Útvötnuð kærunefnd Halla Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. Þar er meðal annars kveðið á um sjálfstæða kærunefnd sem mun fjalla um kærumál á grundvelli útlendingalaga, í stað innanríkisráðuneytisins líkt og nú er. Það er jákvætt ef myndast getur þverpólitísk samstaða um að koma slíkri kærunefnd á laggirnar, enda hafa íslensk stjórnvöld ítrekað sætt gagnrýni fyrir núverandi fyrirkomulag, einkum vegna málsmeðferðar hælisumsókna. Hins vegar vekur furðu hve ráðherrann hefur útvatnað fyrri tillögur sem lágu fyrir í innanríkisráðuneytinu, bæði í skýrsluformi og frumvarpsformi. Gagnrýni frá Flóttamannastofnun Forsaga málsins er sú að Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, skipaði starfshóp árið 2011 sem var falið að gera tillögur að breytingum á lögum er lúta að aðgengi útlendinga utan EES að landinu. Undirrituð fór fyrir þeim starfshópi. Eitt af þeim verkefnum sem hópurinn tókst á við var að meta að nýju hvort setja skyldi á laggirnar sjálfstæða kærunefnd í útlendingamálum, einkum hælismálum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað komið þeirri gagnrýni á framfæri við íslensk stjórnvöld að ráðuneytið geti ekki talist óháður úrskurðaraðili þar sem undirstofnun þess (það er Útlendingastofnun) tekur hina kæranlegu ákvörðun. Hér vegur þungt að ákvörðun um veitingu hælis er vandasöm og erfitt getur verið að leggja heildarmat á aðstæður einstaklings. Þessi ákvörðun hefur jafnframt úrslitaáhrif á líf viðkomandi, sem hefur ekki alltaf gögn til að sanna mál sitt og getur því þurft að sýna fram á trúverðugleika sinn með öðrum hætti. Ítarleg útfærsla Starfshópurinn kynnti sér ítarlega fyrirkomulag kærumála á Norðurlöndunum, einkum í Noregi og Danmörku þar sem lagaumhverfi er svipað því íslenska. Var það eindregin niðurstaða nefndarinnar að setja ætti á laggirnar sjálfstæða kærunefnd, a.m.k. í málefnum hælisleitenda. Sérstaklega var tekið fram að hælisleitendur ættu að eiga þess kost að koma fyrir nefndina til að tala máli sínu. Í frumvarpi sem unnið var á grunni skýrslu nefndarinnar var því kveðið á um slíka kærunefnd og útfært með ítarlegum hætti hvernig hún skyldi skipuð. Þannig var gert ráð fyrir að staða formanns væri auglýst í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Var það gert að skilyrði að umsækjendur uppfylltu starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Þriggja manna nefnd mæti síðan hæfi umsækjenda og ráðherra væri óheimilt að víkja frá því mati. Hinir nefndarmennirnir skyldu skipaðir eftir tilnefningum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Annar skyldi hafa sérþekkingu á flóttamannamálum og hælismálum og hinn á útlendingamálum í breiðari skilningi. Raunveruleg réttarbót Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er enga slíka útfærslu að finna. Staða formanns skal auglýst og nægir að hann hafi lokið fullnaðarprófi í lögum. Hina nefndarmennina skipar ráðherra og hvergi kemur fram hvernig þeirri skipun skuli háttað. Það er jákvætt að núverandi innanríkisráðherra haldi á lofti þeim tillögum að breytingum á útlendingalögum sem náðist víðtæk sátt um á síðasta kjörtímabili. Forsenda þess að setja á laggirnar sjálfstæða kærunefnd er hins vegar að hún sé óháð ráðuneytinu. Með þessu móti er því þveröfugt farið. Tveir af þremur fulltrúum verða skipaðir af ráðherra einum og hafa þar af leiðandi úrslitaáhrif í öllum málum sem nefndin fær til meðferðar. Þetta fyrirkomulag kemur ekki til móts við þá gagnrýni sem íslensk stjórnvöld hafa sætt á alþjóðavettvangi. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf því að skýra hvers vegna þessi leið er farin. Alþingi breytir frumvarpinu vonandi til betri vegar þannig að réttarbótin sem það kveður á um verði raunveruleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. Þar er meðal annars kveðið á um sjálfstæða kærunefnd sem mun fjalla um kærumál á grundvelli útlendingalaga, í stað innanríkisráðuneytisins líkt og nú er. Það er jákvætt ef myndast getur þverpólitísk samstaða um að koma slíkri kærunefnd á laggirnar, enda hafa íslensk stjórnvöld ítrekað sætt gagnrýni fyrir núverandi fyrirkomulag, einkum vegna málsmeðferðar hælisumsókna. Hins vegar vekur furðu hve ráðherrann hefur útvatnað fyrri tillögur sem lágu fyrir í innanríkisráðuneytinu, bæði í skýrsluformi og frumvarpsformi. Gagnrýni frá Flóttamannastofnun Forsaga málsins er sú að Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, skipaði starfshóp árið 2011 sem var falið að gera tillögur að breytingum á lögum er lúta að aðgengi útlendinga utan EES að landinu. Undirrituð fór fyrir þeim starfshópi. Eitt af þeim verkefnum sem hópurinn tókst á við var að meta að nýju hvort setja skyldi á laggirnar sjálfstæða kærunefnd í útlendingamálum, einkum hælismálum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað komið þeirri gagnrýni á framfæri við íslensk stjórnvöld að ráðuneytið geti ekki talist óháður úrskurðaraðili þar sem undirstofnun þess (það er Útlendingastofnun) tekur hina kæranlegu ákvörðun. Hér vegur þungt að ákvörðun um veitingu hælis er vandasöm og erfitt getur verið að leggja heildarmat á aðstæður einstaklings. Þessi ákvörðun hefur jafnframt úrslitaáhrif á líf viðkomandi, sem hefur ekki alltaf gögn til að sanna mál sitt og getur því þurft að sýna fram á trúverðugleika sinn með öðrum hætti. Ítarleg útfærsla Starfshópurinn kynnti sér ítarlega fyrirkomulag kærumála á Norðurlöndunum, einkum í Noregi og Danmörku þar sem lagaumhverfi er svipað því íslenska. Var það eindregin niðurstaða nefndarinnar að setja ætti á laggirnar sjálfstæða kærunefnd, a.m.k. í málefnum hælisleitenda. Sérstaklega var tekið fram að hælisleitendur ættu að eiga þess kost að koma fyrir nefndina til að tala máli sínu. Í frumvarpi sem unnið var á grunni skýrslu nefndarinnar var því kveðið á um slíka kærunefnd og útfært með ítarlegum hætti hvernig hún skyldi skipuð. Þannig var gert ráð fyrir að staða formanns væri auglýst í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Var það gert að skilyrði að umsækjendur uppfylltu starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Þriggja manna nefnd mæti síðan hæfi umsækjenda og ráðherra væri óheimilt að víkja frá því mati. Hinir nefndarmennirnir skyldu skipaðir eftir tilnefningum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Annar skyldi hafa sérþekkingu á flóttamannamálum og hælismálum og hinn á útlendingamálum í breiðari skilningi. Raunveruleg réttarbót Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er enga slíka útfærslu að finna. Staða formanns skal auglýst og nægir að hann hafi lokið fullnaðarprófi í lögum. Hina nefndarmennina skipar ráðherra og hvergi kemur fram hvernig þeirri skipun skuli háttað. Það er jákvætt að núverandi innanríkisráðherra haldi á lofti þeim tillögum að breytingum á útlendingalögum sem náðist víðtæk sátt um á síðasta kjörtímabili. Forsenda þess að setja á laggirnar sjálfstæða kærunefnd er hins vegar að hún sé óháð ráðuneytinu. Með þessu móti er því þveröfugt farið. Tveir af þremur fulltrúum verða skipaðir af ráðherra einum og hafa þar af leiðandi úrslitaáhrif í öllum málum sem nefndin fær til meðferðar. Þetta fyrirkomulag kemur ekki til móts við þá gagnrýni sem íslensk stjórnvöld hafa sætt á alþjóðavettvangi. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf því að skýra hvers vegna þessi leið er farin. Alþingi breytir frumvarpinu vonandi til betri vegar þannig að réttarbótin sem það kveður á um verði raunveruleg.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun