Sjálfskipuð einangrun evrópsks smáríkis Magnús Árni Magnússon skrifar 18. mars 2014 07:00 Í alþjóðastjórnmálum er áhrifamikil kenning um smáríki að það sé í raun ekki valkostur fyrir þau að standa ein og óstudd á alþjóðavettvangi, enda takast þar á miklir hagsmunir og fátt fæst fyrir lítið þegar á hólminn er komið. Þess vegna geti smáríki eingöngu lifað af og tryggt hagsmuni sína með tvennum hætti; Annars vegar að halla sér þétt upp að stóru og voldugu nágrannaríki og láta það sjá um að vernda sig og styðja, ellegar að bindast samtökum, helst þar sem stóru ríkin eru innanborðs og flétta þau í net samninga og samskiptareglna sem tryggja að smáríkin geti átt við þau stóru á eins miklum jafnréttisgrundvelli og mögulegt er. Evrópusambandið er besta dæmið um svona samtök. Í Evrópusambandinu eru mjög mörg smáríki, en einungis fjögur stór ríki, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía. Það að þau eru þarna fjögur kemur í veg fyrir að eitthvert þeirra geti í reynd stýrt sambandinu og innan Evrópusambandsins mynda ríki bandalög þvers og kruss þegar kemur að því að gæta hagsmuna sinna. Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samningalotu og þar af leiðandi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað þegar kemur að samningaborðinu. Þau standa líka saman út á við gagnvart ríkjum sem ekki tilheyra klúbbnum. Fyrir ríki – og þá sérstaklega smáríki – sem standa utan þessa bandalags gilda ekki sömu reglur. Það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir Evrópusambandið, eða ríki þess að koma mjög harkalega fram gagnvart svoleiðis ríkjum. Ríkjum eins og Íslandi, sem eiga allt sitt undir góðum tengslum við Evrópusambandið, en hafa engin tök á að verja hagsmuni sína með öðru en að höfða til manngæsku og sanngirni. En manngæska og sanngirni koma mönnum bara ákveðið langt í alþjóðastjórnmálum. Þannig er það bara. Þegar hinir grimmu hagsmunir taka við þurfa ríki að staldra við aðra þætti. Einangrað með Svartapétri Þetta er ástæðan fyrir því að enn á ný stendur Ísland uppi einangrað með Svartapétur í alþjóðastjórnmálum, nú í makríldeilunni. Meira að segja Færeyingar – sem vita sem er að þeir eiga miklu meira undir góðu sambandi við Evrópusambandið og Noreg en Ísland – sáu ekki ástæðu til að standa með Íslendingum í þetta skipti, hvað þá Norðmenn, sem eru það ríki sem Ísland hefur kosið að halla sér þéttast upp að í alþjóðastjórnmálum þessi misserin með nánast algeru trausti á þá varðandi mikilvægasta þátt íslenskra alþjóðahagsmuna, EES-samninginn. Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar. Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í alþjóðastjórnmálum er áhrifamikil kenning um smáríki að það sé í raun ekki valkostur fyrir þau að standa ein og óstudd á alþjóðavettvangi, enda takast þar á miklir hagsmunir og fátt fæst fyrir lítið þegar á hólminn er komið. Þess vegna geti smáríki eingöngu lifað af og tryggt hagsmuni sína með tvennum hætti; Annars vegar að halla sér þétt upp að stóru og voldugu nágrannaríki og láta það sjá um að vernda sig og styðja, ellegar að bindast samtökum, helst þar sem stóru ríkin eru innanborðs og flétta þau í net samninga og samskiptareglna sem tryggja að smáríkin geti átt við þau stóru á eins miklum jafnréttisgrundvelli og mögulegt er. Evrópusambandið er besta dæmið um svona samtök. Í Evrópusambandinu eru mjög mörg smáríki, en einungis fjögur stór ríki, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía. Það að þau eru þarna fjögur kemur í veg fyrir að eitthvert þeirra geti í reynd stýrt sambandinu og innan Evrópusambandsins mynda ríki bandalög þvers og kruss þegar kemur að því að gæta hagsmuna sinna. Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samningalotu og þar af leiðandi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað þegar kemur að samningaborðinu. Þau standa líka saman út á við gagnvart ríkjum sem ekki tilheyra klúbbnum. Fyrir ríki – og þá sérstaklega smáríki – sem standa utan þessa bandalags gilda ekki sömu reglur. Það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir Evrópusambandið, eða ríki þess að koma mjög harkalega fram gagnvart svoleiðis ríkjum. Ríkjum eins og Íslandi, sem eiga allt sitt undir góðum tengslum við Evrópusambandið, en hafa engin tök á að verja hagsmuni sína með öðru en að höfða til manngæsku og sanngirni. En manngæska og sanngirni koma mönnum bara ákveðið langt í alþjóðastjórnmálum. Þannig er það bara. Þegar hinir grimmu hagsmunir taka við þurfa ríki að staldra við aðra þætti. Einangrað með Svartapétri Þetta er ástæðan fyrir því að enn á ný stendur Ísland uppi einangrað með Svartapétur í alþjóðastjórnmálum, nú í makríldeilunni. Meira að segja Færeyingar – sem vita sem er að þeir eiga miklu meira undir góðu sambandi við Evrópusambandið og Noreg en Ísland – sáu ekki ástæðu til að standa með Íslendingum í þetta skipti, hvað þá Norðmenn, sem eru það ríki sem Ísland hefur kosið að halla sér þéttast upp að í alþjóðastjórnmálum þessi misserin með nánast algeru trausti á þá varðandi mikilvægasta þátt íslenskra alþjóðahagsmuna, EES-samninginn. Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar. Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í?
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun