Dulin hótun forsætisráðherra Höskuldur Kári Schram skrifar 22. febrúar 2014 09:00 Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun. Hún segir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið gefi ekki tilefni til að slíta aðildarviðræðum. „Þessi skýrsla svarar ekki þeim lykilspurningum sem við höfum verið að bíða eftir varðandi niðurstöður aðildarviðræðna. Svona skýrsla getur aldrei verið niðurstaða aðildarviðræðna. Stóru málunum [sjávarútvegi og landbúnaði] hefur ekki verið lokið og það er engin skýrsla sem getur sagt okkur hvernig þeim mun lykta. Þess vegna finnst mér skrítið að vera að standa í því á Alþingi að karpa um það sem mögulega gæti komið út úr slíkum viðræðum við aðra þingmenn. Það kemur ekkert út úr því,“ segir Katrín. „Ef menn vilja nota þessa skýrslu sem afsökun til að slíta viðræðum þá geta menn gert það. En það er ekkert efnislegt í henni sem á að gefa mönnum tilefni til þess.“Ógætileg ummæli utanríkisráðherraGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að Evrópusambandið væri úlfur í sauðargæru. Katrín gagnrýnir þessi ummæli. „ESB er ekki eitthvað fyrirbæri. Það samanstendur af ríkjum. Þetta eru ríki sem við eigum í daglegum samskiptum við í gegnum viðskipti eða í gegnum alls kyns styrkjakerfi. Við erum með börnin okkar í skólum út um alla Evrópu. Mér fannst hann [Gunnar Bragi] tala mjög ógætilega og ég var ekki stolt af því að vera Íslendingur undir þeirri ræðu. Þó að menn séu andsnúnir ESB þá hafa þeir ekkert leyfi til að tala það niður með þessum hætti,“ segir Katrín.Ómálefnaleg umræða Katrín segir að umræðan um ESB hafi verið ómálefnaleg og segist finna fyrir þreytu hjá aðildarsinnum vegna þessa. „Það er bara kýlt og sparkað í allar áttir. Menn eru ekki taka efnislega umræðu um málið. Það er bara talað um að menn séu óbilgjarnir og að einhver sé svona eða hinsegin. Þannig að stundum finnur maður fyrir þreytu og hugsar að kannski væri bara best að kæla þetta. En svo lendir maður í því sem stjórnmálamaður og sem ung manneskja á Íslandi að þurfa búa við afleiðingar af krónunni og þá kviknar aftur eldurinn í manni. Það eru einfaldlega of miklir hagsmunir í húfi hvað varðar gjaldmiðilsmálin og þess vegna verður að þaulkanna þessa leið sem heitir aðild að ESB og upptaka evru.“Dulin hótun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Seðlabankann í ræðu sem hann hélt á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Sigmundur sagði meðal annars að bankinn hefði óumbeðinn látið gera mat á efnahagsáhrifum skuldalækkunarinnar. „Það er allt í lagi að vera ósammála stofnunum hvort sem þær eru sjálfstæðar eins og Seðlabankinn eða ekki. En þegar menn eru að gagnrýna bankann á þeirri forsendu að hann sé gera eitthvað sem sjálfstæð stofnun, eins og gert var í þessu tilfelli, þá eru fólgin hættumerki í því. Sérstaklega þegar menn lýsa því yfir nokkrum dögum seinna að þeir séu að fara að gera breytingar á lögum um Seðlabankann,“ segir Katrín. Hún segir að í orðum forsætisráðherra hafi falist dulin hótun. „Hann var að reyna enn einu sinni að setja menn „på plads“. Þetta var klárlega tilraun til þess,“ segir Katrín. Hinsegin Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun. Hún segir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið gefi ekki tilefni til að slíta aðildarviðræðum. „Þessi skýrsla svarar ekki þeim lykilspurningum sem við höfum verið að bíða eftir varðandi niðurstöður aðildarviðræðna. Svona skýrsla getur aldrei verið niðurstaða aðildarviðræðna. Stóru málunum [sjávarútvegi og landbúnaði] hefur ekki verið lokið og það er engin skýrsla sem getur sagt okkur hvernig þeim mun lykta. Þess vegna finnst mér skrítið að vera að standa í því á Alþingi að karpa um það sem mögulega gæti komið út úr slíkum viðræðum við aðra þingmenn. Það kemur ekkert út úr því,“ segir Katrín. „Ef menn vilja nota þessa skýrslu sem afsökun til að slíta viðræðum þá geta menn gert það. En það er ekkert efnislegt í henni sem á að gefa mönnum tilefni til þess.“Ógætileg ummæli utanríkisráðherraGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að Evrópusambandið væri úlfur í sauðargæru. Katrín gagnrýnir þessi ummæli. „ESB er ekki eitthvað fyrirbæri. Það samanstendur af ríkjum. Þetta eru ríki sem við eigum í daglegum samskiptum við í gegnum viðskipti eða í gegnum alls kyns styrkjakerfi. Við erum með börnin okkar í skólum út um alla Evrópu. Mér fannst hann [Gunnar Bragi] tala mjög ógætilega og ég var ekki stolt af því að vera Íslendingur undir þeirri ræðu. Þó að menn séu andsnúnir ESB þá hafa þeir ekkert leyfi til að tala það niður með þessum hætti,“ segir Katrín.Ómálefnaleg umræða Katrín segir að umræðan um ESB hafi verið ómálefnaleg og segist finna fyrir þreytu hjá aðildarsinnum vegna þessa. „Það er bara kýlt og sparkað í allar áttir. Menn eru ekki taka efnislega umræðu um málið. Það er bara talað um að menn séu óbilgjarnir og að einhver sé svona eða hinsegin. Þannig að stundum finnur maður fyrir þreytu og hugsar að kannski væri bara best að kæla þetta. En svo lendir maður í því sem stjórnmálamaður og sem ung manneskja á Íslandi að þurfa búa við afleiðingar af krónunni og þá kviknar aftur eldurinn í manni. Það eru einfaldlega of miklir hagsmunir í húfi hvað varðar gjaldmiðilsmálin og þess vegna verður að þaulkanna þessa leið sem heitir aðild að ESB og upptaka evru.“Dulin hótun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Seðlabankann í ræðu sem hann hélt á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Sigmundur sagði meðal annars að bankinn hefði óumbeðinn látið gera mat á efnahagsáhrifum skuldalækkunarinnar. „Það er allt í lagi að vera ósammála stofnunum hvort sem þær eru sjálfstæðar eins og Seðlabankinn eða ekki. En þegar menn eru að gagnrýna bankann á þeirri forsendu að hann sé gera eitthvað sem sjálfstæð stofnun, eins og gert var í þessu tilfelli, þá eru fólgin hættumerki í því. Sérstaklega þegar menn lýsa því yfir nokkrum dögum seinna að þeir séu að fara að gera breytingar á lögum um Seðlabankann,“ segir Katrín. Hún segir að í orðum forsætisráðherra hafi falist dulin hótun. „Hann var að reyna enn einu sinni að setja menn „på plads“. Þetta var klárlega tilraun til þess,“ segir Katrín.
Hinsegin Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira