Konurnar af stað í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2014 08:00 Snæfell vann deildarmeistaratitilinn með miklum yfirburðum en Haukakonur eru nýkrýndir bikarmeistarar og tóku annað sætið með nokkrum yfirburðum. Það kemur því kannski fáum á óvart að næstum því allir spámenn Fréttablaðsins búast við að liðin fari í gegnum undanúrslit úrslitakeppninnar og mætist í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn alveg eins og í bikarúrslitaleiknum á dögunum.Deildarmeistarar Snæfells mæta Val og er fyrsti leikurinn í Stykkishólmi klukkan 15.00 í dag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit. Snæfell tapaði síðasta deildarleik í lok nóvember og er búið að vinna alla fimm leiki sína á móti Val í vetur þar á meðal bikarleik í Vodafonehöllinni. Það er þegar orðið ljóst að sigurvegari þessa einvígis nær sögulegum árangri því hvorugt félagið hefur átt kvennalið í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þau sátu bæði eftir í undanúrslitum í fyrra, þar af Valskonur eftir oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur. Snæfellsliðið er mun líklegra eins og sést vel á því að allir spámenn Fréttablaðsins spá Hólmurum sigri og fjögur af átta búast við „sópi“.Bikarmeistarar Hauka mæta Keflavík og er fyrsti leikurinn í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16.00 í dag. Haukar unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna og slógu Keflavík einnig út úr undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Keflavík vann fyrsta leik liðanna í vetur en Haukakonur hafa unnið síðustu fjóra, þar af tvo þeirra með meira en 25 stiga mun. Haukaliðið vann síðasta leikinn hins vegar á dramatískan hátt og með aðeins einu stigi en sá leikur ætti að lofa góðu fyrir þetta einvígi. Spámenn Fréttablaðsins búast líka flestir við oddaleik í þessu einvígi eða sex af átta.„Óvænt“ úrslit síðustu ár Undanfarin þrjú ár hafa hins vegar orðið „óvænt“ úrslit í undanúrslitum í úrslitakeppni kvenna. Njarðvík sló út deildarmeistara Hamars 2001, Haukar slógu út deildarmeistara Keflavíkur 2012 og KR sló út Snæfell í fyrra í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti. Í þremur af fjórum leikjum í undanúrslitunum síðustu tvö árin hefur líka fyrsti leikurinn unnist á útivelli og það er því löngu sannað að það getur allt gerst í úrslitakeppninni. Öll fjögur liðin í undanúrslitunum hafa unnið titil í vetur. Snæfell er deildarmeistari, Haukar tóku Powerade-bikarinn, Valur vann Lengjubikarinn og Keflavíkurkonur urðu meistarar meistaranna. Aðeins eitt þeirra getur aftur á móti unnið tvöfalt í vetur og í dag hefst nýtt mót. Dominos-deild kvenna Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Snæfell vann deildarmeistaratitilinn með miklum yfirburðum en Haukakonur eru nýkrýndir bikarmeistarar og tóku annað sætið með nokkrum yfirburðum. Það kemur því kannski fáum á óvart að næstum því allir spámenn Fréttablaðsins búast við að liðin fari í gegnum undanúrslit úrslitakeppninnar og mætist í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn alveg eins og í bikarúrslitaleiknum á dögunum.Deildarmeistarar Snæfells mæta Val og er fyrsti leikurinn í Stykkishólmi klukkan 15.00 í dag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit. Snæfell tapaði síðasta deildarleik í lok nóvember og er búið að vinna alla fimm leiki sína á móti Val í vetur þar á meðal bikarleik í Vodafonehöllinni. Það er þegar orðið ljóst að sigurvegari þessa einvígis nær sögulegum árangri því hvorugt félagið hefur átt kvennalið í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þau sátu bæði eftir í undanúrslitum í fyrra, þar af Valskonur eftir oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur. Snæfellsliðið er mun líklegra eins og sést vel á því að allir spámenn Fréttablaðsins spá Hólmurum sigri og fjögur af átta búast við „sópi“.Bikarmeistarar Hauka mæta Keflavík og er fyrsti leikurinn í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16.00 í dag. Haukar unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna og slógu Keflavík einnig út úr undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Keflavík vann fyrsta leik liðanna í vetur en Haukakonur hafa unnið síðustu fjóra, þar af tvo þeirra með meira en 25 stiga mun. Haukaliðið vann síðasta leikinn hins vegar á dramatískan hátt og með aðeins einu stigi en sá leikur ætti að lofa góðu fyrir þetta einvígi. Spámenn Fréttablaðsins búast líka flestir við oddaleik í þessu einvígi eða sex af átta.„Óvænt“ úrslit síðustu ár Undanfarin þrjú ár hafa hins vegar orðið „óvænt“ úrslit í undanúrslitum í úrslitakeppni kvenna. Njarðvík sló út deildarmeistara Hamars 2001, Haukar slógu út deildarmeistara Keflavíkur 2012 og KR sló út Snæfell í fyrra í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti. Í þremur af fjórum leikjum í undanúrslitunum síðustu tvö árin hefur líka fyrsti leikurinn unnist á útivelli og það er því löngu sannað að það getur allt gerst í úrslitakeppninni. Öll fjögur liðin í undanúrslitunum hafa unnið titil í vetur. Snæfell er deildarmeistari, Haukar tóku Powerade-bikarinn, Valur vann Lengjubikarinn og Keflavíkurkonur urðu meistarar meistaranna. Aðeins eitt þeirra getur aftur á móti unnið tvöfalt í vetur og í dag hefst nýtt mót.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira