Slíðrum sverðin Ellert B. Schram skrifar 4. mars 2014 06:00 Ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er uppákoma, atburður, sem kallar fram óvenjulega sterk viðbrögð. Stór hluti þjóðarinnar er augljóslega þeirrar skoðunar, að mál af þessu tagi, sé miklu stærra en svo, að meirihluti Alþingis, sé einn um slíka ákvörðun. Málið er nefnilega svo stórt, að með því að slíta formlega viðræðum, er það ákvörðun, sem ekki verður breytt aftur í einni svipan. Slit á viðræðum við ESB hafa langtíma áhrif og afleiðingar. Fullyrt er að það taki a.m.k. tíu til tuttugu ár að snúa við því blaði. Þetta er tímamótaákvörðun sem varir. Að því leyti er ákvörðun um viðræðuslit allt önnur en breytingar á lögum, sem Alþingi setur og samþykkir alla jafna. Lögum má alltaf breyta, meðan viðræðuslit við ESB eru varanleg til margra ára. Í kjölfar hrunsins gerðu Íslendingar tilraun til að spyrja sjálfa sig: Hvað gerðum við rangt? Hvað þarf að laga í stjórnarfari okkar? Bæði rannsóknarnefndin, heimspekingar og stjórnmálamennirnir sjálfir bentu á ýmsa veikleika, sem hér verður ekki farið út í, en meginstefið var þó þetta: Íslendingar vaða áfram og gefa skít í andstæðingana, stjórnmálaflokkarnir einblína of mikið á sjálfa sig (og sína), ákvarðanir eru teknar í átökum í krafti sérhagsmuna eða í einhvers konar kappleik, eins og Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor, segir. Það skorti og skortir samræðu, hugsun og viðleitni til að hafa almannaheill að leiðarljósi.Ekki mál tveggja flokka Ákvarðanir og umræður um tillöguna um slit á viðræðum við ESB er ekki mál eins eða tveggja stjórnmálaflokka. Þar að auki má halda því fram að kosningarnar til Alþingis í fyrra hafi alls ekki snúist um Evrópumálin. Þeim var ýtt til hliðar, með loforðum um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur tóku mark á því og kosningabaráttan snerist um allt annað: niðurfellingu á skuldum heimilanna, fyrst og fremst. Evrópa var ekki á dagskrá. Ég ætla ekki að fara að tala um svik á loforðum um þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur benda á að skoðanakannanir sýna aftur og aftur þá staðreynd, að þjóðin sé klofin í tvær fylkingar, með og á móti, og þar sé kannski bita munur en ekki fjár. Ég er í hópi þeirra sem vilja vita hvað er í boði ef gengið er í ESB og hvað er í boði hvað varðar gjaldeyrismál og krónu í höftum. Af hverju geta flokkarnir okkar ekki sest niður og talað saman um hvað sé skynsamlegast að gera? Fyrir okkur öll og komandi kynslóðir. Málið á ekki að snúast um afstöðu einstakra flokka, heldur um almannaheill, um framtíðina, um lífskjör þjóðarinnar. Í stað þess eru þingmenn og stjórnmálaflokkar í sömu sporunum og við þekkjum frá fyrri tíð. Með samanbitnar varir, með lágkúrulegum orðræðum, með hugsun kappliðsmanna, að nú sé það allt eða ekkert, nú sé það eina markmiðið að sigra í þessari lotu. Þeir hugsa um flokkinn en ekki þjóðina, þeir skeyta ekki um skoðanir annarra en sjálfra sín og við erum komin aftur í sama farið og fyrir hrun. Allt eða ekkert. Nú eða aldrei.Aftur í öngstræti Þetta er sorgleg staða og dapurleg. Þjóðin er aftur í öngstræti. Aftur sundruð. Mikið mundu þeir vaxa í áliti og verða menn að meiri, foringjar stjórnarflokkanna, ef þeir legðu til að tillagan um slit á viðræðum yrði dregin til baka, að kalla saman hagsmunahópa, fulltrúa allra flokka, sérfræðinga og siðfræðinga, til rökræðu og málflutnings og gera þannig heiðarlega og vitsmunalega tilraun til að ná sameiginlegri niðurstöðu í þágu almannaheilla. Ná sátt í þágu framtíðar hér á Íslandi. Og síðast en ekki síst, sýna þjóðinni að kjörnir fulltrúar á Alþingi séu ekki í kappleik fyrir einhvern flokk, heldur beri hagsmuni samfélagsins fyrir brjósti. Eyðum þessum illindum og offorsi, sýnum að við erum hugsandi verur. Mikið mundi það hjálpa Alþingi, stjórnmálaflokkunum og þjóðinni, til að öðlast virðingu og traust og trú á betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er uppákoma, atburður, sem kallar fram óvenjulega sterk viðbrögð. Stór hluti þjóðarinnar er augljóslega þeirrar skoðunar, að mál af þessu tagi, sé miklu stærra en svo, að meirihluti Alþingis, sé einn um slíka ákvörðun. Málið er nefnilega svo stórt, að með því að slíta formlega viðræðum, er það ákvörðun, sem ekki verður breytt aftur í einni svipan. Slit á viðræðum við ESB hafa langtíma áhrif og afleiðingar. Fullyrt er að það taki a.m.k. tíu til tuttugu ár að snúa við því blaði. Þetta er tímamótaákvörðun sem varir. Að því leyti er ákvörðun um viðræðuslit allt önnur en breytingar á lögum, sem Alþingi setur og samþykkir alla jafna. Lögum má alltaf breyta, meðan viðræðuslit við ESB eru varanleg til margra ára. Í kjölfar hrunsins gerðu Íslendingar tilraun til að spyrja sjálfa sig: Hvað gerðum við rangt? Hvað þarf að laga í stjórnarfari okkar? Bæði rannsóknarnefndin, heimspekingar og stjórnmálamennirnir sjálfir bentu á ýmsa veikleika, sem hér verður ekki farið út í, en meginstefið var þó þetta: Íslendingar vaða áfram og gefa skít í andstæðingana, stjórnmálaflokkarnir einblína of mikið á sjálfa sig (og sína), ákvarðanir eru teknar í átökum í krafti sérhagsmuna eða í einhvers konar kappleik, eins og Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor, segir. Það skorti og skortir samræðu, hugsun og viðleitni til að hafa almannaheill að leiðarljósi.Ekki mál tveggja flokka Ákvarðanir og umræður um tillöguna um slit á viðræðum við ESB er ekki mál eins eða tveggja stjórnmálaflokka. Þar að auki má halda því fram að kosningarnar til Alþingis í fyrra hafi alls ekki snúist um Evrópumálin. Þeim var ýtt til hliðar, með loforðum um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur tóku mark á því og kosningabaráttan snerist um allt annað: niðurfellingu á skuldum heimilanna, fyrst og fremst. Evrópa var ekki á dagskrá. Ég ætla ekki að fara að tala um svik á loforðum um þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur benda á að skoðanakannanir sýna aftur og aftur þá staðreynd, að þjóðin sé klofin í tvær fylkingar, með og á móti, og þar sé kannski bita munur en ekki fjár. Ég er í hópi þeirra sem vilja vita hvað er í boði ef gengið er í ESB og hvað er í boði hvað varðar gjaldeyrismál og krónu í höftum. Af hverju geta flokkarnir okkar ekki sest niður og talað saman um hvað sé skynsamlegast að gera? Fyrir okkur öll og komandi kynslóðir. Málið á ekki að snúast um afstöðu einstakra flokka, heldur um almannaheill, um framtíðina, um lífskjör þjóðarinnar. Í stað þess eru þingmenn og stjórnmálaflokkar í sömu sporunum og við þekkjum frá fyrri tíð. Með samanbitnar varir, með lágkúrulegum orðræðum, með hugsun kappliðsmanna, að nú sé það allt eða ekkert, nú sé það eina markmiðið að sigra í þessari lotu. Þeir hugsa um flokkinn en ekki þjóðina, þeir skeyta ekki um skoðanir annarra en sjálfra sín og við erum komin aftur í sama farið og fyrir hrun. Allt eða ekkert. Nú eða aldrei.Aftur í öngstræti Þetta er sorgleg staða og dapurleg. Þjóðin er aftur í öngstræti. Aftur sundruð. Mikið mundu þeir vaxa í áliti og verða menn að meiri, foringjar stjórnarflokkanna, ef þeir legðu til að tillagan um slit á viðræðum yrði dregin til baka, að kalla saman hagsmunahópa, fulltrúa allra flokka, sérfræðinga og siðfræðinga, til rökræðu og málflutnings og gera þannig heiðarlega og vitsmunalega tilraun til að ná sameiginlegri niðurstöðu í þágu almannaheilla. Ná sátt í þágu framtíðar hér á Íslandi. Og síðast en ekki síst, sýna þjóðinni að kjörnir fulltrúar á Alþingi séu ekki í kappleik fyrir einhvern flokk, heldur beri hagsmuni samfélagsins fyrir brjósti. Eyðum þessum illindum og offorsi, sýnum að við erum hugsandi verur. Mikið mundi það hjálpa Alþingi, stjórnmálaflokkunum og þjóðinni, til að öðlast virðingu og traust og trú á betri framtíð.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar