Hver er skelfingin? Gauti Kristmannsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Andstæðingar ESB-umsóknarinnar hafa gripið til margra þversagnarkenndra raka að mínum dómi sem mig langar að fara örstutt yfir. Fyrstu rökin eru þau um fullveldið. Nú er það þannig að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 1994. Ég var þá andvígur því á grundvelli þess sem Guðmundur Eiríksson lögfræðingur benti á með sannfærandi hætti að í EES-samningnum fælist fullveldisframsal. Á þeim tíma höfðu reyndar önnur EFTA-ríki á borð við Svíþjóð, Finnland, Noreg og Austurríki einnig gert þennan samning svo maður velti fyrir sér hvað slíkt framsal fæli í sér. Staðreyndin er sú að EES-samningurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“ meðan ríkin gætu „lagað sig að“ þeim kröfum sem einn sameiginlegur markaður gerði til þátttakenda þannig að réttindi manna væru sem jöfnust. Enda fóru þessi ríki nema Noregur og við inn í ESB og hafa þau miklu meiri áhrif á löggjöf sambandsins en á meðan þau voru í EES. Þau hafa því öðlast hluta þess fullveldis sem þau fórnuðu fyrir biðtímann í EES. Við stöndum hins vegar fyrir utan og þiggjum lög og reglur án þess að geta haft áhrif. Fullveldisrökin standa því annaðhvort til þess að ganga úr EES eða inn í ESB. Óbreytt ástand samræmist þeim ekki. Norðmenn höfnuðu sínum aðildarsamningi árið 1994 og hafði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Íslendinga. Góðvinur minn og andstæðingur ESB sagði þá sigri hrósandi: „Norðmenn kusu fyrir okkur,“ og þá velti ég fyrir mér hvaða fullveldi þetta væri eiginlega þegar önnur þjóð gæti í reynd ákveðið stefnu okkar. Það var nefnilega alveg rétt ályktað að við hefðum fylgt Norðmönnum inn og þá með stuðningi sjávarútvegsins. Ég áttaði mig líka þá á því að landhelgin okkar fræga var ekki byggð á neinum náttúrurétti, heldur hafði hún fengist í gegnum baráttu og samninga íslenska ríkisins í alþjóðasamstarfi. Við öðluðumst sem sagt aukinn rétt yfir miklu hafsvæði og auðlindum í krafti þess að við vorum þátttakendur í alþjóðasamstarfi. Þessi réttur hefði aldrei fengist með öðrum hætti. Harmsagan Harmsagan er síðan sú að stærsta auðlindin sem við þetta vannst, fiskurinn í sjónum, var einkavædd fyrir ekki neitt og gengur síðan kaupum og sölum og hafa ófá byggðarlög verið svipt helstu atvinnutækifærum sínum þess vegna. Við fengum sem sagt vald yfir auðlindum gegnum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og glötuðum því í hendur örfárra einstaklinga. Eftir stendur aðeins valdið að ákveða heildarkvótann. Önnur rök eru þau að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“. Það er sérkennilegt í ljósi þess að fram fara langar og strangar samningaviðræður. Þær hefjast á svokölluðum rýniviðræðum þar sem lög og reglur lands og ESB er borin saman og helstu hagsmunir beggja aðila greindir. Síðan er samið um það sem út af stendur og hafa mörg dæmi verið færð fyrir því að tekið er tillit til sérhagsmuna þjóða, sumarhús í Danmörku, fiskveiðar í kringum Möltu, landbúnaður á norðurslóðum og margt fleira. En séu þessi rök andstæðinga ESB-umsóknar tekin til greina þá hlýtur maður að spyrja, hver er þá skelfingin við að fá samninginn kláraðan og greiða um hann atkvæði? Forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa flestir, ef ekki allir, sagt að þeir myndu hafna samningi sem væri óhagstæður Íslendingum í sjávarútvegsmálum. Sé ekki hægt að kíkja í pakkann og „samningur“ feli í sér einungis „aðlögun“ þá er ljóst að þing og þjóð hafna slíkum samningi og málinu er lokið um langan aldur. Það standa því öll rök til þess að ljúka viðræðum og afgreiða málið. Ég spyr aftur, hver er skelfingin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Andstæðingar ESB-umsóknarinnar hafa gripið til margra þversagnarkenndra raka að mínum dómi sem mig langar að fara örstutt yfir. Fyrstu rökin eru þau um fullveldið. Nú er það þannig að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 1994. Ég var þá andvígur því á grundvelli þess sem Guðmundur Eiríksson lögfræðingur benti á með sannfærandi hætti að í EES-samningnum fælist fullveldisframsal. Á þeim tíma höfðu reyndar önnur EFTA-ríki á borð við Svíþjóð, Finnland, Noreg og Austurríki einnig gert þennan samning svo maður velti fyrir sér hvað slíkt framsal fæli í sér. Staðreyndin er sú að EES-samningurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“ meðan ríkin gætu „lagað sig að“ þeim kröfum sem einn sameiginlegur markaður gerði til þátttakenda þannig að réttindi manna væru sem jöfnust. Enda fóru þessi ríki nema Noregur og við inn í ESB og hafa þau miklu meiri áhrif á löggjöf sambandsins en á meðan þau voru í EES. Þau hafa því öðlast hluta þess fullveldis sem þau fórnuðu fyrir biðtímann í EES. Við stöndum hins vegar fyrir utan og þiggjum lög og reglur án þess að geta haft áhrif. Fullveldisrökin standa því annaðhvort til þess að ganga úr EES eða inn í ESB. Óbreytt ástand samræmist þeim ekki. Norðmenn höfnuðu sínum aðildarsamningi árið 1994 og hafði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Íslendinga. Góðvinur minn og andstæðingur ESB sagði þá sigri hrósandi: „Norðmenn kusu fyrir okkur,“ og þá velti ég fyrir mér hvaða fullveldi þetta væri eiginlega þegar önnur þjóð gæti í reynd ákveðið stefnu okkar. Það var nefnilega alveg rétt ályktað að við hefðum fylgt Norðmönnum inn og þá með stuðningi sjávarútvegsins. Ég áttaði mig líka þá á því að landhelgin okkar fræga var ekki byggð á neinum náttúrurétti, heldur hafði hún fengist í gegnum baráttu og samninga íslenska ríkisins í alþjóðasamstarfi. Við öðluðumst sem sagt aukinn rétt yfir miklu hafsvæði og auðlindum í krafti þess að við vorum þátttakendur í alþjóðasamstarfi. Þessi réttur hefði aldrei fengist með öðrum hætti. Harmsagan Harmsagan er síðan sú að stærsta auðlindin sem við þetta vannst, fiskurinn í sjónum, var einkavædd fyrir ekki neitt og gengur síðan kaupum og sölum og hafa ófá byggðarlög verið svipt helstu atvinnutækifærum sínum þess vegna. Við fengum sem sagt vald yfir auðlindum gegnum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og glötuðum því í hendur örfárra einstaklinga. Eftir stendur aðeins valdið að ákveða heildarkvótann. Önnur rök eru þau að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“. Það er sérkennilegt í ljósi þess að fram fara langar og strangar samningaviðræður. Þær hefjast á svokölluðum rýniviðræðum þar sem lög og reglur lands og ESB er borin saman og helstu hagsmunir beggja aðila greindir. Síðan er samið um það sem út af stendur og hafa mörg dæmi verið færð fyrir því að tekið er tillit til sérhagsmuna þjóða, sumarhús í Danmörku, fiskveiðar í kringum Möltu, landbúnaður á norðurslóðum og margt fleira. En séu þessi rök andstæðinga ESB-umsóknar tekin til greina þá hlýtur maður að spyrja, hver er þá skelfingin við að fá samninginn kláraðan og greiða um hann atkvæði? Forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa flestir, ef ekki allir, sagt að þeir myndu hafna samningi sem væri óhagstæður Íslendingum í sjávarútvegsmálum. Sé ekki hægt að kíkja í pakkann og „samningur“ feli í sér einungis „aðlögun“ þá er ljóst að þing og þjóð hafna slíkum samningi og málinu er lokið um langan aldur. Það standa því öll rök til þess að ljúka viðræðum og afgreiða málið. Ég spyr aftur, hver er skelfingin?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun