Kerfisbreyting er bezta tækifærið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. mars 2014 06:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í þættinum Í bítið á Bylgjunni í fyrradag að hægt væri að réttlæta að hækka laun kennara umfram almennar launabreytingar með því að breyta skólakerfinu og stytta nám til stúdentsprófs. Sambærilegar tillögur eru hluti af tilboði ríkisins til lausnar kjaradeilunni við framhaldsskólakennara. Forystumenn kennara hafa tekið þessum áformum illa. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði til dæmis í samtali við DV, að það væri „ósæmilegt að bera slíka hluti inn á borð í kjarasamningsviðræðum“. En af hverju er það ósæmilegt? Er þessi leið ekki einmitt tækifærið til að hækka laun kennara, sem vissulega eru of lág? Staðan á vinnumarkaðnum og í fjármálum hins opinbera bendir ekki til að önnur leið sé fær. Á almenna vinnumarkaðnum féllust samtök launþega á að semja um hóflegar launahækkanir gegn því að verðbólgunni yrði haldið í skefjum. Ef laun opinberra starfsmanna hækka langt umfram það sem þar var samið um er árangrinum í hættu stefnt. Hvorki ríkið né sveitarfélög eiga heldur peninga til að hækka laun starfsmanna sinna umfram það sem gerist á almenna markaðnum. Eigi að vera hægt að hækka laun kennara, hvort heldur er í grunn- eða framhaldsskólum, þarf að breyta skólakerfinu, stytta námið og spara peninga. Einhver kann að spyrja hvort það sé framkvæmanlegt. Já, flest bendir til þess. Ísland rekur dýrara skólakerfi en mörg vestræn ríki, án þess að það skili betri árangri. Grunnskólinn hefur lengzt um ár, auk þess sem skólaárið lengdist, án þess að nemendurnir kunni meira þegar þeir hafa lokið honum. Nám til stúdentsprófs tekur 14 ár í stað 12 eða 13 í flestum OECD-löndum. Við getum ekki leyft okkur slíka sóun á tíma og peningum. Það er þess vegna hreint ekki ósæmilegt að ræða kjör framhaldsskólakennara í samhengi við breytingar á skólakerfinu. Ef eitthvað er getur þurft að setja málið í enn víðara samhengi, því að það er ekki hægt að ráðast í styttingu framhaldsskólans án þess að taka það með í reikninginn að óskilvirknin er meiri á grunnskólastiginu en í framhaldsskólum. Raunar er fjöldi fordæma frá almenna vinnumarkaðnum um að hægt hafi verið að hækka laun í einstökum fyrirtækjum eða starfsgreinum umfram almennar launabreytingar með því að semja um breytingar á vinnufyrirkomulagi sem skiluðu aukinni framleiðni. Það er hægt að gera í skólakerfinu líka; þar gilda í grunninn ekki önnur lögmál. Stytting náms til stúdentsprófs mun aldrei eiga sér stað öðruvísi en í góðu samstarfi stjórnvalda og starfsfólks skólanna, kennara þar með talinna. Vandséð er af hverju þessi kerfisbreyting ætti ekki að vera keppikefli kennarastéttarinnar, sem hlýtur að leggja metnað sinn í að reka hagkvæmt og skilvirkt skólakerfi. Og það ætti að vera alveg sérstakur hvati til samstarfs um kerfisbreytingu að í henni felst bezta tækifærið til að bæta kjör kennara við núverandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í þættinum Í bítið á Bylgjunni í fyrradag að hægt væri að réttlæta að hækka laun kennara umfram almennar launabreytingar með því að breyta skólakerfinu og stytta nám til stúdentsprófs. Sambærilegar tillögur eru hluti af tilboði ríkisins til lausnar kjaradeilunni við framhaldsskólakennara. Forystumenn kennara hafa tekið þessum áformum illa. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði til dæmis í samtali við DV, að það væri „ósæmilegt að bera slíka hluti inn á borð í kjarasamningsviðræðum“. En af hverju er það ósæmilegt? Er þessi leið ekki einmitt tækifærið til að hækka laun kennara, sem vissulega eru of lág? Staðan á vinnumarkaðnum og í fjármálum hins opinbera bendir ekki til að önnur leið sé fær. Á almenna vinnumarkaðnum féllust samtök launþega á að semja um hóflegar launahækkanir gegn því að verðbólgunni yrði haldið í skefjum. Ef laun opinberra starfsmanna hækka langt umfram það sem þar var samið um er árangrinum í hættu stefnt. Hvorki ríkið né sveitarfélög eiga heldur peninga til að hækka laun starfsmanna sinna umfram það sem gerist á almenna markaðnum. Eigi að vera hægt að hækka laun kennara, hvort heldur er í grunn- eða framhaldsskólum, þarf að breyta skólakerfinu, stytta námið og spara peninga. Einhver kann að spyrja hvort það sé framkvæmanlegt. Já, flest bendir til þess. Ísland rekur dýrara skólakerfi en mörg vestræn ríki, án þess að það skili betri árangri. Grunnskólinn hefur lengzt um ár, auk þess sem skólaárið lengdist, án þess að nemendurnir kunni meira þegar þeir hafa lokið honum. Nám til stúdentsprófs tekur 14 ár í stað 12 eða 13 í flestum OECD-löndum. Við getum ekki leyft okkur slíka sóun á tíma og peningum. Það er þess vegna hreint ekki ósæmilegt að ræða kjör framhaldsskólakennara í samhengi við breytingar á skólakerfinu. Ef eitthvað er getur þurft að setja málið í enn víðara samhengi, því að það er ekki hægt að ráðast í styttingu framhaldsskólans án þess að taka það með í reikninginn að óskilvirknin er meiri á grunnskólastiginu en í framhaldsskólum. Raunar er fjöldi fordæma frá almenna vinnumarkaðnum um að hægt hafi verið að hækka laun í einstökum fyrirtækjum eða starfsgreinum umfram almennar launabreytingar með því að semja um breytingar á vinnufyrirkomulagi sem skiluðu aukinni framleiðni. Það er hægt að gera í skólakerfinu líka; þar gilda í grunninn ekki önnur lögmál. Stytting náms til stúdentsprófs mun aldrei eiga sér stað öðruvísi en í góðu samstarfi stjórnvalda og starfsfólks skólanna, kennara þar með talinna. Vandséð er af hverju þessi kerfisbreyting ætti ekki að vera keppikefli kennarastéttarinnar, sem hlýtur að leggja metnað sinn í að reka hagkvæmt og skilvirkt skólakerfi. Og það ætti að vera alveg sérstakur hvati til samstarfs um kerfisbreytingu að í henni felst bezta tækifærið til að bæta kjör kennara við núverandi aðstæður.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun