Vissi ekki hvað osteópati var Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2014 06:00 Chynna Brown í leik með Snæfelli. Vísir/Valli Flestir innanbúðarmenn í Snæfelli voru búnir að afskrifa hina bandarísku Chynnu Brown eftir að hún skaddaði liðband í rist í leik liðsins gegn Val um helgina. Það var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar kvenna og lyktaði með sigri Snæfellinga. Brown missti svo af næsta leik og Valur náði að jafna metin með nokkuð öruggum sigri. Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn með þó nokkrum yfirburðum í vetur en Brown var þar í mjög stóru hlutverki. Því var jafnvel talið að fjarvera hennar, auk meiðsla Hugrúnar Evu Valdimarsdóttur, myndi kosta liðið sæti í lokaúrslitunum. En svo birtist nafn Brown á leikskýrslu fyrir þriðja leik liðanna í fyrrakvöld eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Brown spilaði í rúmar 20 mínútur og Snæfell vann leikinn. Að honum loknum sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, að hann hefði sent Brown til Keflavíkur þar sem hún fór í meðferð hjá Pétri Péturssyni, osteópata (sérfræðing í hrygg- og liðskekkjumeðferð) í Keflavík. Brown segir í samtali við Fréttablaðið að það hefði komið mörgum á óvart að meðferðin hjá Pétri hefði skilað svo góðum árangri. „Ekki síst sjálfri mér,“ segir hún. „Í stuttu máli þá fiktaði hann aðeins í löppinni á mér. Það var sársaukafullt en algjörlega þess virði.“ Hún segist hafa eðlilega verið aum eftir leikinn í gær. „Það var við því að búast en þetta er þó ekkert of slæmt,“ segir hún og bætir við að liðbandið sjálft sé ekki slitið – aðeins tognað. „Annars fann hann eitthvað í mjöðminni sem hann gat unnið með. Hann talaði um að það hefði mögulega orsakað meiðslin,“ segir Brown sem hafði enga reynslu af því að leita óhefðbundinna lækninga. „Ég hafði aldrei heyrt um osteópata áður en var til í að prófa allt. Ég hitti hann svo aftur í dag [í gær] og er klár í næsta leik.“ Hún segist ekki hafa óttast að gera sér óleik með því að fara of snemma aftur af stað eftir meiðslin. „Alls ekki. Ég sagði bara þjálfaranum að byrja með mig á bekknum og að ég myndi svo koma inn þegar þess þyrfti. Ég var svo ekkert að hugsa um meiðslin þegar ég kom inn á – ég einbeitti mér bara að því að spila.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15 Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18 Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45 Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48 Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira
Flestir innanbúðarmenn í Snæfelli voru búnir að afskrifa hina bandarísku Chynnu Brown eftir að hún skaddaði liðband í rist í leik liðsins gegn Val um helgina. Það var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar kvenna og lyktaði með sigri Snæfellinga. Brown missti svo af næsta leik og Valur náði að jafna metin með nokkuð öruggum sigri. Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn með þó nokkrum yfirburðum í vetur en Brown var þar í mjög stóru hlutverki. Því var jafnvel talið að fjarvera hennar, auk meiðsla Hugrúnar Evu Valdimarsdóttur, myndi kosta liðið sæti í lokaúrslitunum. En svo birtist nafn Brown á leikskýrslu fyrir þriðja leik liðanna í fyrrakvöld eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Brown spilaði í rúmar 20 mínútur og Snæfell vann leikinn. Að honum loknum sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, að hann hefði sent Brown til Keflavíkur þar sem hún fór í meðferð hjá Pétri Péturssyni, osteópata (sérfræðing í hrygg- og liðskekkjumeðferð) í Keflavík. Brown segir í samtali við Fréttablaðið að það hefði komið mörgum á óvart að meðferðin hjá Pétri hefði skilað svo góðum árangri. „Ekki síst sjálfri mér,“ segir hún. „Í stuttu máli þá fiktaði hann aðeins í löppinni á mér. Það var sársaukafullt en algjörlega þess virði.“ Hún segist hafa eðlilega verið aum eftir leikinn í gær. „Það var við því að búast en þetta er þó ekkert of slæmt,“ segir hún og bætir við að liðbandið sjálft sé ekki slitið – aðeins tognað. „Annars fann hann eitthvað í mjöðminni sem hann gat unnið með. Hann talaði um að það hefði mögulega orsakað meiðslin,“ segir Brown sem hafði enga reynslu af því að leita óhefðbundinna lækninga. „Ég hafði aldrei heyrt um osteópata áður en var til í að prófa allt. Ég hitti hann svo aftur í dag [í gær] og er klár í næsta leik.“ Hún segist ekki hafa óttast að gera sér óleik með því að fara of snemma aftur af stað eftir meiðslin. „Alls ekki. Ég sagði bara þjálfaranum að byrja með mig á bekknum og að ég myndi svo koma inn þegar þess þyrfti. Ég var svo ekkert að hugsa um meiðslin þegar ég kom inn á – ég einbeitti mér bara að því að spila.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15 Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18 Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45 Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48 Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira
Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15
Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18
Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45
Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48
Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48