrskurðum. Slíkt yrði til mikilla bóta fyrir hælisleitendur, talsmenn þeirra og aðra sem koma að málaflokknum.“Orðalag frumvarps Eftir nánari skoðun á þessu var í frumvarpinu ákveðið leggja til að hinni nýju kærunefnd yrði gert að birta úrskurði sína opinberlega. Hins vegar er skýrt kveðið á um að þeir njóti ýtrustu persónuverndar. Í 6. grein frumvarpsins segir: „Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.“ Í greinargerð segir: „Einnig er lagt fyrir nefndina að birta úrskurði sína, eða úrdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega niðurstöðu. Þeir skulu birtir án nafna, kennitalna og annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum. Þá ber einnig að líta til sjónarmiða er varða persónuvernd einstaklinga en úrskurðir í málaflokknum varða að jafnaði viðkvæmar persónuaðstæður og ber að taka tillit til þess við birtingu. Með þessu er leitast við að koma til móts við sjónarmið sem komu fram við vinnslu skýrslu nefndarinnar frá lögmönnum sem vinna að réttargæslu í málaflokknum, en birting forsendna úrskurða er talin til þess fallin að styrkja réttaröryggi og fyrirsjáanleika í beitingu regluverksins.”Ekkert persónugreinanlegt! Mér vitandi er ekkert dæmi þess að önnur ríki birti persónugreinanlegar upplýsingar um hælisleitendur og fjarri fer að ég hafi lagt slíkt til. Í frumvarpi því sem ég lagði fyrir Alþingi á síðasta kjörtímabili var skýrt að persónuupplýsingar ættu, eftir sem áður, að vera trúnaðargögn. Enda eiga hælisleitendur að njóta friðhelgi eins og allir aðrir einstaklingar sem hafa mál til meðferðar hjá stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni mánudaginn 10. febrúar var rætt við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um hælisleitendur, einkum um persónuupplýsingar um einstaklinga sem rötuðu í fjölmiðla. Ráðherra mæltist m.a. svo í þessu viðtali: „Sums staðar í nágrannalöndum okkar er þetta ekki skilgreint sem trúnaðargögn, það er að segja úrskurðir, vegna þess að almenningur er talinn eiga rétt á að sjá það og viðkomandi talinn eiga rétt á að sjá nákvæmlega röksemdir stjórnvaldsins. Það er eitthvað sem við verðum líka að ræða og var t.d. í frumvarpinu hans Ögmundar á síðasta þingi, að breyta því.“ Þetta eru mjög misvísandi ummæli og kalla á viðbrögð.Tillögur um sjálfstæða úrskurðarnefnd Árið 2011 skipaði ég starfshóp, undir formennsku Höllu Gunnarsdóttur, til þess að gera tillögur að breytingum á lögum um aðgengi útlendinga utan EES að Íslandi, þar á meðal er lýtur að málsmeðferð. Hópnum var meðal annars gert að kynna sér ýtarlega fyrirkomulag í grannríkjum okkar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Var staðnæmst við verklag Norðmanna og fór starfshópurinn þangað sérstaklega í því skyni að kynna sér lög, reglur og framkvæmd í þessum málaflokki. Einnig fór hluti starfshópsins til Danmerkur til að kynna sér starfsemi sjálfstæðrar úrskurðarnefndar en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði komið þeim ábendingum á framfæri að þar væri að finna bestu fyrirmyndina. Gerði starfshópurinn grein fyrir þessu í skýrslu og lagði til við mig, sem innanríkisráðherra, að sett yrði á laggirnar sjálfstæð úrskurðarnefnd. Var það síðan hluti af frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga sem ég lagði fyrir á Alþingi.Friðhelgi í fyrsta sæti Eitt af þeim atriðum sem einnig var fjallað um í þessari endurskoðunarvinnu var hvort birta ætti ákvarðanir stjórnvalda í málefnum einstaklinga. Í skýrslu starfshópsins segir m.a.: „Ákvörðun Útlendingastofnunar er nú birt hælisleitanda og talsmanni hans þegar hún liggur fyrir. Sú leið hefur ekki verið farin hér á landi að birta úrskurði Útlendingastofnunar eða ráðuneytis opinberlega. Hefur verið vísað til friðhelgi einkalífs hælisleitenda og að stjórnvöld geti ekki birt persónulegar upplýsingar um einstaklinga. Hælisleitendur séu fáir á Íslandi og því auðvelt að rekja ákvarðanir til einstaklinga. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að gæta friðhelgi einkalífs hælisleitenda en telur að í ljósi fjölgunar þeirra undanfarin ár verði að endurskoða reglulega hvort tilefni sé til að breyta framangreindri framkvæmd um að úrskurðir í hælismálum skuli vera óbirtir. Hagsmunir af því að birta úrskurði eru ótvíræðir enda geta úrskurðir haft fordæmisgildi. Þar sem úrskurðir eru ekki birtir opinberlega leggur nefndin áherslu á að Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytið birti reglulega verklagsreglur eða þau viðmið sem farið er eftir. Reglurnar skulu uppfærðar ef stefnumótandi ákvarðanir eru teknar í úrskurðum. Slíkt yrði til mikilla bóta fyrir hælisleitendur, talsmenn þeirra og aðra sem koma að málaflokknum.“Orðalag frumvarps Eftir nánari skoðun á þessu var í frumvarpinu ákveðið leggja til að hinni nýju kærunefnd yrði gert að birta úrskurði sína opinberlega. Hins vegar er skýrt kveðið á um að þeir njóti ýtrustu persónuverndar. Í 6. grein frumvarpsins segir: „Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.“ Í greinargerð segir: „Einnig er lagt fyrir nefndina að birta úrskurði sína, eða úrdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega niðurstöðu. Þeir skulu birtir án nafna, kennitalna og annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum. Þá ber einnig að líta til sjónarmiða er varða persónuvernd einstaklinga en úrskurðir í málaflokknum varða að jafnaði viðkvæmar persónuaðstæður og ber að taka tillit til þess við birtingu. Með þessu er leitast við að koma til móts við sjónarmið sem komu fram við vinnslu skýrslu nefndarinnar frá lögmönnum sem vinna að réttargæslu í málaflokknum, en birting forsendna úrskurða er talin til þess fallin að styrkja réttaröryggi og fyrirsjáanleika í beitingu regluverksins.”Ekkert persónugreinanlegt! Mér vitandi er ekkert dæmi þess að önnur ríki birti persónugreinanlegar upplýsingar um hælisleitendur og fjarri fer að ég hafi lagt slíkt til. Í frumvarpi því sem ég lagði fyrir Alþingi á síðasta kjörtímabili var skýrt að persónuupplýsingar ættu, eftir sem áður, að vera trúnaðargögn. Enda eiga hælisleitendur að njóta friðhelgi eins og allir aðrir einstaklingar sem hafa mál til meðferðar hjá stjórnvöldum.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun