Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson skrifar 8. mars 2014 07:00 Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. Meðal afturkallana hinna minni má nefna að formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra hefur afturkallað undirskrift sína undir bréf um Evrópumál sem hann sendi frá sér í nafni flokksins fyrir alþingiskosningar; í öðru lagi afturkallaði landbúnaðarráðherra kafla í ræðu sem hann flutti nýverið á Búnaðarþingi, þar fullyrti hann að Íslendingar væru sjálfum sér nægir um alla matvælaframleiðslu; í þriðja lagi afturkallaði utanríkisráðherra greinargerð sína með þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við ESB; það kom til vegna aðdróttana í garð þingmanna á síðasta kjörtímabili og þurfti að endurútgefa skjalið.Háleitasta kosningafyrirheitið Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár. Þær leifar eru nú til meðferðar einhvers staðar í nefndakerfinu, annaðhvort í nefnd (sem er lægsta þrep), vinnunefnd (næsta þrep fyrir ofan nefnd), starfshópi (á að láta meira að sér kveða en vinnunefnd) eða jafnvel í átakshópi (næsta þrep fyrir ofan starfshóp). Alveg sér á parti eru síðan svonefndir vinnukvöldverðir. Vera kann að „Leiðréttingin“ sé komin allar götur til meðferðar á vinnukvöldverðum.Maríneraðir í ósamkvæmni Í öðru lagi og það er nýjast: Ríkisstjórnin hefur afturkallað stjórnarsáttmálann í veigamiklu atriði, það er að segja því sem snýr að aðildarviðræðum við ESB. Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað. Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags. Sumir þeirra sem nú verma ráðherrastólana voru einhverjir mestu hávaðamenn þingsögunnar meðan þeir sátu í stjórnarandstöðu, fóru mikinn og kunnu skjót ráð við öllum vanda, hvort heldur á himni eða jörð. Nú fara þeir sem sagt með landsstjórnina. Því er ekki ófyrirsynju að mér koma í hug ljóðlínur eftir Hannes Hafstein. Hann þýddi á sínum tíma stakt erindi eftir Ludvig Holberg. Seinni hluti þess hljóðar svo: Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. Meðal afturkallana hinna minni má nefna að formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra hefur afturkallað undirskrift sína undir bréf um Evrópumál sem hann sendi frá sér í nafni flokksins fyrir alþingiskosningar; í öðru lagi afturkallaði landbúnaðarráðherra kafla í ræðu sem hann flutti nýverið á Búnaðarþingi, þar fullyrti hann að Íslendingar væru sjálfum sér nægir um alla matvælaframleiðslu; í þriðja lagi afturkallaði utanríkisráðherra greinargerð sína með þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við ESB; það kom til vegna aðdróttana í garð þingmanna á síðasta kjörtímabili og þurfti að endurútgefa skjalið.Háleitasta kosningafyrirheitið Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár. Þær leifar eru nú til meðferðar einhvers staðar í nefndakerfinu, annaðhvort í nefnd (sem er lægsta þrep), vinnunefnd (næsta þrep fyrir ofan nefnd), starfshópi (á að láta meira að sér kveða en vinnunefnd) eða jafnvel í átakshópi (næsta þrep fyrir ofan starfshóp). Alveg sér á parti eru síðan svonefndir vinnukvöldverðir. Vera kann að „Leiðréttingin“ sé komin allar götur til meðferðar á vinnukvöldverðum.Maríneraðir í ósamkvæmni Í öðru lagi og það er nýjast: Ríkisstjórnin hefur afturkallað stjórnarsáttmálann í veigamiklu atriði, það er að segja því sem snýr að aðildarviðræðum við ESB. Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað. Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags. Sumir þeirra sem nú verma ráðherrastólana voru einhverjir mestu hávaðamenn þingsögunnar meðan þeir sátu í stjórnarandstöðu, fóru mikinn og kunnu skjót ráð við öllum vanda, hvort heldur á himni eða jörð. Nú fara þeir sem sagt með landsstjórnina. Því er ekki ófyrirsynju að mér koma í hug ljóðlínur eftir Hannes Hafstein. Hann þýddi á sínum tíma stakt erindi eftir Ludvig Holberg. Seinni hluti þess hljóðar svo: Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun