Glópagull úr skyri? Þórólfur Matthíasson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur lýst áhuga fyrirtækja í mjólkuriðnaði á að flytja 4.000 tonn af skyri til Evrópu tollfrjálst. Á ýmsu hefur gengið með arðsemi af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Því vaknaði sú spurning hvort skyrútflutningur væri gróðaleið. Eftir nokkra yfirlegu og samtöl við kunnáttufólk varð niðurstaðan neikvæð. Skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópuskyrið yrði líklega 420 til 450 milljónir króna. Markaðsherferð í Evrópu myndi síðan kosta einhverjar 100 til 200 milljónir á ári hið minnsta.Þrátt fyrir ítrekun var ekki svarað Verðlagsnefnd búvara telur að það kosti bændur 630 milljónir króna að framleiða þær 5 milljónir lítra mjólkur sem færu í skyrið. Því virðist borðleggjandi að tap á fyrirhuguðum útflutningi skyrs til Evrópu yrði 300 til 400 milljónir króna þegar tillit er tekið til kostnaðar við nauðsynlegt markaðsátak til að kynna skyrið. Með tölvuskeyti sendu 18. febrúar lagði ég þessa útreikninga fyrir framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og bað hann að leiðbeina mér ef rangt væri ályktað. Þrátt fyrir ítrekun svaraði framkvæmdastjórinn ekki og staðfesti með þögninni að útreikningarnir sem ég lagði fram væru nærri lagi. Í Fréttablaðinu þann 24. febrúar sl. spurði ég, í framhaldi af þegjandi samþykki framkvæmdastjórans, með hvaða hætti Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hygðust fjármagna fyrirsjáanlegt tap á hugsanlegum útflutningi skyrs til Evrópu. Af grein sem framkvæmdastjórinn ritar í Fréttablaðið 26. febrúar má skilja að hann ætli að lækka kostnað Mjólkursamsölunnar um 200 milljónir króna frá áætlun minni með því að greiða bændum aðeins 83 krónur á lítrann af mjólk sem færi til Evrópuskyrgerðar. Fyrir framleiðslu innan kvóta sem fer á innanlandsmarkað eru hins vegar greiddar 128 krónur á lítrann. Það liggur því beint við, í framhaldi af svari framkvæmdastjóra SAM, að spyrja talsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda hvort þeir séu tilbúnir í þann leiðangur að framleiða ódýra mjólk fyrir Evrópumarkað. Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt hljóta íslenskir skattgreiðendur að spyrja Bændasamtökin og kúabændur hvort þeir eigi ekki rétt á að fá mjólk á sama verði og neytendur í Evrópu. Hvort nokkur þörf sé á beingreiðslum til mjólkurframleiðenda. Ef hægt er að framleiða umtalsvert magn mjólkur á 83 krónur lítrann fyrir Evrópumarkað, af hverju þurfa bændur 128 krónur fyrir hvern lítra sem fer á innanlandsmarkað? Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á svo enn eftir að svara hvernig hann hyggst fjármagna markaðsherferðina fyrir skyrinu í Evrópu. Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur lýst áhuga fyrirtækja í mjólkuriðnaði á að flytja 4.000 tonn af skyri til Evrópu tollfrjálst. Á ýmsu hefur gengið með arðsemi af útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða. Því vaknaði sú spurning hvort skyrútflutningur væri gróðaleið. Eftir nokkra yfirlegu og samtöl við kunnáttufólk varð niðurstaðan neikvæð. Skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópuskyrið yrði líklega 420 til 450 milljónir króna. Markaðsherferð í Evrópu myndi síðan kosta einhverjar 100 til 200 milljónir á ári hið minnsta.Þrátt fyrir ítrekun var ekki svarað Verðlagsnefnd búvara telur að það kosti bændur 630 milljónir króna að framleiða þær 5 milljónir lítra mjólkur sem færu í skyrið. Því virðist borðleggjandi að tap á fyrirhuguðum útflutningi skyrs til Evrópu yrði 300 til 400 milljónir króna þegar tillit er tekið til kostnaðar við nauðsynlegt markaðsátak til að kynna skyrið. Með tölvuskeyti sendu 18. febrúar lagði ég þessa útreikninga fyrir framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og bað hann að leiðbeina mér ef rangt væri ályktað. Þrátt fyrir ítrekun svaraði framkvæmdastjórinn ekki og staðfesti með þögninni að útreikningarnir sem ég lagði fram væru nærri lagi. Í Fréttablaðinu þann 24. febrúar sl. spurði ég, í framhaldi af þegjandi samþykki framkvæmdastjórans, með hvaða hætti Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hygðust fjármagna fyrirsjáanlegt tap á hugsanlegum útflutningi skyrs til Evrópu. Af grein sem framkvæmdastjórinn ritar í Fréttablaðið 26. febrúar má skilja að hann ætli að lækka kostnað Mjólkursamsölunnar um 200 milljónir króna frá áætlun minni með því að greiða bændum aðeins 83 krónur á lítrann af mjólk sem færi til Evrópuskyrgerðar. Fyrir framleiðslu innan kvóta sem fer á innanlandsmarkað eru hins vegar greiddar 128 krónur á lítrann. Það liggur því beint við, í framhaldi af svari framkvæmdastjóra SAM, að spyrja talsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda hvort þeir séu tilbúnir í þann leiðangur að framleiða ódýra mjólk fyrir Evrópumarkað. Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt hljóta íslenskir skattgreiðendur að spyrja Bændasamtökin og kúabændur hvort þeir eigi ekki rétt á að fá mjólk á sama verði og neytendur í Evrópu. Hvort nokkur þörf sé á beingreiðslum til mjólkurframleiðenda. Ef hægt er að framleiða umtalsvert magn mjólkur á 83 krónur lítrann fyrir Evrópumarkað, af hverju þurfa bændur 128 krónur fyrir hvern lítra sem fer á innanlandsmarkað? Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á svo enn eftir að svara hvernig hann hyggst fjármagna markaðsherferðina fyrir skyrinu í Evrópu. Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun